ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2020/2166 frá 17. desember 2020 um ákvörðun uppboðshluta aðildarríkjanna á tímabilinu 2021-2030 í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. - 32020D2166

Commission Decision (EU) 2020/2166 of 17 December 2020 on the determination of the Member States’ auction shares during the period 2021-2030 of the EU Emissions Trading System

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 393/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðunin sú sem hér er til greiningar byggir á 3. mgr. 3. gr. d og 2. mgr. 10. gr. tilskipunar 2003/87/EB og fjallar um þann heildarfjölda losunarheimilda sem boðnar eru upp á tímabilinu 2021-2030. Útganga Stóra-Bretlands og Norður-Írlands úr ESB og gögn um losun frá flugi fyrir árið 2018 er tekin með í reikninginn við útreikningana.

Nánari efnisumfjöllun

Þessi ákvörðun er gerð með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB frá 13. október 2003 um að koma á kerfi fyrir viðskipti með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda innan sambandsins og um breytingu á tilskipun ráðsins 96/61/EB, einkum og sér í lagi 3. mgr. 3. gr. d og 2. mgr. 10. gr. hennar.

Tilskipun (ESB) 2018/410 sem breytti reglum um uppboð á losunarheimildum í tilskipun 2003/87/EB. Í a-lið 2. mgr. 10. gr. tilskipunarinnar kemur fram að 90% af heildarfjölda losunarheimilda sem gefnar eru út samkvæmt III. kafla tilskipunar 2003/87/EB („almennar losunarheimildir“) sem boðnar eru upp er dreift hlutfallslega milli aðildarríkja sem samsvarar hlutdeild hlutaðeigandi aðildarríkis af sannprófaðri losun í kerfi Bandalagsins árið 2005 eða meðaltalinu fyrir tímabilið 2005 til 2007, hvort heldur er hærra. Í b-lið sömu mgr. segir svo að þau 10% sem eftir eru skal skipt milli tiltekinna aðildarríkja í því skyni að efla samstöðu, vöxt og gagnkvæm tengsl innan Sambandsins og auka með því fjölda losunarheimilda sem þau aðildarríki bjóða upp skv. a-lið um þá hundraðshluta sem eru tilgreindir í viðauka IIa tilskipunar 2003/87/EB.

Taka þarf tillit til úrsagnar Stóra- Bretlands og Norður-Írlands úr ESB þegar kemur að uppboðshlutdeild aðildarríkjanna.

Hlutdeild aðildarríkjanna að almennum losunarheimildum samkvæmt a-lið 2. mgr. 10. gr. tilskipunar 2003/87/EB á tímabilinu 2021-2030 er ákvörðuð á grundvelli sömu gagna og notuð voru fyrir tímabilið 2013-2020, með undantekningu frá leiðréttingum sem gerðar hafa verið á sannreyndri losun aðildarríkjanna fyrir árið 2005 eða meðaltali tímabilsins frá 2005 til 2007, skráðar í skrá Sambandsins og aðgengilegar í viðskiptaskrá Evrópusambandsins (EUTL) frá 30. júní 2020. Nýjustu gögnin sem skráð eru í skrá sambandsins og fáanleg í EUTL eru að sama skapi notuð til að ákvarða uppboðshlutdeild aðildarríkjanna af almennum heimildum.

Hægt er að leiðrétta árlega stafesta losun fyrir flugrekendur eða rekstraraðila afturvirkt skv. 6. mgr. 35. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013 um skráningarkerfi til að tryggja að farið sé að 14. og 15. gr. tilskipunar 2003/87/EB. Síðan 2012 hafa slíkar leiðréttingar á sannreyndri losun verið gerðar á tímabilinu 2005 til 2007 þar sem nákvæmari gögn voru skráð af ETS-rekstraraðilum ESB í skránni og eru nú aðgengileg í EUTL.

Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. d í tilskipun 2003/87/EB ætti fjöldi losunarheimilda sem gefnar eru út samkvæmt II. kafla tilskipunarinnar („flugheimildir“) að vera boðnar upp af hverju aðildarríki í réttu hlutfalli við hlutdeild þess af heildarútreikningi flugheimilda fyrir öll aðildarríki fyrir viðkomandi viðmiðunarár. Fyrir tímabilið 2021 til 2030 er viðkomandi viðmiðunarár 2018 og viðeigandi gildissvið er það sem sett var með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2017/2392/EB. Gögn um losun frá flugi fyrir árið 2018 komu frá Eurocontrol og var Íslandi send drög að útreikningi áður en til ákvörðunar kom.

Ákvörðunin er því sú að á tímabilinu frá 2021 til 2030 er uppboðshlutdeild aðildarríkjanna skv. 3. mgr. 3. gr. d og 2. mgr. 10. gr. tilskipunar 2003/87/EB sú sem um getur í viðaukunum við ákvörðun þessa. Uppboðshlutdeild aðildarríkjanna af losunarheimildunum sem gefnar eru út samkvæmt III. kafla tilskipunar 2003/87/EB koma fram í viðauka I (staðbundin starfsemi) og uppboðshlutdeild aðildarríkjanna af losunarheimildunum sem gefnar eru út samkvæmt II. kafla tilskipunar 2003/87/EB (flugsamgöngur) koma fram í viðauka II.

Hlutdeild Íslands er eftirfarandi:

Kafli III, staðbundin starfsemi: 0,043450983 %

Kafli II, flugsamgöngur: 0,912691877 %

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Þessi ákvörðun mun hafa áhrif á uppboðshlutdeild Íslands í heildarfjölda losunarheimilda sem boðnar eru upp. Þar sem að heildarmagn heimilda liggur ekki fyrir er hins vegar ekki hægt að ákvarða um hvort það skili sér í fleiri eða færri heimildum miðað við viðskiptatímabilið 2013-2020 að svo stöddu.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020D2166
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 431, 21.12.2020, p. 66
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 23, 14.3.2024, p. 116
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/624, 14.3.2024