32020R0699

Council Regulation (EU) 2020/699 of 25 May 2020 on temporary measures concerning the general meetings of European companies (SEs) and of European Cooperative Societies (SCEs)

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 22 Félagaréttur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 113/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í maí 2020 var gefin út reglugerð ráðsins (EU) 2020/699 um bráðabirgðaráðstafanir vegna aðalfunda Evrópufélaga og evrópskra samvinnufélaga vegna COVID-19. Með reglugerðinni er frestur til að halda félagsfund framangreindra félaga á árinu 2020 lengdur úr 6 mánuðum í 12 mánuði en halda skal aðalfund eigi síðar en 31. desember 2020.

Nánari efnisumfjöllun

Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 2157/2001 um stofnsamþykktir fyrir evrópsk félög er félögum, sem starfa í fleiri en einu aðildarríki Evrópusambandsins, gefinn kostur á því að stofna eitt félag samkvæmt ákveðnum meginreglum sem kveðið er á um í reglugerðinni í stað þess að þurfa að starfa á grundvelli reglna í mismunandi aðildarríkjum þar sem félögin hafa útibú. Í reglugerðinni er m.a. að finna þá meginreglu að félagsfundi skuli halda innan sex mánaða frá lokum fjárhagsárs félagsins. Reglugerð (EB) nr. 2157/2001 var innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 26/2004 um Evrópufélög.

Með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1435/2003 um samþykktir fyrir evrópsk samvinnufélög er samvinnufélögum, sem starfa vilja í fleiri en einu ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, heimilað að stofna evrópskt samvinnufélag samkvæmt ákveðnum meginreglum sem kveðið er á um í reglugerðinni og tilskipun um aðild starfsmanna að samvinnufélögum. Í reglugerðinni er m.a. að finna þá meginreglu að félagsfundi skuli halda innan sex mánaða frá lokum fjárhagsárs félagsins. Reglugerð (EB) nr. 1435/2003 var innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 92/2006 um evrópsk samvinnufélög.

Reglugerð ráðsins (EU) 2020/699 er frestur til að halda félagsfundi í Evrópufélögum og evrópskum samvinnufélögum lengdur úr 6 mánuðum í 12 mánuði á árinu 2020 en þó skal halda félagsfund eigi síðar en 31. desember 2020. Um er að ræða bráðabirgðaráðstöfun vegna COVID-19.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0699
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 165, 27.5.2020, p. 25
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2020) 183
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 51, 6.7.2023, p. 39
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 172, 6.7.2023, p. 40