Rammareglugerð um félagsmálatölfræði - ­32019R1700

Regulation (EU) 2019/1700 of the European Parliament and of the Council of 10 October 2019 establishing a common framework for European statistics relating to persons and households, based on data at individual level collected from samples, amending Regulations (EC) No 808/2004, (EC) No 452/2008 and (EC) No 1338/2008 of the European Parliament and of the Council, and repealing Regulation (EC) No 1177/2003 of the European Parliament and of the Council and Council Regulation (EC) No 577/9

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1700 frá 10. október 2019 um að setja sameiginlegan ramma fyrir evrópskar hagskýrslur um einstaklinga og heimili sem byggjast á gögnum um einstaklinga sem safnað er með úrtaksrannsóknum, um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 808/2004, (EB) nr. 452/2008 og (EB) nr. 1338/2008 og niðurfellingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1177/2003 og reglugerð ráðsins (EB) nr. 577/98
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 21 Hagskýrslugerð
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 224/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr.2019/1700 frá 10.október 2019 um rammareglugerð fyrir hagskýrslugerð um félagsmál. Í gerðinni er verkefnasvið félagsmálatölfræði innan samstarfsins skilgreint með tilliti til þeirra gagna og upplýsinga sem skal safna auk þess að skilgreina helstu gæðaviðmið sem gögnin þurfa að standast. Helstu áhrif eru meira samræmi við gerð félagsmálatölfræði, aukin gæði í félagsmálatölfræði auk þess sem þarna koma inn nýja áherslur sem svara kalli notenda. Gera má ráð fyrir að nokkurn kostnaður verði af heildarbreytingum vegna afleiddra framkvæmdargerða vegna nýrra rannsókna sem Hagstofa Íslands hefur ekki framkvæmt til samræmis við önnur ríki Evrópusamstarfsins.

Nánari efnisumfjöllun

Um er að ræða rammareglugerð fyrir hagskýrslugerð um félagsmál í evrópska hagskýrslusamstarfinu. Í henni er farið yfir öll verkefni félagsmálatölfræði (þar sem gögnum er safnað um einstaklinga eða heimili) innan samstarfsins þau skilgreind með tilliti til þeirra gagna og upplýsinga sem skal safna auk þess að skilgreina helstu gæðaviðmið sem gögnin þurfa að standast. Félagsmálatölfræði er ennfremur skipt upp í eftirfarandi svið þar sem úrtaksrannsóknir eru gerðar: Vinnumarkað, tekjur og lífskjör, heilsufar, menntun og þjálfun, notkun upplýsinga- og samskiptatækni, tímanotkun og neysla. Markmiðið er að samræma og straumlínulaga þessi verkefni undir nýju löggjöfinni. Mikilvægur þáttur í reglugerðinni snýr að gæðskýrlugerð en með innleiðingu reglugerðarinnar verður sú skýrslugerð samræmd yfir þau verkefni sem er að finna undir hatti félagsmálatölfræði, og ekki aðeins það, heldur verður samræming gæðaskýrslna byggð á SIMS staðlinum sem Hagstofa Íslands þekkir vel og hefur sjálf innleitt fyrir ýmis verkefni sín.  Fjöldi framkvæmareglugerða ákvarða nánar efnistök félagsmálatölfræðinnar og verða þær settar með stoð í þessari rammareglugerð. Helstu áhrifin eru meira samræmi við gerð félagsmálatölfræði í hagskýrslusamstarfinu auk áherslu á aukin gæði (samræmi og samanburðarhæfni, tímanleika, gildi), notkun annarra heimilda en úrtaksrannsókna (skráargögn, nýjar gagnalindir auk notkun nútímalegra aðferða í gagnasöfnun), aukin aðlögunarhæfni í hagskýrslugerð til að svara kröfum notenda og samræma lagaumhverfi félagsmálatölfræðinnar. Reglugerðin og þær breytingar sem hún mun leiðar til eru mikilvægt skipulags og samræmingarmál fyrir Hagstofu Íslands og gefur í fyrsta sinn mögulegt að gera langtímaáætlanir um félagsmálatölfræði sem byggir á úrtaksrannsóknum á einstaklingum og heimilum. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Uppfæra þarf reglugerð 777/2016 um gildistöku og innleiðingu tiltekinna gerða Evrópusambandsins á sviði hagskýrslugerðar.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Forsætisráðuneytið
Ábyrg stofnun Hagstofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1700
Samþykktardagur hjá ESB
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 551
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 24, 23.3.2023, p. 42
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 85, 23.3.2023, p. 43