32020D1222

Commission Implementing Decision (EU) 2020/1222 of 24 August 2020 on the approval of efficient vehicle exterior lighting using light emitting diodes as an innovative technology for reducing CO2 emissions from internal combustion engine powered light commercial vehicles with regard to NEDC conditions pursuant to Regulation (EU) 2019/631 of the European Parliament and of the Council

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn en er ekki lengur í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 185/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu Nei

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að viðurkenna orkusparandi ljósdíóður til CO2 lækkunar með því að taka tillit til þeirra í CO2 mælingum í nýju evrópsku aksturslotunni (NEDC). Engin áhrif, óverulegur kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Að viðurkenna orkusparandi ljósdíóður til CO2 lækkunar með því að taka tillit til þeirra í CO2 mælingum í nýju evrópsku aksturslotunni (NEDC).
Aðdragandi: Þann 19. desember 2019 sendu nokkrir framleiðendur inn sameiginlega umsókn um samþykki á notkun skilvirkum LED ljósum sem nýsköpunartækni til að minnka koltvísýringslosun brunahreyfla í léttum atvinnuökutækjum sem ganga fyrir bensíni, dísel og ákveðnu öðru eldsneyti. Umsóknin var byggð á heimildum í 11. gr. reglugerðar 2019/631/ESB.
Efnisútdráttur: Búið er að meta umsóknina í samræmi við 11. gr. reglugerðar 2019/631/ESB, reglugerð 427/2014/ESB og í samræmi við tæknilegar leiðbeiningar vegna undirbúnings fyrir umsókn um samþykki á nýsköpunartækni í samræmi við reglugerð nr. 443/2009/EB. Umsókninni fylgdu einnig sannprófunarskýrsla óháðs aðila með umsóknunum í samræmi við 3. mgr. 11. gr. reglugerðar (ESB) nr. 2019/631.
Umsóknin er um að metinn sé koltvísýringssparnaður sem er ekki finnst með þeim aðferðum sem heimilar eru í samræmi við NEDC eins og sú aðferð er skilgreind í reglugerð (ESB) nr. 692/2008.
Notkun LED ljósa til að auka skilvirka notkun ljósa utan á ökutæki á rafmagni hefur verið samþykkt sem nýsköpunartækni fyrir ákveðin ökutæki. Það var gert með ákvörðunum 2014/128/ESB, 2015/206/ESB, 2016/160/ESB og 2016/587/ESB. Með ákvörðununum var tæknin samþykkt sem nýsköpun sem er til þess fallin að minnka losun koltvísýrings en jafnframt þess getið að sá sparnaður finnist ekki með NEDC prófinu.
Byggt á fyrri reynslu um mat á fyrri umsóknum hefur það sýnt sig að þessi notkun á LED á þessa vegu fellur undir 11. gr. og leiðir til minni koltvísýringslosun.
Þessi umsókn er einnig um nýja tegund af nýsköpunartækni sem ekki hefur verið fjallað um áður í fyrri ákvörðunum. Með öðrum orðum að nota ljósdíóður í beygjuljós, hreyfanleg aðalljós, breiddarljós og hliðarljós. Þar sem ekki er kveikt á þessum ljósum í prófunum undir NEDC prófinu er viðeigandi að samþykkja notkun LED ljósa í þessum ljósum. Í umsókninni er lögð til prófunartækni til að ákvarða koltvísýringssparnað við notkun LED ljósa í framangreindum tilgangi í léttum atvinnuökutækjum sem eru með brunahreyfil og geta gengið á bensíni, dísel, LPG, CNG eða E85. Þar sem erfitt er að nálgast E85 á Sambandsmarkaði er ekki réttlætanlegt að aðgreina þetta eldsneyti frá bensíni í prófunartækninni.
Það er á ábyrgð gerðarviðurkenningaryfirvalda að sannreyna að skilyrði sem fram koma í þessari ákvörðun fyrir því að staðfesta að nýsköpunartæknin valdi koltvísýringssparnaði eru uppfyllt.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Mjög takmörkuð. Ákvörðun þessi hefur í för með sér lækkun á CO2 gildum ákveðinna ökutækja séu þau búin þessum orkusparandi ljósdíóðum. Tryggja þarf að í ökutækjaskrá sé gert ráð fyrir skráningu á CO2 sparnaði og að hann hafi tilætluð áhrif til lækkunar á heildar CO2 gildi viðkomandi ökutækis.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleiðing færi fram með breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004..
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Hefur áhrif til lækkunar á innflutningsgjöldum á ökutækjum þar sem það tengist CO2 losun. Einnig hefur þetta áhrif til lækkunar á bifreiðagjöldum ökutækja þar sem notast er við CO2 losun.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Ökutækjainnflytjendur. Skatturinn.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. ekki þörf innleiðingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D1222
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 279, 27.8.2020, p. 5
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 10, 1.2.2024, p. 37
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/177, 1.2.2024