GBER og de minimis aðstoð - lenging á gildistíma reglugerða og viðeigandi aðlaganir - 32020R0972

Commission Regulation (EU) 2020/972 of 2 July 2020 amending Regulation (EU) No 1407/2013 as regards its prolongation and amending Regulation (EU) No 651/2014 as regards its prolongation and relevant adjustments


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/972 frá 2. júlí 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1407/2013 að því er varðar framlengingu á gildistíma hennar og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 651/2014 að því er varðar framlengingu á gildistíma hennar og viðeigandi aðlaganir
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 15 Ríkisaðstoð
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð um almenna hópundanþágu (GBER) og reglugerð um minniháttaraðstoð (de minimis) voru samþykktar í tengslum við svonefnda nútímavæðingu ríkisaðstoðarreglna árið 2012 og gildistími þeirra beggja rennur út í lok árs 2020. Gert er ráð fyrir endurskoðun beggja gerða og í því sambandi hófst nothæfismat (e. fitness check) á vegum framkvæmdastjórnarinnar í janúar 2019. Þessari vinnu verður að líkindum ekki lokið fyrr en undir lok árs 2020 og í kjölfarið verður tekin afstaða til þess hvort tilefni sé til að gera á þeim umtalsverðar breytingar. Í þágu fyrirsjáanleika og réttaröryggis er því gildistími beggja gerða framlengdur til til 31. desember 2023, með reglugerðinni.

Nánari efnisumfjöllun

Auk framlengingar á gildistíma gerðanna tveggja eru sérstök ákvæði í reglugerðinni um með hvaða hætti unnt er að framlengja gildistíma ríkisaðstoðarkerfa sem sett voru á fót á grundvelli reglugerðar um almenna hópundanþágu. Þá hefur reglugerðin að geyma ákvæði um viðeigandi breytingar á skilyrðum fyrir veitingu aðstoðar samkvæmt reglugerð um almenna hópundanþágu, í tengslum við heimsfaraldur COVID-19. Breytingarnar varða skilgreiningu á fyrirtækjum í erfiðleikum og skuldbindingar fyrirtækja sem hlotið hafa byggðaaðstoð varðandi starfsmannafjölda.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerð um gildistöku reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um ríkisaðstoð - breyting.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Um er að ræða framlengingu á heimildum ríkja til þess að setja á fót ríkisaðstoðarráðstafanir án þess að leita þurfi samþykkis ESA. Í slíkum heimildum felst vinnusparnaður fyrir stjórnvöld og þær auka jafnframt skilvirkni.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0972
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 215, 7.7.2020, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 51, 6.7.2023, p. 41
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 172, 6.7.2023, p. 42