32019R1747

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/1747 of 15 October 2019 amending Regulation (EU) No 1178/2011 as regards requirements for certain flight crew licences and certificates, rules on training organisations and competent authorities


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1747 frá 15. október 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 að því er varðar kröfur fyrir tiltekin vottorð og flugliðaskírteini, reglur um þjálfunarfyrirtæki og lögbær yfirvöld
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1178/2011 er kveðið á um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð vegna flugverja í almenningsflugi. Þannig er meðal annars kveðið á um þær kröfur sem gilda um útgáfu skírteina fyrir flugmenn ólíkra tegunda loftfara, svo og kröfur fyrir aðila sem sjá um þjálfun flugmanna. Með reglugerðinni er einkum verið að lagfæra villur og óskýr ákvæði reglugerðar nr. 1178/2011 skýrð betur, t.d. um mismunandi flokka flugkennara (FI,CRI, TRI). Óverulegur kostnaður SGS við innleiðingu.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1178/2011 er kveðið á um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð vegna flugverja í almenningsflugi. Þannig er meðal annars kveðið á um þær kröfur sem gilda um útgáfu skírteina fyrir flugmenn ólíkra tegunda loftfara, svo og kröfur fyrir aðila sem sjá um þjálfun flugmanna.
Með reglugerðinni er einkum verið að lagfæra villur og óskýr ákvæði reglugerðar nr. 1178/2011 skýrð betur, t.d. um mismunandi flokka flugkennara (FI,CRI, TRI)
Umsögn: helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Engar verulegar efnislegar breytingar verða. Fyrst og fremst er um að ræða leiðréttingar og úrbætur um tæknileg atriði. Ekki mikil áhrif á flugiðnaðinn.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Með reglugerðin er breytt reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 sem innleidd var með reglugerð nr. 180/2014. Hana er því rétt að innleiða með breytingum á reglugerð nr. 180/2014 með stoð í 31., 2. mgr. 32. gr., og 73. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs, ef einhver er: Óverulegur kostnaður SGS við innleiðingu.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð í 31., 2. mgr. 32. gr., og 73. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing færi fram með breytingum á reglugerð nr. 180/2014.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1747
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 268, 22.10.2019, p. 23
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023