Ákvörðun nr. H9 um framlengingu á frestum til að leggja fram kröfur og greiða endurkröfur - 32020D0807(01)

Administrative Commission for the Coordination of Social Security Systems Decision No H9 of 17 June 2020 regarding the postponement of deadlines mentioned in Articles 67 and 70 of Regulation (EC) No 987/2009 of the European Parliament and of the Council as well as in Decision No S9 due to the COVID-19 Pandemic


iceland-flag
Framkvæmdaráð um samræmingu almannatryggingakerfa Ákvörðun nr. H9 frá 17. júní 2020 varðandi framlengingu fresta sem um getur í 67. og 70. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 og í ákvörðun nr. S9 vegna COVID-19 heimsfaraldursins
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn en er ekki lengur í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 06 Almannatryggingar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 168/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu Nei

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun nr. H9 frá 17. júní 2020 um framlengingu þess frests sem tilgreindur er í 67. og 70. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 987/2009 sem og í ákvörðun nr. S9 vegna COVID-19 farsóttarinnar.

Nánari efnisumfjöllun

Í 67. og 70. gr. reglugerðar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 (framkvæmdareglugerðin) er kveðið á um tiltekna fresti til að leggja fram kröfur og greiða endukröfur milli ríkjanna vegna heilbrigðisþjónustu og vegna atvinnuleysisbóta sbr. einnig 35. og 65. gr. 8. mgr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 (grunnreglugerðin)

Skv. 35. gr. grunnreglugerðarinnar skal endurgreiða að fullu þá aðstoð sem stofnun í einu aðildarríki veitir samkvæmt þessum kafla fyrir hönd stofnunar í öðru aðildarríki.
Skv. 65. gr. grunnreglugerðarinnar skal þar til bær stofnun endurgreiða bætur sem stofnun á búsetustað hefur greitt.
COVID-19 farsóttin hefur hindrað eðlilega verkferla í stofnunum aðildarríkjanna að verulegu leiti og við þær sérstöku aðstæður hefur venjuleg framkvæmd kröfuferla og endurgreiðslna ekki verið framkvæmanleg.

Með vísan til þess tók framkvæmdaráðið þá ákvörðun að framlengja alla fresti vegna framlagningar og uppgjörs á kröfum sem vísað er til í 67. og70. gr. framkvæmdareglugerðarinnar sem og í ákvörðun nr. S9 á tímabilinu 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 um sex mánuði.

Þar sem að þróun mála var talin ófyrirséð var tekið fram að áfram verði fylgst með stöðunni og reynist það nauðsynlegt geti komið til þess að ákvörðuninni verði breytt. Það hefur þegar gerst þar sem að frestirnir voru framlengdir á ný með ákvörðunum framkvæmdaráðsins nr. H11 og nr. S11 frá 9. desember 2020 (óbirtar).

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Heilbrigðisráðuneytið
Ábyrg stofnun Sjúkratryggingar Íslands
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Vinnumálastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D0807(01)
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 259, 7.8.2020, p. 9
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 10, 1.2.2024, p. 11
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/189, 1.2.2024