32020R0723

Commission Delegated Regulation (EU) 2020/723 of 4 March 2020 laying down detailed rules with regard to the acceptance of third-country certification of pilots and amending Regulation (EU) No 1178/2011


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/723 frá 4. mars 2020 um ítarlegar reglur að því er varðar viðurkenningu á vottun flugmanna í þriðja landi og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Meginmarkmiðið með reglugerðinni er að samræma núverandi lagaumhverfi við reglugerð (ESB) 2018/1139. Með gerðinni eru sett fram ítarleg ákvæði um skilyrði fyrir viðurkenningu flugmannsskírteina og tengdra áritana, réttinda og vottorða sem og læknisvottorða sem gefin eru út í samræmi við lög landa utan EES-svæðisins. Engar verulegar efnislegar breytingar koma fram með gerðinni. Helsta breytingin er að þjálfunarfyrirtæki (e. DTO) fá með gerðinni heimild til að útbúa þjálfunaráætlun vegna umbreytingarskírteina. Breytingarnar eru ívilnandi fyrir þjálfunarfyrirtæki. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Meginmarkmiðið með reglugerðinni er að samræma núverandi lagaumhverfi við reglugerð (ESB) 2018/1139. Með gerðinni eru sett fram ítarleg ákvæði um skilyrði fyrir viðurkenningu flugmannsskírteina og tengdra áritana, réttinda og vottorða sem og læknisvottorða sem gefin eru út í samræmi við lög landa utan EES-svæðisins.
Með gerðinni er 8. gr. og III. viðauka við reglugerð (ESB) 1178/2011, um viðurkenningu skírteina frá þriðju löndum, eytt. Efnislegt innihald ákvæðanna er fært yfir í framseldar gerðir og þau uppfærð þannig að þau taka einnig til viðurkenninga á skírteinum vegna sviffluga og loftbelgja.
Efnisútdráttur: Í þessari reglugerð eru settar fram ítarlegar reglur um skilyrði fyrir viðurkenningu flugmannsskírteina og tengdra áritana, réttinda og vottorða sem og læknisvottorða sem gefin eru út í samræmi við lög þriðju landa.
Einnig eru gerðar breytingar á reglugerð (ESB) 1178/2011, tilteknum ákvæðum er eytt þar sem rétt þykir að færa þau yfir í aðrar framseldar gerðir og uppfæra þannig að þau taki einnig til viðurkenninga á skírteinum vegna sviffluga og loftbelgja.
Ákvæði sem snúa að þjálfunarfyrirtækjum sem annast þjálfun vegna flugmannsskírteina, þó ekki í atvinnuskyni, eru einfölduð og þau uppfærð. Þjálfunarfyrirtækjum er þannig heimilt að meta skírteini frá þriðju löndum þegar sótt er um flugskírteini samkvæmt lagaramma Evrópusambandsins.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Engar verulegar efnislegar breytingar koma fram með gerðinni. Helsta breytingin er að þjálfunarfyrirtæki (e. DTO) fá með gerðinni heimild til að útbúa þjálfunaráætlun vegna umbreytingarskírteina. Breytingarnar eru ívilnandi fyrir þjálfunarfyrirtæki.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 31. gr., 32. gr. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998.
Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Gerðin er byggð á reglugerð (ESB) 2018/1139 sem hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn og ekki innleidd á Íslandi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 31. gr., 32. gr. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0723
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 170, 2.6.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2020)1120
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023