32019R0621

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/621 of 17 April 2019 on the technical information necessary for roadworthiness testing of the items to be tested, on the use of the recommended test methods, and establishing detailed rules concerning the data format and the procedures for accessing the relevant technical information


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/621 frá 17. apríl 2019 um þær tæknilegu upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir prófun á aksturshæfni varðandi þau atriði sem á að prófa, um notkun á þeim prófunaraðferðum sem mælt er með og um að koma á ítarlegum reglum um gagnasnið og málsmeðferðarreglur um aðgang að viðkomandi tæknilegum upplýsingum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 065/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með gerðinni á að uppfylla skyldur framkvæmdastjórnarinnar skv tilskipun 2014/45. Samkvæmt henni eru aðildarríkin skuldbundin til að tryggja að ökutæki sem skráð eru á yfirráðasvæði þeirra séu reglulega prófuð á vottuðum á prófunarstöðvum. Í fjórðu grein tilskipunar 2014/45/ESB kemur fram að í samræmi við meginreglurnar sem mælt er fyrir um í reglugerð nr. 715/2007/EB og reglugerð 595/2009/EB skuli framkvæmdastjórnin ákveða viðbætur við framkvæmdargerðir fyrir 20. maí 2018. Gerðin hefur áhrif hér á landi þar sem hún er um störf skoðunarstofa og endurskoðunarverkstæða sem og störf sem unnin eru á Samgöngustofu sem fer með eftirlit með þessum aðilum og heldur utan um reglurnar. Ófyrirséður kostnaður til framtíðar vegna samvinnu og eftirlits Samgöngustofu. Kostnaður SGS verður við sameiginlegan gagnagrunn sem SGS sér um, og er sameiginlegur fyrir allar skoðunarstöðvarnar. Kostnaður innan fjárhagsáætlunar.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að uppfylla skyldur framkvæmdastjórnarinnar samkvæmt tilskipun 2014/45/ESB.
Aðdragandi: Samkvæmt tilskipun 2014/45/ESB um reglubundnar prófanir á aksturshæfni vélknúinna ökutækja og eftirvagna þeirra eru aðildarríkin skuldbundin til að tryggja að ökutæki sem skráð eru á yfirráðasvæði þeirra séu reglulega prófuð á vottuðum á prófunarstöðvum.
Í viðauka I. við tilskipun 2014/45/ESB eru settar fram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til prófana auk þess sem þar eru prófunaraðferðir sem mælt er með.
Í fjórðu grein tilskipunar 2014/45/ESB kemur fram að í samræmi við meginreglurnar sem mælt er fyrir um í reglugerð nr. 715/2007/EB* og reglugerð 595/2009/EB** skuli framkvæmdastjórnin ákveða eftirfarandi viðbætur við framkvæmdargerðir fyrir 20. maí 2018:
a) tæknilegar upplýsingar um hemlabúnað, stýrisbúnað, útsýn, ljósker, glitaugu, rafbúnað, ása, hjól, hjólbarða, fjöðrun, undirvagn, viðfestan búnað undirvagns, annan búnað og óþægindi, sem nauðsynlegar eru fyrir prófun á aksturshæfni varðandi atriðin, sem á að prófa, og varðandi notkun á prófunaraðferðunum, sem mælt er með í samræmi við 3. lið I. viðauka, og
b) ítarlegar reglur um gagnaeyðublöð og málsmeðferðarreglur um að fá aðgang að viðkomandi tæknilegum upplýsingum.
Framleiðendur skulu gera tæknilegu upplýsingarnar, sem um getur í a-lið, aðgengilegar, án endurgjalds eða á sanngjörnu verði, fyrir prófunarstöðvar og viðkomandi lögbær yfirvöld, á jafnréttisgrundvelli.
Framkvæmdastjórnin skal skoða hagkvæmni þess að hafa einn aðgang að þessum tæknilegu upplýsingum.
Í 2. mgr. 2. gr. tilskipunar 2014/45/ESB er upptalning á þeim ökutækjum sem aðildarríkin mega undanskilja frá gildissviði tilskipunarinnar. Ökutækin sem um ræðir eru nokkrar tegundir bifhjóla með slagrými hreyfils yfir 125 cm3, þar sem aðildarríki hefur gert skilvirkar umferðaröryggisráðstafanir fyrir ökutæki á tveimur eða þremur hjólum og skal tilkynna framkvæmdastjórninni um slíkar undanþágur. Er nú talin þörf á að setja fram leiðbeiningar í því skyni að samræma skoðun þessara ökutækja.
