32020R0203

Commission Delegated Regulation (EU) 2020/203 of 28 November 2019 on classification of vehicles, obligations of European Electronic Toll Service users, requirements for interoperability constituents and minimum eligibility criteria for notified bodies


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að tryggja að rafrænt vegtollakerfi innan Evrópu, EETS kerfið, e. European Electronic toll Service, virki sem skyldi. Því eru gerðar ýmsar kröfur um að kerfin sem notuð eru séu þannig að þau virki saman. Þá eru settar fram ýmsar kröfur um upplýsingar frá þeim sem reka innheimtu og álagningarkerfi. Tryggt er að málsmeðferð og tæknilegar kröfur séu sambærilegar. Verði þessi aðferð innheimtu tekin upp hér á landi gæti það haft í för með sér kostnað þó erfitt sé að segja til um hann.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að tryggja að rafrænt vegtollakerfi innan Evrópu, EETS kerfið, e. European Electronic toll Service, virki sem skyldi. Því skulu EETS notendur útvega áreiðanlegar tölfræðilegar upplýsingar. Þeir eru jafnframt ábyrgir fyrir stöðu búnaðar um borð í ökutækjum, e. on-board equipment, ef slíkur búnaður er notaður.Aðdragandi: Til að auka rekstrarsamhæfi rafræna vegtollakerfisins og tryggja að það uppfylli almennar kröfur sem kveðið er á um í löggjöf Evrópusambandsins, t.d. um gagnavernd, þurfa þeir sem reka EETS-þjónustu og þeir sem innheimta vegtolla að uppfylla lágmarkskröfur um málsmeðferð og tæknilegar og rekstrarlegar kröfur.Setja þarf almennar kröfur til grunnvirkja til að tryggja nákvæmni gagna, rétta auðkenningu rekstraraðila EETS-þjónustu, rétta uppsetningu búnaðar um borð í ökutækjum ef slíkur búnaður er notaður og réttar upplýsingar fyrir ökumenn um skyldur vegna veggjalda.Skilgreina þarf stöðluð viðmið við að tilnefna þá aðila sem bera ábyrgð á mati á samræmi krafna svo hægt sé að tryggja lágmarksþekkingu og að framleiðendur geti treyst á sömu málsmeðferð allra aðildarríkja.Til að tryggja einsleita beitingu þessarar reglugerðar og tilskipunar (ESB) 2019/520 á hún að gilda frá þeim degi sem um getur í 1. mgr. 32. gr. tilskipunarinnar.Efnisúrdráttur: 1. gr. fjallar um kröfur um flokkun ökutækja, nákvæmar skyldur EETS notenda og lágmarksviðmið fyrir hæfi tilkynntra aðila.2. gr. fjallar um flokkun ökutækja. Þar kemur fram að aðferðin við að flokka ökutæki til að ákvarða vegtolla skal vera í samræmi við kröfurnar sem kveðið er á um í I. viðauka þessarar reglugerðar. Vilji sá sem innheimtir vegtolla kynna nýja flokkun ökutækja skal það aðildarríki sem hann er skráður hjá tilkynna framkvæmdastjórninni, hinum aðildarríkjunum og rekstraraðilum EETS-þjónustu innan EETS svæðisins um þessa nýju flokkun með sex mánaða fyrirvara.Í 3. gr. er fjallað um kröfur EETS notenda og að þeir skuli tryggja að öll notenda- og ökutækjagögn sem þeir afla og veita til rekstraraðila EETS þjónustunnar, séu rétt. EETS notendur skulu gera allar mögulegar ráðstafanir til að tryggja að búnaður í ökutækjum sé virkur á meðan ökutækið er í umferð innan EETS svæðis þar sem slíkur búnaður er nauðsynlegur. EETS notendur skulu nota búnað um borð í ökutæki í samræmi við fyrirmæli rekstraraðila EETS þjónustunnar. Það á einkum við þar sem þau falla undir yfirlýsingu um breytilega flokkun á stærð ökutækja.Í 4. gr. er fjallað um kröfur rekstrarsamhæfiseininga og þar kemur fram að kröfurnar eru í viðauka II.Í 5. gr. er fjallað um lágmarksviðmið fyrir hæfi tilkynntra aðila og að þeir aðilar sem nefndir eru í grein 19(1) tilskipunar (ESB) 2019/520 skulu uppfylla lágmarksviðmið sem fram kemur í viðauka III í þessari reglugerð. Þessi gerð kemur til framkvæmda frá 19. október 2021.Þá eru þrír viðaukar, viðauki I um flokkun ökutækja, viðauki II um kröfur rekstrarsamhæfiseininga og viðauki III um lágmarksviðmið fyrir hæfi tilkynntra aðila.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin mun einkum hafa áhrif á rekstraraðila EETS-rafrænna vegtollakerfa komi til þess að þjónustan verði veitt hér á landi.Vísa í fyrri umsögn vegna tilskipunar (ESB) 2019/520 þar sem segir: Meta þarf hvort undanþáguheimildir 3.-22. gr. ættu við hér á landi, þ.e. þar sem um er/væri að ræða lítil, algerlega staðbundin vegatollkerfi þar sem kostnaðurinn við að fara að kröfum 3.-22. gr. væri í engu samræmi við ávinninginn sem af því hlytist.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 17. gr. vegalaga nr. 80/2007. Rétt væri að gerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 979/2013 um rekstrarsamhæfi rafræns gjaldtökukerfis innan Evrópska efnahagssvæðisins.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Liggur ekki fyrir því ekki er víst að rekstaraðili EETS-rafrænna vegtollakerfa verði starfandi hér á landi. Verði þessi aðferð innheimtu tekin upp hér á landi gæti það haft í för með sér kostnað þó erfitt sé að segja til um hann.. Mat Samgöngustofu á kostnaði vegna tilskipunar (ESB) 2019/520 var sent ráðuneytinu þann 24. apríl 2019.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: VegagerðinHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: NeiÞörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 17. gr. vegalaga nr. 80/2007. Rétt væri að gerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 979/2013 um rekstrarsamhæfi rafræns gjaldtökukerfis innan Evrópska efnahagssvæðisins
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0203
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 43, 17.2.2020, p. 41
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar