32020D1168

Commission Implementing Decision (EU) 2020/1168 of 6 August 2020 amending Implementing Decision (EU) 2016/587 as regards efficient vehicle exterior lighting using light emitting diodes in passenger cars capable of running on certain alternative fuels

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn en er ekki lengur í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 079/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu Nei

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Breyta á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/587. Með ákvörðuninni er tekin afstaða til þess hvort tiltekin tækni uppfylli skilyrði til að teljast tækni sem sé til þess fallin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Breytingin er þannig að ný tækni sem uppfyllir þessi skilyrði og er notuð í nýtnum ytri ljósabúnaði ökutækja með ljósdíóðum nái einnig yfir fólksbifreiðar sem geta gengið á ákveðnum öðrum orkugjöfum. Sem dæmi um slíka orkugjafa má nefna fljótandi gas, liquefied petroleum gas, LPG, þjappað náttúrulegt gas, compressed natural gas, CNG og etanól (E85). Lítil áhrif hér á landi. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Breyta á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/587. Með ákvörðuninni er tekin afstaða til þess hvort tiltekin tækni uppfylli skilyrði til að teljast tækni sem sé til þess fallin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Breytingin er þannig að ný tækni sem uppfyllir þessi skilyrði og er notuð í nýtnum ytri ljósabúnaði ökutækja með ljósdíóðum nái einnig yfir fólksbifreiðar sem geta gengið á ákveðnum öðrum orkugjöfum.
Aðdragandi: Þann 19. nóvember 2019 báðu nokkrir bílaframleiðendur um breytingu á ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/587, skv. Heimild í 12. gr. a. reglugerðar nr. 725/2011. Tilgangurinn var að ný tækni sem notuð er í nýtnum ytri ljósabúnaði ökutækja með ljósdíóðum og er viðurkennd sem nýsköpun sem er til þess fallin til að draga úr losun koltvísýrings frá fólksbifreiðum hljóti sömu viðurkenningu í fólksbifreiðum sem geta gengið á ákveðnum öðrum orkugjöfum.
Umsækjendurnir óskuðu sérstaklega eftir því að ákvörðun (ESB) 2016/587 myndi ná yfir nýtinn ytri ljósabúnað ökutækja með ljósdíóðum í fólksbifreiðum sem geta gengið fyrir fljótandi gasi, liquefied petroleum gas, LPG, þjöppuðu náttúrulegu gasi, compressed natural gas, CNG og etanóli (E85). Aðferð við prófanir yrði aðlöguð í samræmi við það.
Efnisútdráttur: Framkvæmdastjórnin mat beiðnina í samræmi við 11. gr. reglugerðar (ESB) 2019/631, reglugerð (ESB) nr. 725/2011 sem og í samræmi við tæknilegar leiðbeiningar fyrir undirbúning að umsókn um samþykki á nýrri tækni í samræmi við reglugerð (EB) nr. 443/2009 og í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 520/2011. Framkvæmdastjórninni taldi beiðnina réttlætanlega vegna aukningar á notkun á LPG og CNG í nýjum fólksbifreiðum og því í lagi að skýra að koltvísýringslosun frá notkun nýrrar tækni sem notuð er í nýtnum ytri ljósabúnaði ökutækja með ljósdíóðum í ökutækjum sem ganga fyrir slíkri orku væri tekið inn í sparnað á koltvísýringslosun vegna nýsköpunartækni.
Prófunartæknin í viðauka við ákvörðun (ESB) 2016/587 er metin viðeigandi til að ákvarða sparnað á koltvísýringslosun vegna LED ljósa í fólksbifreiðum með LPG og CNG sem orkugjafa.
Þar sem mjög lítið er til af E85 á markaðnum er ekki viðeigandi að aðgreina það eldsneyti frá bensíni til að ákvarða koltvísýringssparnað.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur þýðingu fyrir framleiðendur ökutækja. Ekki er starfandi framleiðandi ökutækis á Íslandi og því hefur gerðin ekki áhrif í dag hér á landi. Gera þarf breytingu á ökutækjaskrá til þess að hægt sé að skrá umræddan CO2 sparnað ásamt því að geta tekið saman upplýsingar þessu tengdu úr ökutækjaskránni til gagnaöflunar fyrir ESB.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: a-liður 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleiðing með breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Bílaumboð og bílainnflytjendur.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er í a-lið 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleiðing með breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D1168
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 258, 7.8.2020, p. 27
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 11.1.2024, p. 131
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/76, 11.1.2024