*um gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja með tilliti til losunar frá léttum farþega- og atvinnuökutækjum (Euro 5 og Euro 6) og um aðgang að upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja.
** um gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja og hreyfla með tilliti til losunar frá þungum ökutækjum (Euro VI) og um aðgang að upplýsingum um viðgerðir og viðhald ökutækja.
Efnisútdráttur: Reglugerðin inniheldur sjö ákvæði auk viðauka.
1. gr. – Inntak. Reglugerðin setur fram tilteknar kröfur varðandi reglubundnar prófanir á aksturshæfni ökutækja og eftirvagna þeirra í samræmi við áðurnefnda 4. gr. tilskipunar 2014/45/ESB: a) tæknilegar upplýsingar um hemlabúnað, stýrisbúnað, útsýn, ljósker, glitaugu, rafbúnað, ása, hjól, hjólbarða, fjöðrun, undirvagn, viðfestan búnað undirvagns, annan búnað og óþægindi, sem nauðsynlegar eru fyrir prófun á aksturshæfni varðandi atriðin, sem á að prófa, og varðandi notkun á prófunaraðferðunum, sem mælt er með í samræmi við 3. lið I. viðauka, og b) ítarlegar reglur um gagnaeyðublöð og málsmeðferðarreglur um að fá aðgang að viðkomandi tæknilegum upplýsingum.
2. gr. – Gildissvið. Reglugerðin nær til ökutækja sem eiga að ganga undir prófun á aksturshæfni í samræmi við 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2014/45/ESB og sem eru fyrst skráð eða tekin í notkun í aðildarríki frá 20. maí 2018.
3. gr. – Skilgreiningar.
4. gr. – Tæknilegar upplýsingar um ökutæki. Tæknilegar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma prófun á aksturshæfni koma fram í viðauka við þessa gerð.
5. gr. – Verklag fyrir aðgang að tæknilegum upplýsingum um ökutæki. Tæknilegar upplýsingar um ökutæki sem settar eru fram í viðauka við reglugerðina skulu vera gerðar aðgengilegar af prófunarstofum og viðeigandi yfirvöldum eigi síðar en 6 mánuðum eftir skráningu ökutækis.
6. gr. – Gagnaeyðublöð. Tæknilegar upplýsingar skulu vera gerðar aðgengilegar af framleiðanda á grundvelli verksmiðjunúmers með frjálsum aðgangi á tilteknu gagnaeyðublaði til annars vegar viðeigandi yfirvalda og hins vegar prófunaraðila sem eru annað hvort innan eða utan kerfis.
7. Gildistökuákvæði.
Viðauki. 1. Almennt. 2. Upplýsingar fyrir prófun. (Tafla). Almennar upplýsingar fyrir greiningu og prófun. Tæknilegar upplýsingar varðandi ökutæki í flokki L og önnur ökutæki sem falla utan tilskipunar 2014/45/ESB eru sett fram í leiðbeiningarskyni.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi:
Gerðin hefur áhrif hér á landi þar sem hún er um störf skoðunarstofa og endurskoðunarverkstæða, sem og störf sem unnin eru á Samgöngustofu sem fer með eftirlit með þessum aðilum og heldur utan um reglurnar.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Gerðin yrði innleidd í nýja reglugerð um skoðun ökutækja vegna innleiðingar á tilskipun 2014/45/ESB (núgildandi reglugerð er nr. 8/2009). Lagastoð er 60. og 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Ófyrirséður kostnaður til framtíðar vegna samvinnu og eftirlits Samgöngustofu. Kostnaður SGS verður við sameiginlegan gagnagrunn sem SGS sér um, og er sameiginlegur fyrir allar skoðunarstöðvarnar. Kostnaður verður innan fjárhagsáætlunar.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði.
Horizontal issues: Sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða:
Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 3. mgr. 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Gerðin yrði innleidd í nýja reglugerð um skoðun ökutækja vegna innleiðingar á tilskipun 2014/45/ESB
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0621
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 108, 23.4.2019, p. 5
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 77, 26.10.2023, p. 62
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/2375, 26.10.2023