32019R1383

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/1383 of 8 July 2019 amending and correcting Regulation (EU) No 1321/2014 as regards safety management systems in continuing airworthiness management organisations and alleviations for general aviation aircraft concerning maintenance and continuing airworthiness management
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með þessari nýju reglugerð er verið að draga úr kröfum til annarra loftfara en flókinna, vélknúinna loftfara sem samkvæmt ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 1008/2008 eru ekki skráð á flugrekandaskírteini flugrekanda. Í samræmi við það er aukinn sveigjanleiki í framkvæmd viðhaldsáætlana og einfaldaðar kröfur um endurskoðun á viðhaldsáætlun loftfarsins og lofthæfi þess. Þá eru reglur um öryggisáhættustjórnunarkerfi fyrir fyrirtæki sem annast stjórnun á áframhaldandi lofthæfi. Kostnaður sem gera má ráð fyrir hjá Samgöngustofu felst einkum í því að skrifa nýjar verklagsreglur, upplýsa leyfishafa, yfirfara breytingar í handbókum leyfishafa o.fl. Reikna má með einu ársverki hjá Samgöngustofu. Einnig má gera ráð fyrir kostnaði fyrir leyfishafa. Kostnaður þeirra verður einkum vegna innleiðingar á kerfinu í handbækur og þjálfun starfsfólks. Í ljósi þess að öryggisáhættustjórnunarkerfi er þegar til í flestum CAMO fyrirtækjum er ekki gert ráð fyrir miklum kostnaði.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Með þessari nýju reglugerð er verið að draga úr kröfum til tiltekinna loftfara. Þar er átt við önnur loftför en flókin, vélknúin loftför, e. complex motor powered aircraft, sem samkvæmt ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 1008/2008 eru ekki skráð á flugrekandaskírteini flugrekanda.
Reglugerðin sem um ræðir er framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2019/1383. Með henni er reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki þess á þessu sviði, breytt og hún leiðrétt.
Í samræmi við markmiðið með setningu reglugerðarinnar eru kynntar nýjar reglur með aukinn sveigjanleika um skilgreiningu og framkvæmd viðhaldsáætlunar fyrir einföld loftför sem samkvæmt ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 1008/2008 eru ekki skráð á flugrekandaskírteini flugrekanda. Þá eru einnig kynntar einfaldari kröfur um endurskoðun á viðhaldsáætlun loftfarsins og lofthæfi þess. Að loknu aðlögunartímabili mun núverandi F-kafli (viðhaldsfyrirtæki) og G-kafla (fyrirtæki sem annast stjórnun á áframhaldandi lofthæfi) í 1. viðauka (Part-M) við reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 breytast í Part-CAO (Annex Vd).
Markmið með reglugerðinni er einnig að innleiða reglur um öryggisáhættustjórnunarkerfi fyrir fyrirtæki sem annast stjórnun á áframhaldandi lofthæfi í samræmi við G-kafla (CAMO) í 1. viðauka (Part-M) við reglugerð (ESB) nr. 1321/2014. Reglurnar verða innleiddar með nýjum viðauka, Part-CAMO (Annex Vc), sem mun leysa af hólmi núverandi G-kafla frá 24. september 2021. CAMO stendur fyrir skilgreininguna Continuing Airworthiness Management Organisation.
Efnisútdráttur: í reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 eru reglur sem tengjast viðhaldi og áframhaldandi lofthæfi tiltekinna loftfara. Með vísan til meðalhófs þykir rétt að einfalda tilteknar kröfur sem þar koma fram og snúa að léttum almenningsloftförum sem í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1008/2008 eru ekki skráð í flugrekendaskírteini flugrekenda. Því eru settar fram nýjar og vægari reglur um endurskoðun á viðhaldsáætlun lofthæfi slíkra loftfara.
Þó hinar nýju viðhaldskröfur eigi við kemur það ekki í veg fyrir að eigandi loftfarsins geti gert samning við viðhaldsfyrirtæki sem eru viðurkennd samkvæmt II. viðauka (Part-145) við reglugerð (ESB) nr. 1321/2014. Nauðsynlegt er þó að gera nýtt viðhaldssamþykki með vægari kröfum til viðhalds, áframhaldandi lofthæfis og flugleyfis.
