32020L0612

Commission Directive (EU) 2020/612 of 4 May 2020 amending Directive 2006/126/EC of the European Parliament and of the Council on driving licences
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 219/2020
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í ákveðnum tilfellum þarf að tiltaka sérstaklega að ökumaður hafi eingöngu heimild til að aka sjálfskiptu ökutæki. Hingað til hafa verið samræmdar reglur um hvort og hvernig slík takmörkun er táknuð í ökuskírteini. Með breytingunni munu aðildarríkin hafa ríkari heimild til að ákveða sjálf hvort takmarkanir sem bundnar eru við sjálfskipt ökutæki skulu koma fram á ökuskírteini. Lítil áhrif hér á landi. Óverulegur kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Í ákveðnum tilfellum þarf að tiltaka sérstaklega að ökumaður hafi eingöngu heimild til að aka sjálfskiptu ökutæki. Hingað til hafa verið samræmdar reglur um hvort og hvernig slík takmörkun er táknuð í ökuskírteini. Með breytingunni munu aðildarríkin hafa ríkari heimild til að ákveða sjálf hvort takmarkanir sem bundnar eru við sjálfskipt ökutæki skulu koma fram á ökuskírteini. Ríkin hafa þegar heimild til þessarar ákvörðunar í tilteknum flokkum hópbifreiða og vörubifreiða. Heimildin er nú víkkuð út þannig að hún nær einnig til samskonar ökutækja en í öðrum stærðar- og þyngdarflokki annars vegar og hins vegar til eftirvagna þessara ökutækja. Þetta á þó eingöngu við þegar umsækjandi er þegar með ökuréttindi til að aka beinskiptu ökutæki í alla vega einum þessara flokka: B, BE, C, CE, C1, C1E, D, DE, D1 eða D1E.
Þessi breyting skal haldast í hendur við tækniframfarir. Sérstaklega á að taka inn í myndina þróun ökutækja og aukningu á notkun nútímalegri og öruggari ökutækja sem eru búin hálfsjálfvirkum, sjálfvirkum eða blönduðum stýrikerfum.
Breytingin er til þess fallin að einfalda takmarkanir á því að aka sjálfskiptum ökutækjum og draga úr stjórnunar- og fjárhagslegri byrði fyrirtækja sem stunda flutninga á vegum.
Þá er einnig verið að aðlaga tæknikröfur fyrir prófunarökutæki í flokki A2 til að tryggja að umsækjendur séu prófaðir á ökutæki sem er úr þeim flokki ökutækja sem ökuskírteinið yrði gefið út fyrir.
Vegna þessa þarf að breyta tilskipun 2006/126/EB til samræmis við þessar breytingar.
Efnisúrdráttur: Viðauka II er því breytt. Í honum eru talin upp fleiri ökutækjaflokkar en áður í samræmi við útvíkkað gildissvið. Þá eru tæknikröfur fyrir prófunarökutæki í flokki A2 uppfærðar.
Aðildarríki skulu aðlaga og birta fyrir 1. nóvember 2020, lög, reglugerðir og stjórnsýslufyrirmæli sem nauðsynleg eru til að fara eftir þessari tilskipun. Þá skulu aðildarríkin senda innihald þeirra ákvæða til framkvæmdastjórnarinnar og beita þeim frá 1. nóvember 2020. Þegar aðildarríkin taka upp slík ákvæði skal vera tilvísun í þessa tilskipun.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Fjölgun réttindaflokka í verklegu prófi þar sem ekið er sjálfskiptum ökutækjum, án þess að það komi fram í ökuskírteini.
Möguleg þörf á kynningu fyrir hagsmunaaðila.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er í 11. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleidd yrði í reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Óverulegur
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Dómsmálaráðuneytið
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Sýslumenn, Ökukennarafélag Íslands, Frumherji.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er í 11. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleidd yrði í reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020L0612
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 141, 5.5.2020, p. 9
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D065262/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 70, 28.9.2023, p. 82
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 240, 28.9.2023, p. 89