32020R0459

Regulation (EU) 2020/459 of the European Parliament and of the Council of 30 March 2020 amending Council Regulation (EEC) No 95/93 on common rules for the allocation of slots at Community airports

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 048/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að koma til móts við flugrekendur með því að tryggja að þeir haldi óbreyttum úthlutuðum afgreiðslutímum þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði um nýtingu þeirra. Úrræðin sem eru tímabundin snúa að vetrartímabilinu 2019/2020 og sumartímabilinu 2020. Þau eru sett fram vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru vegna útbreiðslu SASR-CoV-2 veirunnar og Covid-19 sjúkdómsins og áhrifa útbreiðslunnar á flugrekendur. Jákvæði áhrif hér á landi. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmið með gerðinni er að koma til móts við flugrekendur með því að tryggja að þeir haldi óbreyttum úthlutuðum afgreiðslutímum þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði um nýtingu þeirra.
Úrræðin sem eru tímabundin snúa að vetrartímabilinu 2019/2020 og sumartímabilinu 2020. Þau eru sett fram vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru vegna útbreiðslu SASR-CoV-2 veirunnar og Covid-19 sjúkdómsins og áhrifa útbreiðslunnar á flugrekendur.
Aðdragandi: Í reglugerð (EBE) nr. 95/93 er kveðið á um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum. Í henni er kveðið á um skyldu flugrekenda til að nota úthlutaða afgreiðslutíma á flugvöllum en að öðrum kosti missa þá (e. use-it-or-lose-it). Flugrekendur skulu nýta afgreiðslutímana í 80% tilvika innan úthlutunartímabils, þ.e. vetrar- eða sumartímabils. Takist það tryggir flugrekandi sér rétt til sömu úthlutunar að ári.
Vegna útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins hefur orðið mikill samdráttur í flugi. Bæði vegna minnkandi eftirspurnar og vegna nauðsynlegra ráðstafana hjá flugrekendum til að bregðast við ástandinu. Áhrifa af minnkandi flugumferð gætti strax í janúar 2020, einkum vegna Kína og Hong Kong, en áhrifin hafa verið útbreidd eftir 1. mars 2020. Flugrekendur hafa tilkynnt um miklar afbókanir vegna vetraráætlunartímabilsins 2019/2020 og sumaráætlunartímabilsins 2020.
Í ljósi þess að aðstæðurnar eru ekki á valdi flugrekenda þykir rétt að bregðast við með því að breyta reglum um afgreiðslutíma. Þetta er einnig gert af umhverfissjónarmiðum þ.e. til að koma í veg fyrir að flogið sé með tómar vélar í þeim tilgangi að viðhalda úthlutuðum afgreiðslutíma á flugvelli.
Í ákvæði 4. mgr. 10. gr. reglugerðar (EBE) nr. 95/93 eru úrræði fyrir samræmingarstjóra flugvalla til að horfa fram hjá minni nýtingu flugrekanda á afgreiðslutíma ef minni notkun tengist t.d. aðstæðum eins og lokun flugvallar. Ákvæðið tekur hins vegar ekki til aðstæðna eins og rekja má til útbreiðslu SASR-CoV-2 og því eru með þessari gerð settar fram samsvarandi ráðstafanir vegna þeirra aðstæðna.
Í ljósi þess hve brýnar aðstæður eru skal reglugerðin strax taka gildi.
Efnisútdráttur: Reglugerð (EB) nr. 95/93 er breytt þannig:
Í stað 10. gr. a kemur ný 10. gr. a sem kveður á um eftirfarandi:
• Samræmingarstjórar skuli líta svo á, að afgreiðslutímar úthlutað fyrir tímabilið 1. mars 2020 til 30. júní 2020, hafi verið nýttir af þeim flugrekendum sem þeim var úthlutað til.
• Samræmingarstjórar skuli líta svo á, að afgreiðslutímar úthlutað fyrir tímabilið 23. janúar 2020 til 29. febrúar 2020, hafi verið nýttir af þeim flugrekendum sem þeim var úthlutað til, að því er varðar flug frá flugvelli í Evrópusambandinu til flugvalla í Kína eða Hong Kong.
• Að því er varðar afgreiðslutíma með dagsetningu innan við viku frá gildistöku þessarar reglugerðar skal líta svo á að hann hafi verið nýttur af þeim flugrekanda sem honum var úthlutað til að því gefnu að flugrekandinn hafi afhent hann til samræmingarstjóra til endurúthlutunar til annars flugrekanda.
Kveðið er á um að framkvæmdastjórninni verði heimilt að samþykkja framseldar gerðir um framlengingu tímabilsins ef það liggur ljóst fyrir að ástandið vari áfram vegna áhrifa frá SARS-CoV-2.
Framkvæmdastjórnin skal fylgjast grannt með gangi mála og skila skýrslu um málið fyrir 15. apríl 2020.
Þá er tveimur nýjum ákvæðum bætt við reglugerðina, 12. gr. a og 12. gr. b sem kveða á um framsalsvald framkvæmdastjórnarinnar og um að reglugerðin fái flýtimeðferð.
Samkvæmt 12. gr. a er framkvæmdastjórninni veitt vald til að samþykkja afleiddar gerðir. Jafnframt er kveðið á um heimildir Evrópuþingsins til að afturkalla það vald. Þá er kveðið á um skyldu framkvæmdastjórnarinnar til að hafa samráð við sérfræðinga áður en ákvörðun um samþykki er tekin.
Samkvæmt 12. gr. b skulu framseldar gerðir sem eru samþykktar samkvæmt þessari reglugerð öðlast gildi án tafar og gilda svo framarlega sem engum andmælum er lýst af Evrópuþinginu eða ráðinu.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur jákvæð áhrif á íslenska flugrekendur og möguleika þeirra á að halda óbreyttum úthlutuðum afgreiðslutíma fyrir næsta úthlutunartímabil þrátt fyrir að uppfylla ekki nýtingartíma samkvæmt ákvæðum reglugerðar (EBE) nr. 95/93.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 57. gr. c. í lögum um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla.
Ath. að EFTA-skrifstofan hefur bent á að reglugerðir (EB) nr. 894/2002, (EB) nr. 1554/2003 og (EB) nr. 545/2009, en með þeim voru innleiddar svipaðar tímabundnar ráðstafanir og breytingar á reglugerð (EBE) nr. 95/93, hafi ekki verið teknar upp í EES-samninginn þar sem þær ættu ekki lengur við.
Hins vegar eru í þessari tillögu að reglugerð (COM (2020) 111) sett fram ákvæði sem veita framkvæmdastjórninni heimild til að samþykkja framseldar gerðir samkvæmt sérstakri brýnni málsmeðferð ef ástand vegna SASR-CoV-2 veirunnar lengist.
EES-ríkjum er því boðið að gefa til kynna hvort fella eigi fyrirhugaða gerð inn í EES-samninginn, og ef svo er, hvort hún eigi að hljóta flýtimeðferð.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Flugrekendur: Samræmingarstjórar flugvalla.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 1. mgr. 57. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0459
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 99, 31.3.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2020) 111
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 19, 9.3.2023, p. 3
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 72, 9.3.2023, p. 3