Einnig er kveðið á um að fyrirtæki sem annast stjórnun á áframhaldandi lofthæfi þurfi að hafa öryggisáhættustjórnunarkerfi samkvæmt Annex Vc við reglugerð (ESB) nr. 1321/2014. Er þannig gert ráð fyrir því að fyrirtæki með CAMO-leyfi samkvæmt G-kafla þurfi að breytast í Part-CAMO og þá með öryggisstjórnunarkerfi. Þó er í vissum tilvikum heimilt að fyrirtækin fari í Part-CAO, þ.e. fái leyfi án öryggisáhættustjórnunarkerfis, ef um er að ræða loftför, önnur en flókin vélknúin loftför sem ekki eru skráð á flugrekandaskírteini flugrekandans skv. reglugerð (ESB) nr. 1008/2008.
Gert er ráð fyrir aðlögunartímabil fram til 24. september 2021 fyrir fyrirtæki sem annast stjórnun á áframhaldandi lofthæfi til að tryggja að farið verði eftir hinum nýjum reglum og verklagsreglum sem kynntar eru með þessari gerð.
Settar eru fram samræmdar kröfur til lögbærra yfirvalda einkum að því er varðar innleiðingu kerfa hjá yfirvöldum og framkvæmd og til að tryggja samhæfingu milli yfirvalda.
Þá eru gerðar breytingar er snúa að lofthæfisgögnum og ritstjórnarvillur leiðréttar.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur töluverð áhrif í för með sér fyrir starfsemi Samgöngustofu einkum vegna innleiðingar á öryggisstjórnunarkerfi í CAMO-málum til viðbótar við kerfi sem þegar er til staðar skv. reglugerð (ESB) nr. 965/2015.
Meðal verkefna sem framkvæma þarf hjá Samgöngustofu vegna innleiðingar gerðarinnar eru;
- ritun nýrra verklagreglna fyrir öryggisáhættustjórnunarkerfi
- ritun nýrra verklagsreglna fyrir samþykki og eftirlit með Part-CAMO
- ritun nýrra verklagsreglna fyrir samþykki og eftirlit með Part-CAO
- breyting á verklagsreglu fyrir samþykki á einyrkjum/viðhaldsvottum til að framkvæma endurskoðun á lofthæfi (airworthiness review) á loftförum sem falla undir Part-M Light (Annex Vb)
- uppfærsla og breyting á gátlistakerfi
- þjálfun eftirlitsmanna
- framkvæmd kynninga fyrir leyfishafa sem og almannaflugið
Einnig má gera ráð fyrir áhrifum á iðnaðinn, þá einkum þau CAMO-fyrirtæki sem þurfa eða vilja breytast í Part-CAMO fyrirtæki með öryggisáhættustjórnunarkerfi. Þau fyrirtæki munu þurfa að;
- breyta handbókum
- innleiða öryggisáhættustjórnunarkerfi
- framkvæma human facure þjálfun fyrir alla starfsmenn
- breyta matskerfi á hæfni starfsmanna og viðhalda hæfni starfsmanna
- þjálfa starfmenn
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. með síðari breytingum.
Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður sem gera má ráð fyrir hjá Samgöngustofu vegna innleiðingar gerðarinnar felst einkum í vinnu starfsfólks við að skrifa nýjar verklagsreglur, breyta verklagsreglum, þjálfa eftirlitsmenn í lofthæfi- og skrásetningardeild, upplýsa leyfishafa, yfirfara breytingar í handbókum leyfishafa þegar þær koma inn og gera úttektir til að staðfesta hlýðni við nýju reglurnar. Vinnan mun dreifast á tímabilið fram til 24. september 2021. Reikna má með einu ársverki í innleiðingaferli hjá Samgöngustofu.
Einnig má gera ráð fyrir kostnaði fyrir leyfishafa sem þurfa að breyta yfir í Part-CAMO með öryggisáhættustjórnunarkerfi. Kostnaður þeirra mun einkum koma til vegna innleiðingar á kerfinu í handbækur og þjálfun starfsfólks.
Í ljósi þess að öryggisáhættustjórnunarkerfi er nú þegar til staðar í öllum CAMO fyrirtækjum, nema tveimur sem eru svokölluð „stand-alone“ CAMO án AOC, er ekki gert ráð fyrir miklum kostnaði fyrir fyrirtækin. Reikna má með tveggja mánaða vinnu (um 300 klst.) en erfitt er fyrir Samgöngustofu að greina þetta.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Öll fimmtán CAMO fyrirtækin, hvort sem þau eru tengjast flugrekandaskírteini skv. reglugerð (ESB) nr. 1008/2008 eða ekki.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara o. sv. fr.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1383
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 228, 4.9.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023