32020R0022

Commission Delegated Regulation (EU) 2020/22 of 31 October 2019 amending Annexes I and III to Regulation (EU) 2019/631 of the European Parliament and of the Council as regards the monitoring of CO2 emissions from new light commercial vehicles type-approved in a multi-stage process


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/22 frá 31. október 2019 um breytingu á I. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 að því er varðar vöktun á losun koltvísýrings frá nýjum léttum atvinnuökutækjum sem hafa verið gerðarviðurkennd í fjölþrepa ferli
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 232/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið er samræming og minniháttar aðlaganir á reglugerðum um koltvísýringslosun ökutækja vegna annmarka sem komið hafa upp og til að auka skýrleika við beitingu reglnanna. Sér í lagi er þetta gert í ljósi niðurstaðna úr WLPT, worldwide harmonised light vehicles test procedure, mælingakerfisins sem leysir af hólmi NEDC, new European driving cycle, kerfið. Ekki er starfandi framleiðandi ökutækis á Íslandi. Þá eru mælingartæki þau og vottunaraðilar þeir sem þarf til að veita vottun eða prófanir samkvæmt reglugerðinni sem breyta á ekki til staðar á Íslandi og kæmi regluverkið því að meginstefnu til framkvæmdar utan landsteinanna ef á reyndi.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er samræming og minniháttar aðlaganir á reglugerðum um koltvísýringslosun ökutækja vegna annmarka sem komið hafa upp og til að auka skýrleika við beitingu reglnanna. Sér í lagi er þetta gert í ljósi niðurstaðna úr WLPT, worldwide harmonised light vehicles test procedure, mælingakerfisins sem leysir af hólmi NEDC, new European driving cycle, kerfið.
Aðdragandi: Reglugerð (ESB) 510/2011 fellur úr gildi frá og með 1. janúar 2020. Því er nauðsynlegt að tryggja að sömu aðferðarfræði verði beitt við að meta koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun N1 ökutækja sem eru veittar gerðarviðurkenningar í mörgum stigum í nýrri reglugerð (ESB) 2019/631. Það er því nauðsynlegt að samræma viðauka I og III reglugerðar (ESB) 2019/631 við viðauka I og II í reglugerð (EB) 510/2011.
Efnisútdráttur: Gerðar eru nánar tilgreindar breytingar á reiknireglum og fyrirkomulagi vegna N1 ökutækja sem eru að hluta eða í heild samþykkt í gildistíð ESB 510/2011. Þá eru jafnframt settar reglur um tilkynningar um koltvísýringsgildi í þeim tilvikum sem vikið er að hér að framan. Þá eru settar fram reglur um hvað skuli gera sé misræmi á gildum milli ára fyrir ökutæki.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur almenna þýðingu fyrir framleiðendur ökutækja og lítur að mengunar stöðlum og mælingu vegna nýrra ökutækja sem og tilkynningar á mengunargildum. Ekki er starfandi framleiðandi ökutækis á Íslandi þó einhverjar þreifingar hafi verið. Þá eru mælingartæki þau og vottunaraðilar þeir sem þarf til að veita vottun eða prófanir samkvæmt reglugerðinni sem breyta á ekki til staðar á Íslandi og kæmi regluverkið því að meginstefnu til framkvæmdar utan landsteinanna ef á reyndi.
Lagastoð fyrir innl. gerðar: Í dag er lagastoð í 60. gr. gildandi umferðarlaga. Lagastoð verður eftir 1. janúar 2020 í a-lið 4. mgr. 69. gr. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar¬félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: enginn
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Varðar umhverfisstaðla svo að takmörkuðu leyti Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Á ekki við
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Á ekki við
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: á ekki við

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð í a-lið 4. mgr. 69. gr. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.a.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 8, 14.1.2020, p. 2
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2019)7819
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 70, 28.9.2023, p. 96
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 240, 28.9.2023, p. 108