32019R1124

Commission Delegated Regulation (EU) 2019/1124 of 13 March 2019 amending Delegated Regulation (EU) 2019/1122 as regards the functioning of the Union Registry under Regulation (EU) 2018/842 of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1124 frá 13. mars 2019 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/1122 að því er varðar rekstur á skrá Sambandsins samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/842
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 126/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð þessi er sett með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/842 frá 30. maí 2018 um bindandi árlega skerðingu á losun gróðurhúsalofttegunda aðildarríkjanna frá 2021 til 2030 sem stuðlar að loftslagsaðgerðum til að standa við skuldbindingar samkvæmt Parísarsamkomulaginu og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 525/2013, einkum 1. mgr. 12. gr. Reglugerð (ESB) 2018/842 leggur skyldur á aðildarríkin með tilliti til lágmarksframlags þeirra fyrir tímabilið 2021 til 2030 til að uppfylla markmið sambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 30% fyrir árið 2030 miðað við 2005.
Í 12. grein reglugerðar (ESB) 2018/842 er kveðið á um að tryggja skuli nákvæmt bókhald yfir viðskipti samkvæmt þeirri reglugerð í skrá sambandsins. Það er útfært í reglugerð 2019/1124 sem hér er til greiningar.

Nánari efnisumfjöllun

Þessari reglugerð er ætlað að tryggja að regluverk skráningarkerfis með losunarheimildir (ESB) 2019/1122 sé í samræmi við þær kröfur og skuldbindingar sem koma fram í reglugerð (ESB) 2018/842, endurspegli þá þróun sem þar kemur fram og skapi innviðina fyrir bókhald og viðskipti reglugerðarinnar.

Gefa skal út árlega losunarúthlutunareiningar (AEA einingar) á reglufylgnireikninga aðildarríkjanna vegna fullnustu skyldna samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/842 (svokallaða „ESR reglufylgnireikninga“) sem stofnaðir eru í skrá sambandsins samkvæmt framseldri reglugerð (ESB) 2019/1122. Þeim breytingum sem gerðar eru á reglugerð (ESB) 2019/1122 er ætlað að gera það mögulegt að framkvæma reglufylgni samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/842 á grundvelli skrár Sambandsins. Þetta er gert með því að setja inn aðferð til að árleg endurskoðuð gögn um losun gróðurhúsalofttegunda verði innleidd í ESR-samræmisreikningana. Einnig þarf að vera hægt að ákvarða tölur um reglufylgni fyrir hvern og einn ESR-reglufylgnireikning aðildarríkis fyrir hvert ár á tilteknu reglufylgnitímabili og tryggja nákvæmt bókhald yfir viðskipti skv. 5., 6., 7. og 11. gr. reglugerðar (ESB) 2018/842.

Reglugerð 2018/842 hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn þegar þetta upplýsingablað er ritað, en þann 9. júli sl. náðist samkomulag á milli EES - EFTA ríkjanna um drög að ákvörðun Sameiginlegu EES nefndarinnar um upptöku reglugerðar 2018/842 og 2018/841 í bókun 31. EES samningsins. Endanlegt samþykki Sameiginlegu nefndarinnar er væntanlegt í lok október 2019. Í ákvörðuninni koma m.a. fram tölur um úthlutaðar einingar og aðrar tölur fyrir Ísland, sem vísað er til í þessari greiningu.

Breytingar
Ákvæði sem breyta reglugerð (ESB) 2019/1122 svo hún gildi einnig um árlegar úthlutunareiningar fyrir losun (AEA).
Reglufylgnitímabil ESR og gildistíma þess (1. janúar 2021 til 31. desember 2030) er bætt við.
Reikningum sem tengjast viðskiptunum er bætt við, það er:
- ESB ESR AEA Heildarmagnreikningur (EU ESR AEA Total Quantity Account)
- ESR Reikningur fyrir niðurfelldar losunarheimildir (ESR Deletion Account)
- ESB viðauki II AEA Heildarmagnsreikningur (EU Annex II AEA Total Quantity Account)
- ESB ESR Varasjóðsreikningur (EU ESR Safety Reserve Account)
- Einn ESR samræmisreikningur fyrir hvert aðildarríki fyrir hvert ár eftirfylgnitímabilsins (ESR Compliance Account)
Að auki er komið inn reglum um lokun ESR-reglufylgnireikninga.

Við endurskoðun á stofnreglugerð um skráningarkerfið (ESB) nr. 389/2013 var 4. bálkur um sértæk ákvæði vegna bókhalds yfir viðskipti samkvæmt ákvörðun 406/2009/EB tekinn út í heild sinni, þar sem sá bálkur fjallaði um reglufylgni vegna Kýótó- tímabilsins. Í staðinn kemur svipaður kafli inn í reglugerð 2019/1122 sem er innleiddur með þessari reglugerð: Bálkur IIA: Sértæk ákvæði fyrir bókhaldsviðskipti samkvæmt reglugerðum (ESB) 2018/842 og (ESB) 2018/841.

Bálkurinn fjallar um eftirfarandi atriði:
- Stofnun og úthlutun AEA-eininga á reikningum aðildarríkjanna.
- Að bjóða upp á tilhögun fyrir sjálfvirkan útreikning á samræmi og margföldun með 1,08 stuðlinum ef reglufylgni er ekki fylgt.
- Að bjóða upp á tilhögun til að sækja um aðlögun.
- Að gera aðildarríkjum kleift að framselja, fá lánaðar og millifæra AEA-einingar á milli aðildarríkja, sem og á milli reglufylgniára hjá ríkjunum sjálfum innan þeirra takmarka sem ESR setur.
- Að gera kleift að nota sveigjanleikaákvæði ETS og leyfðar LULUCF-einingar.
- Að gera kleift að nota varasjóðinn.
Nánari útskýringar á þeim greinum sem koma fram í bálki IIA má finna í viðauka I með þessu upplýsingablaði.

Viðauka I í reglugerð (ESB) 2019/1122 um tegundir reikninga skal breytt í samræmi við viðauka I í þessari reglugerð.
Viðauka XIII við reglugerð (ESB) 2019/1122 um upplýsingaskyldu miðlæga stjórnandans er breytt í samræmi við viðauka II í þessari reglugerð. Þetta eru sömu upplýsingar og voru vegna Kýótó-bókunarinnar í reglugerð (ESB) nr. 389/2013, staðfært að ESR.

Innleiðing
Reglugerðin skal vera innleidd og koma til framkvæmda frá og með 1. janúar 2021.
Öllum aðgerðum, sem krafist er í tengslum við skuldbindingatímabilið 2013 til 2020, ætti að vera lokið í samræmi við reglurnar sem mælt er fyrir um í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013 um skráningarkerfi.

Þar sem ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 406/2009/EB setur reglur um skuldbindingatímabil frá 2013-2020, þar með talið um notkun alþjóðlegra eininga sem aflað er samkvæmt Kýótó-bókuninni, mun sú reglugerð halda áfram að eiga við um þessar aðgerðir til 1. júlí 2023, sem er lok viðbótartímabilsins til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt öðru skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf framseldri reglugerð (ESB) 2019/1122 um skráningarkerfi sem ekki hefur enn verið tekin upp í EES-samninginn. Lagastoð í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Kostnaðarmat þetta er sameiginlegt fyrir greiningu á reglugerðum 2019/1122 og 2019/1124.

Í dag eru 32% stöðugildi nýtt í verkefni sem tengjast skráningarkerfinu eins og sjá má í verkbókhaldi Umhverfisstofnunar. Reynsla síðustu ára hefur sýnt að það er alls ekki nægjanlegt og verkefni í tengslum við skráningarkerfið hafa setið á hakanum. Dæmi um það er dýpri skilningur á virkni kerfisins, tegundum losunarheimilda og mismunandi reikningum í kerfinu, úrvinnsla athugasemda frá úttektaraðilum loftslagssamnings S.þ., auk vinnslu við gerð og innleiðingu verkferla. Auk þess má nefna að í upphafi þriðja viðskiptatímabilsins var gert ráð fyrir frekari sértekjum vegna fjölda flugrekenda í kerfinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar ekki fengið umræddar sértekjur vegna takmarkaðs gildissviðs í flugi frá og með 2013 og er viðbótarfjárveiting því nauðsynleg til þess að brúa það bil.

Þó reglugerð 2019/1122 miði að því að minnka stjórnsýslulega byrði þá gagnast einföldunin fyrst og fremst reikningshöfum en ekki stjórnvöldum. Hvað varðar vinnu stjórnvalda þá mun sjálf innleiðingin og ákvæði þessarar reglugerðar kalla á aukna mannmánuði vegna aukinnar eftirfylgni, flóknara uppgjörs, vinnu við að koma á fót og viðhalda samstarfi viðeigandi stofnana er varðar fjármálagjörninga og viðlíka sem óháð er stjórnsýslunni sjálfri. Stjórnsýsluvinnan mun jafnframt aukast við afgreiðslu erinda, framkvæmd aðgerða í kerfinu, upplýsingagjöf, fræðslu og samskipti við kerfið, erlend ríki, rekstraraðila og aðrar stofnanir.

Eins og áður var minnst á er ein af viðamiklu breytingunum sem reglugerðin felur í sér sú að nýjar greinar gera auknar kröfur á kerfið í tengslum við persónuverndarlög, samstarf við Fjármálaeftirlitið og geymslu gagna. Að einhverju leyti verður ákveðin samlegð með þeim verkefnum sem unnið er að nú þegar, en að öðru leyti eru að bætast við alveg ný verkefni sem eru annars eðlis og krefjast fleiri mannmánaða. Ljóst er að fara þarf í talsverðar breytingar á viðmóti skráningarkerfisins sjálfs, sem þegar eru hafnar, og landsstjórnendur þurfa að kynna sér þessar breytingar mjög vel og vera í stakk búnir til að miðla þeim upplýsingum áfram til reikningshafa. Með breytingunum verða losunarheimildir í fyrsta sinn skilgreindar sem fjármálagerningar sem krefst þess að þróaðir verði nýir samvinnuferlar með Fjármálaeftirlitinu auk þess sem nýjar reglur um persónuupplýsingar í tengslum við gildandi persónuverndarlöggjöf munu kalla á rýni á verklagi.

