32019R1842

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/1842 of 31 October 2019 laying down rules for the application of Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council as regards further arrangements for the adjustments to free allocation of emission allowances due to activity level changes

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1842 frá 31. október 2019 um reglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar frekari ráðstafanir til að aðlaga úthlutanir losunarheimilda án endurgjalds vegna breytinga á starfsemisstigi
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 167/2020
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framangreind reglugerð um breytingar í starfsemistigi (e. Activity Level Changes Regulation), sem hér er til greiningar, er sett á grundvelli 21. mgr. 10. gr. a í tilskipun 2003/87/EB, sem breytt var með tilskipun (ESB) 2018/410. Breytingin er tilkomin vegna innleiðingar á fjórða viðskiptatímabili viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (hér eftir nefnt ETS) sem hefst 1. janúar 2021 og stendur fram til loka ársins 2030. Reglugerð þessi á eingöngu við um rekstraraðila í staðbundnum iðnaði innan ETS.

Nánari efnisumfjöllun

Í 20. mgr. 10. gr. a í tilskipun 2003/87/EB kemur fram að úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda muni verða aðlöguð að breytingum í starfsemi þess rekstraraðila í staðbundnum iðnaði sem fellur undir ETS á fjórða tímabilinu, en reglur um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda eru útlistaðar í framseldri reglugerð (ESB) 2019/331 (hér eftir nefnd FAR). Miðað er við að marktæk breyting í starfsemistigi (e. Activity Level Change) eigi sér stað ef munur milli fljótandi meðaltals tveggja ára verður meiri eða minni en 15% m.v. sögulega virkni og mun þá úthlutunin breytast í samræmi við það. Markmið þessara reglna er að koma í veg fyrir ofgnótt losunarheimilda á opnum markaði á fjórða tímabili ETS.
Reglugerð þessi er sett til að koma í veg fyrir misnotkun á kerfinu fyrir úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda og óþarfa stjórnsýslubyrði og jafnframt til að tryggja að breytingar á úthlutun losunarheimilda verði framkvæmdar á skilvirkan og einsleitan hátt, án mismununar.
Til þess að innleiða aðlögun úthlutaðra losunarheimilda að breytingum í starfsemistigi, þar sem starfsstöðinni (e. installation) er skipt upp í undireiningar (e. sub-installations) í samræmi við 10. gr. FAR, eru breytingarnarnar bornar saman við sögulegt starfsemistig þar sem hver undireining er skoðuð fyrir sig. Reglugerð þessi setur fram sérstakar reglur fyrir skil á skýrslu um breytingar í starfsemistigi hverrar undireiningar fyrir sig, en þær reglur eru bæði fyrir rekstraraðila sem og lögbært yfirvald.
Þess er krafist af rekstraraðilum að þeir safni hágæða gögnum (e. high quality data) sem vottuð hafa verið af óháðum vottunaraðila svo hægt sé að aðlaga úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda að breytingum í starfsemistigi. Þau gögn sem rekstraraðilar safna í samræmi við ofangreindar reglur skulu endurspegla raunverulega starfsemi hverrar undireiningar fyrir sig.
Rekstraraðilar skulu vakta þau gögn sem skila á inn árlega í samræmi við þær kröfur um vöktun sem útlistaðar eru í 8. gr. FAR.
Til að ganga úr skugga um samræmi milli vottunar á losunarskýrslu og gagna um starfsemistig skal styðjast við sömu reglur um vottun og viðurkenningu og koma fram í 15. gr. tilskipunar 2003/87/EB.
Til þess að þróa frekara fyrirkomulag vegna aðlagana endurgjaldslausra losunarheimilda hjá undireiningum, þegar virknistig hefur aukist eða minnkað um meira en 15% miðað við sögulega virkni, skal meðalstarfsemistigið vera skilgreint sem meðaltal starfsemistigs þeirra tveggja ára sem starfsemi hefur verið í gangi í tvö heil almanaksár. Fyrsta árið þar sem meðalstarfsemistig er reiknað út skal vera skilgreint sem fyrsta ár hvers úthlutunartímabils. Ef samanburður sögulegs starfsemistigs og meðalstarfsemistigs sýnir fram á mun sem er yfir 15% skal endurgjaldslausa úthlutunin vera aðlöguð að nákvæmlega þeirri prósentustigsbreytingu. Ef áframhaldandi breyting í starfsemistigi á sér stað innan sama 5% bils, þar sem < 15% er viðmiðið, þá skal úthlutunin vera sú sama. Ef áframhaldandi breyting fer upp fyrir þetta 5% bil (s.s. 20-25%, 25-30% osfrv.) skal breytingin í því tilfelli vera aftur sú nákvæma prósentubreyting á meðalstarfsemistigi.
Til að koma í veg fyrir óþarfa stjórnsýslubyrði, er einungis farið í aðgerðir um aðlögun ef breyting í starfsemistigi samsvarar aukningu í fjölda úthlutaðra losunarheimilda sem nemur að minnsta kosti 100 heimildum.
Taka verður tillit til fleiri þátta en breytinga á starfsemistigi til þess að uppfylla kröfur 10. gr. a tilskipunar 2003/87/EB um að samræmdar ráðstafanir við úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda skuli stuðla að hvata til þess að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda sem og beita tækni til þess að auka orkunýtni. Þessir þættir eru m.a. úrbætur í orkunýtni, breytingar í magni varma, orkuskipti og orkuendurvinnsla úrgangsgasa.
Ekki skal úthluta endurgjaldslausum losunarheimildum á árinu eftir að rekstraraðilar hafa hætt starfsemi.

Þegar yfirferð skýrslna um starfsemistig er lokið hjá lögbæru yfirvaldi skv. 23. gr. FAR, skal það yfirvald senda allar viðeigandi upplýsingar til framkvæmdastjórnar ESB, þar á meðal lokatölu þeirra losunarheimilda sem úthluta á endurgjaldslaust m.t.t. viðeigandi rekstraraðila.

Eftirfarandi er nánari lýsing á efnisinnihaldi helstu greina reglugerðar þeirrar sem hér er til greiningar:

3. gr. Ákvæði um kröfur er varða skýrsluskil:
Í greininni er að finna nánari upplýsingar um skýrsluskil, m.a. vöktun losunar (skv. FAR), efni og innihald skýrslu ásamt tímafresti skila. Einnig koma fram upplýsingar til lögbærs yfirvalds um hvernig yfirfara eigi slíkar skýrslur sem og kröfur sem gerðar eru um vottun og viðurkenningu skýrslna.

4. gr. Meðaltal starfsemistigs:
Í greininni kemur fram að lögbært yfirvald skuli ákvarða árlega meðalstarfsemistig hverrar undireiningar og skal sú ákvörðun byggja á skýrslu um breytingu í starfsemistigi fyrir viðeigandi tveggja ára tímabil. Meðaltal starfsemistigs er einnig skilgreint fyrir nýja þátttakendur og nýjar undireiningar í ETS, en það skal ekki reiknað fyrir fyrstu þrjú ár í starfsemi.

5. gr. Aðlögun endurgjaldslausra losunarheimilda að breytingum á starfsemistigi:
Í greininni er farið ýtarlega yfir það hvernig skal staðið að útreikningum og úthlutunum er varða breytingar á starfsemistigi, sem nemur meira eða minna en 15% miðað við sögulegt starfsemistig, ásamt skilgreiningum þess efnis og aðgerðum ef að dregur úr aukningu eða hún hættir. Ekki skal fara í aðlaganir ef útreiknuð breyting á starfsemistigi nemur ekki 100 heimildum.

6. gr. Aðrar breytingar á starfsemi rekstraraðila:
Samkvæmt greininni skal taka tillit til fleiri þátta en breytinga í starfsemistigi til þess að uppfylla 10. gr. a tilskipunar 2003/87/EB. Í greininni kemur m.a. fram að ef breyting í starfsemistigi tengist ekki breytingum í framleiðslustigi heldur aukningu í orkunýtni skuli slíkt ekki leiða til aðlögunar á úthlutun endurgjaldslausra losunarheimildum. Farið er í frekari skilgreiningar á því hvernig orkunýtni er ákvörðuð með tilliti til undireininga ásamt því hvenær lögbært yfirvald getur hafnað aðlögunum á úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda.

Annað:
Innleiðing reglugerðar þessarar mun kalla á aukið vinnuálag hjá starfsmönnum Umhverfisstofnunar, sem hafa umsjón með að framfylgja framangreindum reglum. Samhliða þeim skýrsluskilum sem fylgja árlegri reglufylgni við ETS þarf að yfirfara skýrslu um breytingu í starfsemistigi árlega. Í kjölfarið þarf að endurreikna og þ.a.l. leiðrétta úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstaraðila miðað við raunverulegt starfsemistig hjá þeim sem þurfa skv. útreikningum, til að endurspegla betur stöðu fyrirtækja og atvinnugreina á hverjum tíma. Þar sem búist er við að álag við framangreind verkefni verði breytilegt frá ári til árs er ekki talin þörf á auknum mannafla/mannmánuðum eins og staðan er í dag og munu verkefnin því bætast við þau verkefni sem starfsmaður í iðnaðarhluta ETS hjá Umhverfisstofnun heldur utan um. Þó er vakin athygli á því að mögulega verður þörf á að endurskoða ofangreindan álagsþátt að nýju fyrir upphaf seinni hluta úthlutunartímabils innan ETS sem hefst 2026 og stendur til ársins 2030.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Að mati Umhverfisstofnunar felst nægileg lagaheimild í ákvæði 11. mgr. 10. gr. loftslagslaga nr. 70/2012 til setningu reglugerðar til innleiðingar á reglugerð þessari, svo að reglugerðin sem slík kallar ekki á lagabreytingu. Hins vegar er frumvarp í undirbúningi þar sem reglugerðarheimildinni verður væntanlega breytt, en gæta þarf þess að heimildin nái utan um þær breytingar sem felast í reglugerð þessari.

Setja þarf reglugerð til innleiðingar á reglugerð þessari um breytingar í starfsemistigi rekstraraðila í staðbundnum iðnaði.

Gæta þarf að því að lagaheimild verði til staðar fyrir kröfu um skil á skýrslu um breytingar í starfsemistigi. Að auki þarf að setja heimild í gjaldtökuákvæði laga um loftslagsmál nr. 70/2012 svo innheimta megi gjald fyrir yfirferð skýrslna um breytingar í starfsemistigi.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1842
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 282, 4.11.2019, p. 20
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 66, 14.9.2023, p. 33
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 227,14.9.2023, p. 33