32020R0683

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/683 of 15 April 2020 implementing Regulation (EU) 2018/858 of the European Parliament and of the Council with regards to the administrative requirements for the approval and market surveillance of motor vehicles and their trailers, and of systems, components and separate technical units intended for such vehicles


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/683 frá 15. apríl 2020 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 að því er varðar stjórnsýslukröfur um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 052/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Samkvæmt reglugerð 2018/858 þarf að leggja fram tiltekin gögn í aðdraganda þess að gerðarviðurkenningar eru veittar. Ástæða þykir til að einfalda þessi gögn og staðla þau. Þá þykir ástæða til að einfalda þá ferla sem fylgja þarf og hafa þá skýrari. Einhver kostnaður vegna forritunar gæti fylgt. Áhrif að öður leyti óveruleg.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Samkvæmt reglugerð 2018/858 þarf að leggja fram tiltekin gögn í aðdraganda þess að gerðarviðurkenningar eru veittar. Ástæða þykir til að einfalda þessi gögn og staðla þau. Þá þykir ástæða til að einfalda þá ferla sem fylgja þarf og hafa þá skýrari.
Efnisútdráttur: Til að auka gagnsæi og til að tryggja að fullnægjandi upplýsingar um gerðarviðurkenningu séu alltaf aðgengilegar þarf að búa til eyðublað eða form fyrir gerðarviðurkenningarskírteini. Til að tryggja samhljóma framsetningu gagna sem framleiðendur gefa út þegar sýnt er fram á og vottað að ökutæki sé í samræmi við settar reglur þarf að búa til eyðublöð fyrir CoC vottorð, e. certificates of conformity.
Til að auka gagnsæi og skýra betur gögnin ætti framleiðsludagsetning ökutækisins að koma fram á CoC vottorði.
Til að skýra með beinum hætti þau lög sem eiga við um ökutækið þarf að búa til samræmt númerakerfi fyrir gerðarviðurkenningarskírteini.
Framsetning mikilvægustu upplýsinga í prófunarskýrslu skal vera samræmd og vegna þess þarf að koma á lágmarkskröfum um form prófunarskýrslna.
Þessi reglugerð á að vera gild frá 5. júlí 2020 svo framleiðendum gefist ráðrúm til að fá gerðarviðurkenningu eða að setja ný ökutæki á markað til samræmis við 3. mgr. 91. gr. reglugerðar (ESB) 2018/858.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi:
Verið að búa til ný og stöðluð form fyrir gerðarviðurkenningargögn skv. ákveðnum greinum í reglugerð (ESB) nr. 2018/858.
Ef Samgöngustofa á að skrá framleiðsludagsetningu ökutækis í ökutækjaskrá þarf að forrita nýjan flokk og því gæti fylgt einhver kostnaður.
Neytendastofa mun hugsanlega sinna markaðseftirliti skv. reglugerð (ESB) nr. 2018/858.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: a-liður 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur en mögulega einhver kostnaður við forritun í ökutækjaskrá.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Neytendastofa
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment–aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 69. gr. umferðalaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0683
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 163, 26.5.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 45, 7.7.2022, p. 12
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 7.7.2022, p. 24