32020R0639

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/639 of 12 May 2020 amending Implementing Regulation (EU) 2019/947 as regards standard scenarios for operations executed in or beyond the visual line of sight
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerðinni eru bætt við fjölmörgum skilgreiningum hugtaka sem sett eru fram í samhengi við efnisúrdrátt gerðarinnar. Í reglugerðinni er útlistað með hvaða hætti notendur skulu skila yfirlýsingum til flugmálayfirvalda um starfrækslu dróna og hvaða upplýsingar skulu liggja fyrir í því samhengi. Þá er tekið á því í reglugerðinni hvernig standa skal að upplýsingamiðlun til flugmálayfirvalda þar sem starfsemin fer fram ef dróninn er skráður í öðru ríki. Í reglugerðinni eru settar inn viðbótarkröfur til notenda um starfrækslu dróna, t.d. upplýsingar um fjarflugmenn og um tæknifólk sem sinnir viðhaldi og útbúnaði dróna. Gerðar eru kröfur um þekkingu fjarflugmanna á leiðbeiningum framleiðanda um starfrækslu dróna. Í viðbæti 1 er fjallað um hvernig standa skal að starfrækslu dróna m.v. hefðbundna flokka (STS-01) og STS-02 flokki í þéttbýlu umhverfi. Þessi gerð hefur lítil áhrif hér á landi. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Aðdragandi: Samkvæmt framkvæmdareglugerð (ESB) 2019/947 verða ómönnuð loftfarskerfi (UAS) að vera í samræmi við kröfur um rekstrartakmarkanir settar fram í rekstrarleyfum.
Tvær staðlaðar aðferðir hafa verið þróaðar hjá EASA,
- hefðbundin aðferð 1 (STS-01) sem nær til aðgerða sem framkvæmdar eru í sjónlínu (VLOS) í hámarkshæð 120m yfir jörðu þar sem notast er við CE flokk C5 USA og
- hefðbundin aðferð 2 (STS-02) sem nær yfir aðgerðir sem fara út fyrir sjónlínu (BVLOS) með ómönnuðu loftfari en fjarlægð ekki meiri en 2 km frá stjórnanda og í návist eftirlitsaðila með loftrými og hámarkshæð 120 m yfir jörðu á strjálbýlu svæði þar sem notast er við CE-flokk C6 UAS.
Með þessari gerð er reglugerð (ESB) 2019/947 breytt til samræmis við þessar tvær framangreindar aðferðir.
Efnisútdráttur: Með reglugerðinni eru bætt við fjölmörgum skilgreiningum hugtaka sem sett eru fram í samhengi við efnisúrdrátt gerðarinnar.
Í reglugerðinni er útlistað með hvaða hætti notendur skulu skila yfirlýsingum til flugmálayfirvalda um starfrækslu dróna og hvaða upplýsingar skulu liggja fyrir í því samhengi.
Þá er tekið á því í reglugerðinni hvernig standa skal að upplýsingamiðlun til flugmálayfirvalda þar sem starfsemin fer fram ef dróninn er skráður í öðru ríki.
Í reglugerðinni eru settar inn viðbótarkröfur til notenda um starfrækslu dróna, t.d. upplýsingar um fjarflugmenn og um tæknifólk sem sinnir viðhaldi og útbúnaði dróna.
Gerðar eru kröfur um þekkingu fjarflugmanna á leiðbeiningum framleiðanda um starfrækslu dróna.
Í viðbæti 1 er fjallað um hvernig standa skal að starfrækslu dróna m.v. hefðbundna flokka (STS-01) og STS-02 flokki í þéttbýlu umhverfi. Í því samhengi eru settar fram viðbótar kröfur til notenda (UAS operator) og fjarflugmanna. Þá er fjallað um þekkingu fjarflugmanna og próf v. starfrækslu skv. STS-01 og STS-02.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi:
Þessi gerð hefur lítil áhrif þar sem að í reglugerð ESB nr. 2019/947 var gert ráð fyrir viðbæti 1 sem nú er bætt við með þessari reglugerð.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin fyrir innleiðingu gerðarinnar er ekki fyrir hendi í núgildandi loftferðalögum en mun vera í endurskoðuðum loftferðalögum sem nú er unnið að. Innleiðing verður með nýjum reglugerðum.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Tilvísanir í gerðir sem hafa ekki verið teknar upp í EES-samninginn. (ESB) 2019/947 og (ESB) 2018/1139.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin fyrir innleiðingu gerðarinnar er ekki fyrir hendi í núgildandi loftferðalögum en mun vera í endurskoðuðum loftferðalögum sem nú er unnið að. Innleiðing verður með nýjum reglugerðum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0639
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 150, 13.5.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023