32019R2144

Regulation (EU) 2019/2144 of the European Parliament and of the Council of 27 November 2019 on type-approval requirements for motor vehicles and their trailers, and systems, components and separate technical units intended for such vehicles, as regards their general safety and the protection of vehicle occupants and vulnerable road users, amending Regulation (EU) 2018/858 of the European Parliament and of the Council and repealing Regulations (EC) No 78/2009, (EC) No 79/2009 and (EC) No 661/2009 of the European Parliament and of the Council and Commission Regulations (EC) No 631/2009, (EU) No 406/2010, (EU) No 672/2010, (EU) No 1003/2010, (EU) No 1005/2010, (EU) No 1008/2010, (EU) No 1009/2010, (EU) No 19/2011, (EU) No 109/2011, (EU) No 458/2011, (EU) No 65/2012, (EU) No 130/2012, (EU) No 347/2012, (EU) No 351/2012, (EU) No 1230/2012 and (EU) 2015/166


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 frá 27. nóvember 2019 um gerðarviðurkenningarkröfur að því er varðar vélknúin ökutæki og eftirvagna þeirra, og kerfi, íhluti og aðskildar tæknieiningar sem ætlaðar eru í slík ökutæki, með tilliti til almenns öryggis þeirra og verndunar farþega í ökutækjum og óvarinna vegfarenda, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 78/2009, (EB) nr. 79/2009 og (EB) nr. 661/2009 og reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 631/2009, (ESB) nr. 406/2010, (ESB) nr. 672/2010, (ESB) nr. 1003/2010, (ESB) nr. 1005/2010, (ESB) nr. 1008/2010, (ESB) nr. 1009/2010, (ESB) nr. 19/2011, (ESB) nr. 109/2011, (ESB) nr. 458/2011, (ESB) nr. 65/2012, (ESB) nr. 130/2012, (ESB) nr. 347/2012, (ESB) nr. 351/2012, (ESB) nr. 1230/2012 og (ESB) 2015/166
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 055/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið að breyta reglugerð ESB 2018/858 um gerðarviðurkenningarferli ESB. Markmiðið er að gera kröfur um gerðarviðurkenningar skýrari. Reglugerðin mun taka við af reglugerðum EB nr. 78/2009, 79/2009 og 661/2009. Það ferli sem þarf að fylgja við gerðarviðurkenningar er nú samræmt, þ.e. það er gert eins milli ökutækisflokka sem og innan þeirra. Þróun í umferðaröryggi hefur verið mikil undanfarna áratugi. Það hefur leitt til fækkunar alvarlegra slysa og banaslysa. Þrátt fyrir það er tíðni slysa of há. Því þarf að leggja meiri þunga í að koma í veg fyrir slys. Því þarf að bæta öryggi ökutækja. Breytingar sem þessi reglugerð hefur í för með sér snýr að framleiðendum. Ekki er starfandi framleiðandi ökutækis á Íslandi og því hefur gerðin ekki áhrif í dag á Íslandi. Kostnaður er óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Verið að breyta reglugerð ESB 2018/858 um gerðarviðurkenningarferli ESB. Markmiðið er að gera kröfur um gerðarviðurkenningar skýrari. Reglugerðin mun taka við af reglugerðum EB nr. 78/2009, 79/2009 og 661/2009. Það ferli sem þarf að fylgja við gerðarviðurkenningar er nú samræmt, þ.e. það er gert eins milli ökutækisflokka sem og innan þeirra.
Aðdragandi: Þróun í umferðaröryggi hefur verið mikil undanfarna áratugi. Það hefur leitt til fækkunar alvarlegra slysa og banaslysa. Þrátt fyrir það er tíðni slysa of há. Því þarf að leggja meiri þunga í að koma í veg fyrir slys. Því þarf að bæta öryggi ökutækja. Það verkefni er hluti af samþættri umferðaröryggisnálgun Evrópusambandsins sem miðar að því að vernda óvarða vegfarendur.
Efnisúrdráttur: Ákvæði um gerðarviðurkenningu eru til þess ætluð að tryggja að afköst vélknúinna ökutækja séu sífellt endurmetin. Tæknikröfur í þessari reglugerð eru miðaðar við gangandi og hjólandi vegfarendur þar sem þeir vegfarendur eru þeir einu sem eru mælanlegur markhópur.
Tæknikröfur þær sem gerðar eru í þessari reglugerð ætti síðan að aðlaga frekar að tækniframförum á grundvelli mats og endurskoðunar. Þannig ætti að ná til allra vegfarenda sem ferðast án þeirrar verndar sem felst í yfirbyggingu vélknúinna ökutækja svo sem hlaupahjól, jafnvægisökutæki og hjólastólar.
Háþróað neyðarhemlunarkerfi, skynvæddur hraðastillir, neyðar-akreinakerfi, kerfi til að taka á syfju og athygli ökumanns og fleiri kerfi eru öryggiskerfi sem hafa mikla möguleika á að fækka slysum töluvert. Öll slík öryggiskerfi ættu að virka án notkunar á hvers kyns líffræðilegri aðgangsstýringu ökumanna eða farþega, þar með talið andlitsauðkenningu. Vegna þessa þarf að koma á samræmdum reglum og prófunaraðferðum fyrir gerðarviðurkenningu ökutækja, þ.m.t. þessara kerfa sérstaklega. Taka ber tillit til tækniframfara þessara kerfa hverju sinni. Sérstaka áherslu á engu að síður að leggja á að fylgja meginreglum um persónuvernd og gagnavernd. Markmiðið er að draga úr eða útrýma slysum og meiðslum á vegum. Þá er einnig nauðsynlegt að tryggja það að hægt sé að nota þessi kerfi á öruggan hátt á meðan ökutækið er í notkun, þ.e. allan endingartíma ökutækisins.
Þá er nauðsynlegt að bílar séu búnir kerfi sem safnar og geymir nauðsynleg nafnlaus gögn um ökutækið. Kerfið þarf að fylgja kröfum um víðfeðmi gagna, nákvæmni, upplausn, söfnun, geymslu og endurheimt yfir stuttan tíma fyrir, á meðan og strax eftir árekstur. Þetta er mikilvægt skref til að afla nákvæmari og ítarlegri gagna um slys. Gera ætti að skyldu að öll ökutæki verði búin slíku kerfi.
Reglugerð ESB nr. 661/2009 tók ekki til sendibifreiða, stærri fólksbifreiða (jeppa (SUV)) og fjölnota bifreiða (MPV) í efnum eins og öryggiskröfum vegna sætishæðar og þyngdar eiginleika (þyngri ökutæki). Vegna þess að slík ökutæki eru orðin algengari, markaðshlutdeild hefur aukist úr 3% árið 1996 í 14% árið 2016, sem og vegna tækniþróunar í öryggis þáttum sem lúta að hegðun ökutækis eftir árekstur, eru þessar undanþágur úreltar og óréttmætar. Vegna þessa ber að fjarlægja þessar undanþágur frá öryggiskröfum sem gerðar hafa verið til þessara tegunda ökutækja.
Til að auka skýrleika og til einföldunar mun þessi reglugerð taka við af reglugerðum EB nr. 78/2009, 79/2009 og 661/2009.
Ökumenn geta ekki séð allt umhverfi bifreiða sem þeir aka á meðan á akstri stendur, hvorki með berum augum né með aðstoð spegla. Þeir hlutar umhverfisins sem ökumaður getur ekki séð eru nefndir blindur punktur. Þegar litið er til aksturs stærri ökutækja er ljóst að blindi punkturinn veldur mörgum slysum á óvörðum vegfarendum. Fjöldi slysa ætti að minnka töluvert með bættri sýn ökumanns. Þess vegna ætti að gera kröfu um betri yfirsýn ökumanns til að auka sýnileika gangandi, hjólandi og annarra óvarðra vegfarenda.
Um 90% slysa má rekja til mannlegra mistaka og því ættu sjálfvirkir bílar að verða til þess að draga úr í fjölda slysa.
Verið að impra á mikilvægi þess að þróa tæknikröfur fyrir m.a. dekkjahljóð, mótstöðu og grip í bleytu.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Breytingar sem þessi reglugerð hefur í för með sér snýr að framleiðendum. Gerðin hefur þýðingu fyrir framleiðendur ökutækja. Ekki er starfandi framleiðandi ökutækis á Íslandi og því hefur gerðin ekki áhrif í dag á Íslandi.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Óverulegur
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R2144
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 325, 16.12.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 286
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 45, 7.7.2022, p. 15
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 7.7.2022, p. 27