32019R2243

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/2243 of 17 Decembre 2019 establishing a template for the contract summary to be used by providers of publicly available electronic communications services pursuant to Directive (EU) 2018/1972 of the European Parliament and of the Council

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2243 frá 17. desember 2019 um að gera sniðmát fyrir samningsyfirlit til nota fyrir veitendur rafrænnar fjarskiptaþjónustu, sem er aðgengileg öllum, samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 276/2021
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2243 er hluti af nýju fjarskiptaregluverki ESB; undirgerð Kóðans svonefnda þ.e. tilskipunar (ESB) 2018/1972. Hún tekur gildi þann 21. desember 2020, líkt og móðurgerðin (Kóðinn), í aðildarríkjum ESB. Með 102. gr. Kóðans er þeim sem veita fjarskiptaþjónustu gert að veita öllum neytendum gagnorða og auðlæsilega samantekt á meginefni samnings á stöðluðu formi, áður en þeir eru bundnir af samningi eða tilboði um þjónustu, og auðvelda þar með samanburð milli ólíkra þjónustuveitenda. Tilgangur framkvæmdareglugerðar (ESB) 2019/2243 er að útfæra nánar hvernig samantekt yfir meginefni samnings skal úr garði gerð (stöðluð framsetning). Ekki er gert ráð fyrir að sérstakur kostnaður fylgi upptöku og innleiðingu þessarar tilteknu undirgerðar Kóðans í landsrétt.

Nánari efnisumfjöllun

Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2243 er hluti af nýju fjarskiptaregluverki ESB; undirgerð Kóðans svonefnda þ.e. tilskipunar (ESB) 2018/1972 um setningu evrópskra reglna um fjarskipti (e. European Electronic Communications Code Directive, EECC-tilskipunin eða Kóðinn). Líkt og móðurgerðin (Kóðinn), á framkvæmdareglugerðin að taka gildi þann 21. desember 2020 í aðildarríkjum ESB.
Með 102. gr. Kóðans er þeim sem veita fjarskiptaþjónustu gert að veita öllum neytendum gagnorða og auðlæsilega samantekt á meginefni samnings áður en þeir eru bundnir af samningi eða tilboði um þjónustu. Þá segir í 3. mgr. 102. gr. að í samantekt yfir meginefni samnings um fjarskiptaþjónustu skuli að minnsta kosti tilgreina ákveðnar upplýsingar sem taldir upp í stafliðum (a-f) ákvæðisins.
Tilgangur Evrópusambandsins með framkvæmdareglugerðinni er að útfæra kröfur um framsetningu samantektar yfir meginefni samnings. Í viðaukum A og B með framkvæmdareglugerðinni er að finna sniðmát samantektar á meginefni samnings og leiðbeiningar um hvaða upplýsingar eigi að koma þar fram (þ.e. krafa um staðlaða framsetningu).
Hvorki 102. gr. Kóðans né framkvæmdareglugerð (ESB) 2019/2243 fela í sér eðlisbreytingar á þeim upplýsingakröfum sem nú þegar eru gerðar til fjarskiptafyrirtækja um hvað skal koma fram í samningum þeirra við neytendur. Krafa um staðlaða framsetningu er hins vegar nýmæli. Samantekt yfir meginefni samnings á að auðvelda neytendum að bera saman þjónustu/tilboð ólíkra fjarskiptafyrirtækja, enn ítarlegri upplýsingar og viðskiptaskilmálar um fjarskiptaþjónustu eiga svo að vera neytendum aðgengilegir í öðrum skjölum.
Fyrirhuguð er framlagning frumvarps til nýrra heildarlaga um fjarskipti (endurflutningur), til innleiðingar á endurnýjuðu samevrópsku regluverki og er í 69. gr. þess kveðið á um upplýsingakröfur vegna samninga, í samræmi við og til innleiðingar á ákvæði102. gr. Kóðans. Vísast til frumvarps til laga um fjarskipti (þskj. 1354 – 775. mál á 150. lögþ.), sem endurflutt verður á nýju þingi haustið 2020 (151. lögþ.), óbreytt hvað þetta varðar. Í 69. gr. er gert ráð fyrir að ráðherra skuli í reglugerð kveða nánar á um upplýsingakröfur vegna samninga, meðal annars um megineinkenni þjónustu og um sniðmát samantektar yfir meginefni samnings. Enn fremur segir í ákvæðinu að í reglugerð megi kveða nánar á um hvernig upplýsingum skal miðlað svo að uppfylli kröfur um veitingu á skýran og sannanlegan hátt.
Ekki er gert ráð fyrir að sérstakur kostnaður fylgi upptöku og innleiðingu þessarar tilteknu undirgerðar Kóðans í landsrétt, en markaðsaðilar munu þurfa að uppfæra samningsform sín. Hún felur í sér nánari útfærslu 102. gr. Kóðans, sbr. 69. gr. fyrirhugaðs frumvarps (endurflutt). Lagastoð verður því að finna í nýjum lögum um fjarskipti, verði frumvarpið samþykkt; innleiðing fyrirsjáanlega með tilvísunaraðferð í nýrri reglugerð.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ekki er lagastoð í gildandi lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, en fyrirhuguð framlagning frumvarps til nýrra heildarlaga um fjarskipti (endurflutningur) sem gerir ráð fyrir að þessi gerð verði innleidd með tilvísunaraðferð í nýrri reglugerð.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Póst- og fjarskiptastofnun

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R2243
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 336, 30.12.2019, p. 274
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegur fyrirvari skv. 103. grein (Noregur) Norway

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 17, 22.2.2024, p. 96
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/478, 22.2.2024