32019R1868

Commission Delegated Regulation (EU) 2019/1868 of 28 August 2019 amending Regulation (EU) No 1031/2010 to align the auctioning of allowances with the EU ETS rules for the period 2021 to 2030 and with the classification of allowances as financial instruments pursuant to Directive 2014/65/EU of the European Parliament and of the Council

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1868 frá 28. ágúst 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr 1031/2010 til að aðlaga uppboð losunarheimilda að reglunum í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir fyrir tímabilið 2021 til 2030 og að flokkun losunarheimilda sem fjármálagerninga samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 023/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þann 28. ágúst 2019 samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins breytingar á reglugerð ESB um uppboð nr. 1031/2010 að því er varðar samræmingu uppboðs á losunarheimildum við reglur Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2021 til 2030 samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins.

Nánari efnisumfjöllun

Líklega er nægilegt að innleiða breytingarnar með því að breyta reglugerð nr. 525/2013 á þann veg að bæta við einum staflið í 1. gr., sjá neðar.

Helstu breytingar með reglugerð ESB nr. 2019/1868
1. Útreikningur á heildarmagni uppboðs
Eftirfarandi breytingar eru framkvæmdar í uppboðsreglugerðinni vegna breytinga á kvótatilskipuninni (tilskipun ESB nr. 2018/410):
Útreikningur á heildarmagni árlegs uppboðs tekur nú mið af þeim möguleika að draga úr uppboðsmagni um allt að 3 prósent af heildarupphæð losunarheimilda til að auka fjölda losunarheimilda sem hægt er að úthluta án endurgjalds (svokallaður „ókeypis úthlutunar biðminni“ e. free allocation buffer).
Heimilt verður að gera breytingar á árlegu magni uppboðs vegna:
• frjálsrar niðurfellingar loftslagskvóta við afnám raforkuframleiðslugetu (e. closure of electricity generation capacity),
• endurupptöku kvótaskyldu fyrir iðjuver sem losa minna en 2.500 tonn í árlegri losun af koltvísýringi,
• sveigjanleika milli valda landa (ETS og ekki ETS sviðs) til að nota kvóta frá ETS til að uppfylla losunarmarkmið sín samkvæmt dreifingarreglugerð ESB um sókn, sbr. 6. gr. reglugerðar (ESB) nr. 2018/842.
Innleiðing nýrra reglna um sölu loftslagskvóta fyrir Nýsköpunarsjóð og Nútímavæðingarsjóð.
Reglur um skýrslugjöf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þegar ríki fella sjálfviljugt niður fjölda uppboðskvóta sinna vegna lokunar raforkuframleiðslu.

2. Aðlögun að nýjum fjármálareglum
Í endurskoðaðri tilskipun 2014/65/EB, um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins, var skilgreining á fjármálagerningum rýmkuð til að taka til skyndiviðskipta með loftslagskvóta sem uppfylla kröfur kvótatilskipunarinnar (tilskipun ESB nr. 2018/410). Það að loftslagskvótar séu nú skilgreindir sem fjármálagerningur þýðir að reglugerð um markaðsmisnotkun nr. 596/2014 og reglugerð um markaði fyrir fjármálaþjónustu nr. 600/2014 eiga einnig við um loftslagskvóta.
Út frá þessu hefur verið þörf á að laga uppboðsskipunina að nýju reglugerðinni á þessu sviði, meðal annars með því að breyta ákvæðum um eftirlit með uppboðunum og tilheyrandi skýrslugerð til framkvæmdastjórnarinnar.

3. Minni háttar breytingar, einfaldanir og endurbætur á gildandi reglugerðum
Uppboðsferlið hefur hingað til gefist vel. Þess vegna hafa aðeins verið gerðar smávægilegar breytingar, lagfæringar og endurbætur á tillögunni miðað við gildandi reglur. Byggt verður á reynslunni af uppboði og hefur meðal annars verið lagt til að einfalda uppboðsferlið, auka samkeppni við uppboð og skýra reglur um niðurfellingu uppboða.

Tillaga að breytingu á reglugerð nr. 525/2013
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
x. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2019/1868 frá 28. ágúst 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010 að því er varðar samræmingu uppboðs á losunarheimildum við reglur Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2021 til 2030 samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. x frá dags. x. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2019/1868 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. x frá dags. x, bls. x, og verður hluti af reglugerð þessari.


Viðbrögð Norðmanna við reglugerðinni
Rettsakten er hjemlet i direktiv 2003/87/EF (klimakvotedirektivet) artikkel 3d(3), 10(4) og 10a(8). Rettsakten forventes gjennomført i norsk rett ved at det tas inn en henvisning i klimakvoteforskriften § 8-1.
Norðmenn brugðust við með því að gera breytingar í grein § 8-1 í reglum um loftslagskvóta og hyggjast gera breytingar á svipaðan hátt og við myndum gera í reglugerð nr. 525/2013. Sjá grein § 8-1:
EØS-avtalens vedlegg XX kapittel III nr. 21ala (forordning (EU) nr. 1031/2010 som endret ved forordning (EU) nr. 784/2012, forordning (EU) nr. 1042/2012, forordning (EU) nr. 1143/2013, forordning (EU) nr. 176/2014, forordning (EU) 2017/1902 og forordning (EU) 2019/7) om auksjonering av klimakvoter under direktiv 2003/87/EF, gjelder som forskrift med de tilpasninger som følger av vedlegg XX, protokoll 1 til avtalen og avtalen for øvrig.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerð nr. 525/2013. Lagastoð er að finna í lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál, með síðari breyt­ing­um
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1868
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 289, 8.11.2019, p. 9
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 42, 30.6.2022, p. 36
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 175, 30.6.2022, p. 39