32020D1071

Commission Delegated Decision (EU) 2020/1071 of 18 May 2020 amending Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council, as regards the exclusion of incoming flights from Switzerland from the EU emissions trading system


iceland-flag
Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1071 frá 18. maí 2020 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar að útiloka flug, sem kemur frá Sviss, frá viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 220/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (hér eftir nefnt ETS- kerfið) nær yfir flug frá flugvöllum innan EES og flug til og frá þriðju ríkja sem falla undir 25. gr. a í tilskipun 2003/87/EB. Þau flug sem eru undanskilin starfseminni eru talin upp í II. viðauka við tilskipunina, og samkvæmt síðari breytingum á tilskipuninni eru flug til og frá þriðju ríkjum undanskilin kerfinu til loka árs 2023, nema þar sem krækjusamningur er til staðar (e. Linking Agreement).

Nánari efnisumfjöllun

Tilskipun 87/2003/EB gildir óháð þjóðerni flugrekandans, og nær í meginatriðum yfir flug til og frá flugvöllum sem staðsettir eru á yfirráðasvæði aðildarríkis og á að tryggja nauðsynlega jafna meðferð flugrekenda. ESB og Sviss náðu samkomulagi um að tengja viðskiptakerfi sín á á 21. ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í desember 2015 og var samningurinn undirritaður 23. nóvember 2014 (hér eftir nefndur krækjusamningurinn). Krækjusamningurinn fjallar um jafna meðferð á flugrekendum á leiðum, þar sem flug frá EES til Sviss eru á ábyrgð ESB og flug frá Sviss til EES- ríkja eru á ábyrgð Sviss.

Viðbótarlosun koltvísýrings (CO2) frá flugi sem falla undir þessar flugleiðir hafa upphaflega verið talin nema um 3,2 milljónum tonna, sem skiptist jafnt á milli komuflugs og brottfararflugs. Þetta þýðir að 1,6 milljónir tonna CO2 frá flugi frá EES til Sviss munu auka úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda um 2,2% á ári frá árinu 2021, auk þess sem 100.000 heimildum verður bætt við uppboð með losunarheimildir.

Aukning endurgjaldslausra losunarheimilda og viðeigandi aukning losunarheimilda sem boðnar verða upp eru í samræmi við reglugerð (ESB) 2017/2392. Í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/638/ESB um viðmið fyrir frjálsa úthlutun til flugrekenda var gert ráð fyrir breytingum á úthlutunum þar sem gerðir yrðu samningar samkvæmt 25. gr. a í tilskipun 2003/87/EB.

Í B hluta viðauka I við krækjusamninginn kemur fram að koma eigi á fót svokölluðu einnar stöðvar stoppi (e. one stop shop) fyrir flugrekendur. Þetta þýðir að flugrekendur sem eru með nánari tengsl við Sviss eigi að vera undir stjórn Sviss í báðum kerfum, og flugrekendur með nánari tengsl við EES- ríki verði áfram stjórnað af núverandi umsjónarríki. Þessir aðilar munu því tilkynna um losun sína undir báðum kerfunum, og gera upp losunarheimildir á einum stað. Samkvæmt krækjusamningnum er hvor aðili um sig ábyrgur fyrir því að framfylgja sínu eigin viðskiptakerfi og landfræðilegu umfangi.

Með þeirri reglugerð sem hér er til greiningar er viðauka I við tilskipun 2003/87/EB breytt til að breyta gildissviðinu varðandi flug frá Sviss til EES- ríkja, þar sem flug frá Sviss eru undanskilin ETS-kerfinu. Einnar stöðvar stopp er hugsað sem þægindi í stjórnsýslu fyrir þá flugrekendur sem eru með nánari tengsl við Sviss og öfugt. Ef að kæmi til þvingunaraðgerða myndi lögbært stjórnvald þess ríkis sem flugrekandi heyrir undir sjá um beitingu þeirra, hvort sem það er Sviss eða EES- ríki.

Ef að til þess kæmi að krækjusamningnum yrði frestað eða sagt upp er hver flugrekandi ábyrgur fyrir því að vera í reglufylgni með því að gera upp þær losunarheimildir sem honum hefur verið úthlutað auk þess að kaupa heimildir á markaði ef þess þarf. ESB ber hins vegar ábyrgð á því að úthluta endurgjaldslausum losunarheimildum til flugrekenda sem eru í umsjá Sviss. Þetta er lagt fram í 71. gr. reglugerðar (ESB) um skráningarkerfi nr. 389/2013 þar sem fjallað er um innleiðingu krækjusamninga þar sem miðlægi stjórnandinn ber ábyrgð á því að stofna reikninga og sjá um millifærslur vegna þessara samninga, og 56. gr. sömu reglugerðar sem fjallar um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda í krækjusamningum.

Þrátt fyrir að sú reglugerð sem hér er til greiningar undanskilji allt komandi flug frá flugvöllum sem staðsettir eru í Sviss til EES- svæðisins frá og með 2020, þýðir það ekki að slíku flugi verði ekki stjórnað, sbr. þær breytingar sem gerðar voru á ETS-kerfinu vegna innleiðingar CORSIA kerfisins. Í skýrslu sem verður kynnt fyrir Evrópuþinginu og ráðinu skv. 28. gr. b í tilskipun 2003/87/EB verður flug milli ESB og landa með tengd viðskiptakerfi skoðað nánar.

Áhrif á íslenska flugrekendur:
Íslenskir flugrekendur munu hér eftir þurfa að tilkynna og standa skil á losun sinni á flugi frá EES-svæðinu til Sviss, og öfugt, eins og aðra losun innan ETS-kerfisins. Breytingin hefur ekki áhrif á úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til íslenskra flugrekenda eins og er, þar sem miðað var við árið 2010 við útreikning úthlutunar og enginn íslenskur flugrekandi sem er þátttakandi í ETS-kerfinu flaug til Sviss það ár.

Breyting:
Dálkinum sem fjallar um flug í viðauka I í tilskipun 2003/87/EB er breytt með þeim hætti að lið (l) er bætt við, þannig að flug frá flugvöllum staðsettum í Sviss til flugvalla innan EES eru undanskilin ETS-kerfinu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf II. viðauka í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 og innleiða þarf ákvörðunina með tilvísunaraðferð.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D1071
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 234, 21.7.2020, p. 16
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2020)3107
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 8.2.2024, p. 56
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/280, 8.2.2024