32020D0728

Commission Implementing Decision (EU) 2020/728 of 29 May 2020 on the approval of the efficient generator function used in 12 volt motor-generators for use in certain passenger cars and light commercial vehicles as an innovative technology pursuant to Regulation (EU) 2019/631 of the European Parliament and of the Council
Verði gerð tekin upp í EES-samninginn birtist hún hér á íslensku eftir birtingu í EES-viðbæti
Finna má upplýsingar um stöðu gerðar neðar

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð merkt EES-tæk en EFTA-ríkin innan EES telja að eigi ekki að taka upp í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að leyfa notkun nýrrar tækni skilvirkrar rafalsvirkni sem notuð er í 12 volta mótor-rafölum í ákveðnum farþegaökutækjum og léttum atvinnuökutækjum í samræmi við reglugerð (ESB) 2019/631.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Leyfa notkun nýrrar tækni skilvirkrar rafalsvirkni sem notuð er í 12 volta mótor-rafölum í ákveðnum farþegaökutækjum og léttum atvinnuökutækjum í samræmi við reglugerð (ESB) 2019/631.
Aðdragandi: Þann 20. september 2019 báðu nokkrir bifreiða framleiðendur um breytingu á ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/785 skv. 12. gr. a. reglugerðar (ESB) 725/2011 til að framlengja gildistíma nýrrar tækni í ákveðnum tvinn-bifreiðum, þ.e. NOVC-HEV bifreiðum í flokki M1 og farþegaökutækjum sem geta gengið á ákveðnum öðrum orkugjöfum.
Þann 1. október 2019 sendu nokkrir bifreiða framleiðendur inn sameiginlega umsókn skv. 11. gr. reglugerðar (ESB) 2019/631. Þar óskuðu þeir eftir því að ný tækni yrði samþykkt. Tæknin sem um ræðir er svokölluð skilvirk rafalsvirkni í 12 volta mótor-rafölum í ákveðnum farþegaökutækjum, þar með talið í ákveðnum tvinnbifreiðum, þ.e. NOVC-HEV og léttum atvinnuökutækjum sem geta gengið á ákveðnum öðrum orkugjöfum.
Efnisútdráttur: 12 volta mótor rafall getur annað hvort virkað sem rafmagnsmótor sem breytir raforku í vélarorku eða sem rafall/gjafi (generator) sem umbreytir vélarorku í raforku á sambærilegan hátt og riðstraumsrafall. Sú tækni sem um ræðir í breytingartillögunni er skilgreind sem skilvirk rafalsvirkni fyrir 12 volta mótor-rafalinn.
Þar sem breytingartillagan og umsóknin eiga við sömu nýju tækni og þar sem sömu skilyrði eiga við í þeim ökutækjaflokkum sem tillagan og umsóknin eiga við er við hæfi að gera bæði tillögunni sem og umsókninni skil í einni ákvörðun.
Breytingartillagan og umsóknin hafa verið metnar í samræmi við 11. gr. reglugerðar (ESB) 2019/631, reglugerð (ESB) 725/2011 og (ESB) 427/2014 sem og í samræmi við tæknilegar leiðbeiningar vegna undirbúnings fyrir umsókn um samþykki á nýrri tækni í samræmi við 443/2009. Bæði beiðnin um breytingu og umsóknin fullnægja formkröfum skv. grein 11(3) í reglugerð (ESB) 2019/631 og meðfylgjandi var skýrsla óháðs, viðurkennds aðila.
Þessi tækni hefur nú þegar verið samþykkt til notkunar í farþegaökutækjum með hefðbundnu brunahreyflum með ákvörðun (ESB) 2017/785 sem ný tækni sem er til þess gerð að minnka losun CO2 á hátt sem nær eingöngu að hluta til undir þær aðgerðir til losunar sem fjallað er um í nýja evrópsku aksturslotunni (e. NEDC) sem finna má í reglugerð (EB) 692/2008. Mat á þessu sýnir að þessi umhverfisvæna nýja tækni getur minnkað losun CO2 undir sömu kringumstæðum fyrir aðra flokka ökutækja. Vegna þessa ætti þessi nýja tækni einnig að vera leyfð fyrir N1 ökutæki sem eru með brunahreyflum, NOVC-HEV M1 og N1 sem og fyrir M1 og N1 ökutæki sem eru með ákveðna aðra orkugjafa.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Skilvirk rafalsvirkni sem notuð er í 12 volta mótor- rafal sem fjallað er um í ákvörðun (ESB) 2017/785 er samþykkt sem ný tækni innan gildissviðs 11. gr. reglugerðar (ESB) 2019/631 að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Gerðin hefur þýðingu fyrir framleiðendur ökutækja. Ekki er starfandi framleiðandi ökutækis á Íslandi og því hefur gerðin ekki áhrif í dag hér á landi.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: a-liður 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 69. gr. umferðalaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D0728
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 170, 2.6.2020, p. 21
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar