Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðseftirliti með vörum, sem ekki eru matvæli, og falla undir samræmingarlöggjöf ESB. - 32019R1020

Regulation (EU) 2019/1020 of the European Parliament and of the Council of 20 June 2019 on market surveillance and compliance of products and amending Directive 2004/42/EC and Regulations (EC) No 765/2008 and (EU) No 305/2011


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1020 frá 20. júní 2019 um markaðseftirlit og samræmi vara við kröfur og um breytingu á tilskipun 2004/42/EB og reglugerðum (EB) nr. 765/2008 og (ESB) nr. 305/2011
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.19 Almenn ákvæði á sviði tæknilegra viðskiptahindrana
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 317/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerðinni eru sett fram ákvæði sem snúa að markaðseftirliti með vörum, sem ekki eru matvæli, og falla undir samræmingarlöggjöf ESB, alls 70 reglugerðir og tilskipanir sambandsins.

Nánari efnisumfjöllun

Í reglugerðinni eru sett fram ákvæði sem snúa að markaðseftirliti með vörum, sem ekki eru matvæli, og falla undir samræmingarlöggjöf ESB, alls 70 reglugerðir og tilskipanir sambandsins. M.a. eru sett fram ákvæði um hönnun og merkingar, eftirlit á ytri landamærum og ný ákvæði varðandi skyldur rekstraraðila innan sambandsins. Henni er ætlað að styrkja markaðseftirlit og auka samvinnu markaðseftirlitsstjórnvalda, bæði innan einstakra aðildarríkja og milli þeirra, sem og samvinnu markaðseftirlitsstjórnvalda og rekstraraðila og gera einfaldara að ná utan um nýjar aðferðir við markaðssetningu, t.d. á netinu.

Með reglugerðinni eru gerðar verulegar breytingar á reglugerð (ESB) 765/2008 en einnig á tilskipun 2004/42/EC og reglugerð (ESB) 305/2011 um byggingarvörur. Breytingin sem snýr sérstaklega að reglugerð (ESB) 305/2011 um byggingarvörur fjallar um skyldu markaðseftirlitsstjórnvalda til að meta samræmi byggingarvöru, sem fellur undir samhæfðan staðal eða evrópskt tæknimat hefur verið gefið út fyrir, við ákvæði reglugerðarinnar, hafi þau ástæðu til að ætla að varan sé ekki í samræmi við yfirlýst nothæfi og geti valdið hættu. Um er að ræða breytingu á 1. mgr. 56. gr. reglugerðar nr. 305/2011 sem er birt sem fylgiskjal með lögum um byggingarvörur.

Með reglugerðinni eru einnig gerðar kröfur til framfylgdarúrræða eftirlitsstjórnvalda, sbr. ákvæði V. kafla reglugerðarinnar. Framfylgdarúrræði laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995 uppfylla ekki að öllu leyti þær kröfur sem gerðar eru í V. kafla reglugerðarinnar. Ljóst er að breyta þarf lögunum til að reglugerðin teljist réttilega innleidd í íslensk lög.

Með reglugerðinni eru einnig gerðar kröfur til tollayfirvalda að því marki sem þau fara með markaðseftirlit með öryggi vöru á landamærum. Ljóst er að breyta þarf 130. gr. tollalaga vegna þessa.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun, 2
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Setja þarf nýja reglugerð til að innleiða gerðina og fella úr gildi eldri reglugerð um sama efni. Lagastoð er í 10. gr., sbr. 27. gr. laga nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.

Einnig þarf að breyta lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995 og tollalögum nr. 88/2005.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Mannvirkjastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 169, 25.6.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 795
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegur fyrirvari skv. 103. grein (Ísland) Ísland

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar