32020R0740

Regulation (EU) 2020/740 of the European Parliament and of the Council of 25 May 2020 on the labelling of tyres with respect to fuel efficiency and other parameters, amending Regulation (EU) 2017/1369 and repealing Regulation (EC) No 1222/2009


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/740 frá 25. maí 2020 um merkingu hjólbarða að því er varðar eldsneytisnýtni og aðra mæliþætti, um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/1369 og niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1222/2009
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 04 Orka
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 178/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/740 frá 25. maí 2020 um merkingu hjólbarða að því er varðar eldsneytisnýtingu og aðrar kennistæðir, um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/1369 og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1222/2009.

Nánari efnisumfjöllun

Framkvæmdastjórnin hefur endurskoðað reglugerð (EB) nr. 1222/2009 og greint nauðsyn þess að uppfæra ákvæði hennar til að bæta skilvirkni hennar. Það þótti rétt að koma með nýja reglugerð til að skýra og uppfæra sum ákvæði hennar með teknu tilliti til tækniframfara hvað hjólbarða varðar.Hjólbarðar einkennast af nokkrum kennistærðum sem tengjast innbyrðis. Ef ein kennistærð eins og snúningsmótstaða er bætt, kann það að hafa slæm áhrif á aðrar kennistærðir eins og veggrip á blautum vegi, á meðan aukið veggrip á blautum vegi getur haft neikvæð áhrif á ytri snúningshraða. Hvetja skal hjólbarðaframleiðendur til að bæta allar kennistærðir umfram þau gæði þegar þau hafa náðst. Með því að bæta merkingar hjólbarða gerir það neytendum kleift að fá betri upplýsingar varðandi eldsneytisnýtingu, öryggi og hávaða.Orkumerkingin sem kveðið er á um í reglugerð (ESB) nr. 2017/1369 notar kvarðann A til G sem er viðurkennd af yfir 85% neytendum Sambandsins sem skýrt og gegnsætt upplýsingartæki og hefur reynst árangursríkt í að stuðla að orkunýtnari vörum. Merki fyrir hjólbarða ætti því að vera af sömu hönnun að því marki sem unnt er en taka til greina sérkenni kennistærða hjólbarða.Hingað til hafa C1 og C2 hjólbarðar einungis þurft að hafa miða en nú munu C3 hjólbarðar einnig þurfa að hafa miða.Birting merkimiðans á hjólbarðanum á sölustað og í tæknilegu kynningarefni, ætti að tryggja að dreifingaraðilar og hugsanlegir endanlegir notendur fái samhæfðar upplýsingar um kennistærðir hjólbarðans á þeim tíma sem ákvörðun um kaup eru tekin.Sumir endanlegir notendur taka ákvarðanir un kaup áður en þeir koma á sölustað eða kaupa hjólbarða með póstpöntun eða á netinu. Til að tryggja að þessir endanlegu notendur geti einnig tekið upplýst val á grundvelli samhæfðra upplýsinga um meðal annars eldsneytisnýtni, veggrip og snúningshávaða þá ætti merkimiðinn að koma fram í öllu tæknilegu kynningarefni og sjónrænum auglýsingum fyrir ákveðnar tegundir hjólbarða, þar á meðal þar sem slíkt efni er gert aðgengilegt á netinu.Þessar upplýsingar ættu að koma fram í öllu tæknilegu kynningarefni, til dæmis á vefsíðum birgja, en ætti ekki að vera krafa í sjónrænum auglýsingum. Þá er 5. gr. ný grein sem fjallar um skyldur birgja í sambandi við EPREL gagnagrunninn. Jafnframt er 8. gr. ný viðbót sem fjallar um skyldur hýsingarþjónustu og skyldur þeirra að birta orkumerkingar og vöruupplýsingablöð.Reglugerðin verður sett með stoð í lögum nr. 72/1994 um merk­ingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl., með síðari breyt­ingum.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerð nr. 855/2012
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0740
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 177, 5.6.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 296
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 66, 13.10.2022, p. 20
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 267, 13.10.2022, p. 22