Önnur viðamikil breyting í tengslum við innleiðingu reglugerðar (ESB) 2019/1124 er að þar kemur inn nýr kafli í kjölfar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/842 (Effort Sharing Regulation (ESR)) um bindandi, árlegan samdrátt aðildarríkjanna á losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2021 til 2030 sem framlag til loftslagsaðgerða til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt Parísarsáttmálanum og um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 525/2013. Hingað til hefur Umhverfisstofnun ekki framkvæmt árlegt uppgjör eins og önnur aðildarríki gera, heldur einungis í lok hvers skuldbindingartímabils Kýótó bókunarinnar. Með þessum breytingum er tengjast ESR mun formlegt uppgjör fara fram árin 2027 og 2032 en gilda fyrir einungis eitt ár í einu og árlega verður því að fara fram yfirferð á losunarbókhaldinu innanhúss. Þó enn sé að einhverju leyti óvissa um hvaða áhrif innleiðing ESR muni hafa á skráningarkerfið er ljóst að hún mun kalla á aukna mannmánuði, m.a. vegna árlegrar skoðunar, aukinnar eftirfylgni og flóknari útreikninga og aðferða.

Til viðbótar skal nefna að ef til tengingafyrirkomulags kemur, t.d. ef skráningarkerfi CORSIA verður tengt við skrá Sambandsins, er ljóst að aukin vinna mun skapast við það fyrirkomulag.

Gera má ráð fyrir viðbótar fundum og vinnustofum vegna innleiðingar á reglugerð 2019/1124. Ekki er gert ráð fyrir viðbótar fundum vegna innleiðingar á reglugerð 2019/1122, nema einstaka vinnustofum þar sem vinna við þá innleiðingu fer í gegnum skráningarkerfishóp Expert Group on Climate Change Policy.
Ekki er gert ráð fyrir aðkeyptri vinnu vegna innleiðingu reglugerðanna.

Samkvæmt framangreindu má gera ráð fyrir að þörf skapist fyrir hálft stöðugildi til viðbótar vegna breytinga í skráningarkerfinu, svo að heilt stöðugildi verði eyrnamerkt kerfinu.


Samantekt:

1. Vinna sem er hafin 2019 (Umhverfisstofnun tekur þennan kostnað á sig):
a) Greining reglugerða og innleiðing í íslensk lög.
b) Kynning á breyttum reglum og viðmóti fyrir notendur kerfisins.

2. Vinna sem mun hefjast fyrir 2021 (Umhverfisstofnun tekur þennan kostnað á sig):
a) Vinna við aðlögun að nýjum reglum og verkferlum að því marki sem unnt er, m.a. við að skýra óvissuþætti sem enn eru til staðar.
b) Samstarf við Fjármálaeftirlitið (FME) og önnur lögbær yfirvöld:
- Full samvinna við yfirvöld við að koma á fót kerfi til að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
- Fundir og annað náið samstarf.
- Gerð verkferla á milli stjórnvalda.
- Upplýsingagjöf að eigin frumkvæði og að frumkvæði FME.
c) Aðlögun að vinnslu persónuupplýsinga.


2. Aukin vinna frá 2021 (3 mannmánuðir):
a) Þriðja tímabil ETS-kerfisins klárast og fjórða tímabilið tekur við.
b) Uppgjör Kýótó-tímabilsins. Frágangur Kýótó-reikninga og eininga.
c) Vinna vegna tengingafyrirkomulags ef af því verður.
d) Áframhaldandi samstarf með viðeigandi stofnunum vegna skilgreininga losunarheimilda sem fjármálagerninga.

1. Vinna vegna ESR (3 mannmánuðir):
a) Flóknara uppgjör vegna ESR (Effort Sharing Regulation 2018/842) sem verið er að innleiða í EES-samninginn, til dæmis vegna sveigjanleikaákvæðisins og nýrra reglna um lántöku (e. borrowing) og að halda einingum til haga (e. banking).þessi verkefni eru önnur en þau sem eru metin í greiningu sem snýr að reglugerð 2018/842.
b) Árleg yfirferð á niðurstöðum losunarbókhalds sem fyrirvari fyrir uppgjörsár.
c) Uppgjörin verða árin 2027 og 2032 en gilda fyrir einungis eitt ár í einu.
d) Aukin þörf á eftirfylgni vegna reglugerðar 2019/1124
e) Frekari vinna við innleiðingu á reglugerð 2019/1124 er ekki orðin ljós eins og stendur


Mannaflaþörf Umhverfisstofnunar vegna innleiðingar á þessum reglugerðum:
- 2021-2030: 6 mannmánuðir á ári, samtals 5.950.000 kr. á ári á verðlagi 2019.


Framangreint kostnaðarmat er sett fram með fyrirvara um frekari vinnu vegna innleiðingar á reglugerð 2019/1124 og að auki ef stofnað verður til tengingafyrirkomulags.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1124
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 177, 2.7.2019, p. 66
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 5, 18.1.2024, p. 65
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/107, 18.1.2024