32020R0696

Regulation (EU) 2020/696 of the European Parliament and of the Council of 25 May 2020 amending Regulation (EC) No 1008/2008 on common rules for the operation of air services in the Community in view of the COVID-19 pandemic


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/696 frá 25. maí 2020 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í Bandalaginu með tilliti til heimsfaraldursins af völdum COVID-19
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 092/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða tillögu að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í Bandalaginu, í ljósi COVID-19 heimsfaraldursins. Tillagan er hluti af aðgerðarpakka framkvæmdastjórnarinnar vegna Covid-19. Með henni er gripið til aðgerða af hálfu ESB til að styðja við fluggeirann vegna mikils samdráttar bæði vegna minni eftirspurnar og opinberra ráðstafana til að takmarka útbreiðslu faraldursins. Markmið með gerðinni er að setja fram tímabundnar ráðstafanir sem gera framkvæmdastjórninni og yfirvöldum aðildarríkja kleift að grípa til ráðstafana sem draga úr neikvæðum áhrifum af faraldrinum. Lítil áhrif enginn kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða tillögu að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í Bandalaginu, í ljósi COVID-19 heimsfaraldursins.
Tillagan er hluti af aðgerðarpakka framkvæmdastjórnarinnar vegna Covid-19. Með henni er gripið til aðgerða af hálfu ESB til að styðja við fluggeirann vegna mikils samdráttar bæði vegna minni eftirspurnar og opinberra ráðstafana til að takmarka útbreiðslu faraldursins.
Markmið með gerðinni er að setja fram tímabundnar ráðstafanir sem gera framkvæmdastjórninni og yfirvöldum aðildarríkja kleift að grípa til ráðstafana sem draga úr neikvæðum áhrifum af faraldrinum.
Efnisútdráttur: Með þessari tillögu að reglugerð er ætlunin að breyta tímabundið nokkrum ákvæðum í reglugerð (EB) nr. 1008/2008 í þeim tilgangi að gera framkvæmdastjórninni og yfirvöldum aðildarríkja kleift að grípa til tímabundinna ráðstafana til að draga úr neikvæðum áhrifum af Covid-19 faraldrinum á flugrekstraraðila.
Tillagan samanstendur af fjórum þáttum:
1. Breytingar á reglum um flugrekstrarleyfi flugrekenda ef um fjárhagsörðugleika er að ræða af völdum Covid-19.
Ekki verði skylt að fella niður eða afturkalla flugrekstrarleyfi jafnvel þó flugrekandi geti ekki sýnt fram á raunveruleg og möguleg fjárhagsleg skilyrði fyrir næstu 12 mánuði. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða frá 1. mars 2020 til 31. desember 2020 og er heimil að því tilskildu að öryggi sé ekki stefnt í hættu og ekki verði dregið úr eftirliti með fjárhagslegu hæfi flugrekenda.
2. Einföldun málsmeðferðar vegna skilyrða fyrir rekstri flugþjónustu milli flugvalla í Bandalaginu.
Samkvæmt 21. gr. reglugerðar (EB) nr. 1008/2008 mega aðildarríki synja um, takmarka eða setja skilyrði um nýtingu flugréttinda til að fást við bráðan tímabundinn vanda sem stafar af ófyrirséðum og óhjákvæmilegum aðstæðum. Ef neyðarráðstöfun varir lengur en 14 daga skal tilkynna framkvæmdastjórninni og hinum aðildarríkjunum um það og þá heimilt að framlengja ráðstöfunina um allt að 14 daga til viðbótar.
Með tillögunni er sett fram tímabundin undanþága frá málsmeðferðarkröfu 21. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1008/2008 þannig að ákvæðið taki til aðstæðna sem vara lengur en 14 daga. Aðildarríkin skulu upplýsa framkvæmdastjórnina um allar ráðstafanir á grundvelli ákvæðisins.
3. Framlenging tímabils sem veitendur flugafgreiðsluþjónustu mega starfa á flugvelli innan sambandsins skv. tilskipun 96/67/EB.
Með tillögunni er sett fram undanþága sem gerir stjórnendum flugvalla kleift að framlengja samninga við veitendur flugafgreiðsluþjónustu sem líða undir lok á tímabilinu frá og með gildistökudegi þessarar reglugerðar til 31. desember 2020, til 31. desember 2021.
4. Heimild til að velja annan aðila til að sinna flugafgreiðslu ef sá sem var valinn hættir fyrir lok tímabilsins.
Lagt er til að ef einn eða fleiri flugafgreiðsluaðilar hætta á meðan ástandið varir og ástæður þess megi rekja beint til heimsfaraldursins, sé rekstraraðila flugvallar heimilt, tímabundið að hámarki í 6 mánuði, að velja annan í hans stað án þess að farið sé að málsmeðferðarreglum 1. mgr. 11. gr. tilskipunar 96/67/EB.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Ekki um að ræða breytingar sem hafa áhrif á starfsemi Samgöngustofu. Leitað var umsagnar Isavia við gerð áhrifamatsins. Isavia telur breytingarnar hafa takmörkuð eða engin áhrif á starfsemi félagsins eins og nú háttar og kostnað engan.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 57. gr. b, 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 48/2012 um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu gerðarinnar er metinn óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða:
Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 57. gr. b, 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Innleiðing yrði með breytingu á reglugerð nr. 48/2012 um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0696
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 165, 27.5.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2020) 178
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 22, 16.3.2023, p. 40
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 78, 16.3.2023, p. 42