32019R0631

Regulation (EU) 2019/631 of the European Parliament and of the Council of 17 April 2019 setting CO2 emission performance standards for new passenger cars and for new light commercial vehicles, and repealing Regulations (EC) No 443/2009 and (EU) No 510/2011


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir nýjar fólksbifreiðar og ný, létt atvinnuökutæki og um niðurfellingu reglugerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011 (endurútgefin)
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 168/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með Parísarsáttmálanum var sett það markmið að loftsslag á jörðinni hlýnaði minna en 2°C af manna völdum. Í kjölfar þess er talið að umbylta þurfi samgöngukerfi allra aðildarlanda sáttmálans þannig að kolefnisfótspor verði minna en nú er og hugsanlega ekkert. Talið var nauðsynlegt að herða þau markmið og aðgerðir sem mælt hafði verið um í reglugerðum EB 443/2009 og ESB 510/2011. Hin nýja reglugerð nær yfir gildissvið beggja reglugerðanna. Að meginstefnu til enginn kostnaður fyrir hið opinbera. Þó kostnaður vegna innleiðingar Hugsanlegur kostnaðarauki vegna breytinga á samningum við þá sem sjá um skoðun ökutækja.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Stuðla að samdrætti í gróðurhúsaloftegunda frá bílaflota EES í skrefum til 2030.
Aðdragandi: Með Parísarsáttmálanum var sett það markmið að loftsslag á jörðinni hlýnaði minna en 2°C af manna völdum. Var miðað við hitastig á jörðinni eins og það var við fyrir iðnbyltingu. Í kjölfar þess er talið að umbylta þurfi samgöngukerfi allra aðildarlanda sáttmálans þannig að kolefnisfótspor verði minna en nú er og hugsanlega ekkert. Var í þeim tilgangi talið nauðsynlegt að herða þau markmið og aðgerðir sem mælt hafði verið um í reglugerðum EB 443/2009 og ESB 510/2011. Hin nýja reglugerð nær yfir gildissvið beggja reglugerðanna, þ.e. til bæði einkabifreiða og léttra atvinnuökutækja. Í ferlinu var haft samráð við efnahags- og félagsmálanefnd Evrópusambandsins sem og svæðanefnd Evrópusambandsins.
Efnisútdráttur: Hér er um að ræða reglur um losun koltvísýrings frá nýjum ökutækjum sem og um skyldur framleiðenda ökutækja í þeim efnum. Þá eru settar fram reglur um ýmsar heimildir framleiðenda til að ná þessum markmiðum. Meðal annars í þeim tilvikum þar sem fleiri en einn framleiðandi gerir samkomulag um að skrá ökutækin sín í sama mengi til að ná fram markmiðum um losun sambærilegum við heimildir stærri bílaframleiðenda.
Umsögn, helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Ný viðmið um kolefnislosun nýrra ökutækja taki gildi frá 2021, 2025 og 2030. Innleiðing nýrra mælingaraðferðar sem betur samræmast aðstæðum í akstri (WLPT)
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar:
Samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar geta framleiðendur þurft að greiða svokallað umframlosunargjald þegar þeir ná ekki markmiðum um meðaltalslosun koltvísýrings nýrra framleiddra ökutækja skv. reglugerðinni. Ekki er að finna lagaheimild í umferðarlögum fyrir ESA til að leggja umrætt umframlosunargjald á framleiðendur ökutækja. Því er þörf á lagabreytingu til að innleiða megi gerðina. Því þarf að breyta umferðarlögum, nr. 77/2019.
Mat á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings: Að meginstefnu til enginn kostnaður fyrir hið opinbera. Þó kostnaður vegna innleiðingar. Hugsanlegur kostnaðarauki vegna breytinga á samningum við þá sem sjá um skoðun ökutækja. Sá kostnaður mun verða vegna eftirlits með raungögnum um losun koltvísýrings frá ökutækjunum sjálfum. Gefið er til kynna í aðfararorðum og 17. gr. að þetta verði gert með sérstakri afleiddri gerð en ekkert liggur fyrir um með hvaða hætti það verður gert.
Reglugerðin gildir eingöngu um ný ökutæki. Hún gengur að ákveðnu leyti skemur en loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar um bann við bílum sem ganga fyrir bensín og dísel 2030.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Umhverfisráðuneytið (loftslagsmarkmið). Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (hluti eftirlits á vegum neytandastofu). Fjármálaráðuneytið að því leyti sem kann að lúta að tollum eða öðrum gjöldum af ökutækjum í hvataskyni, incentives.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: FÍB, íslenskir bílaframleiðendur
Horizontal issues: Sektir, aðrar refsingar, sofnanir, lönd utan EES: Framleiðendur geta þurft að greiða álag, e. excess premium, fyrir losun koltvísýrings frá ökutæki umfram sett mörk. Samkvæmt reglugerðinni á að greiða álagið til Framkvæmdastjórnarinnar. Tekjur vegna gjaldsins ganga til að fjármagna kostnað við fjárlög ESB. Sé miðað við tveggja stoða kerfið, sem EES-samningurinn byggir á, yrði slíkt gjald greitt til ESA. Ákvæði eru í reglugerðinni um hvernig ráðstafa skuli slíkum fjármunum ESB megin. Þetta atriði hefur óverulega þýðingu í ljósi takmarkaðrar framleiðslu ökutækja hér á landi. Jafnframt er vafi á hvort eina ökutækið sem er verið að undirbúa að verði framleitt hér á landi falli undir gildissvið reglugerðarinnar, þ.e.a.s. létt atvinnuökutæki (N1) og einkabifreiðar (M1) ökutækja skv. skilgreiningum ESB. Umfjöllun hefur verið um að framleitt verði ökutæki hér á landi en enn sem komið er hefur Samgöngustofa ekki haft nein formleg afskipti af því máli.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi: Sjá horizontal issues.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Verður innleidd í reglugerð nr. 822/2004 með áorðnum breytingum með stoð í 69. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019 og með breytingum á sömu lögum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0631
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 111, 25.4.2019, p. 13
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 676
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 66, 14.9.2023, p. 34
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 227,14.9.2023, p. 34