Reglugerð um framkvæmd rannsóknar á upplýsinga- og fjarskiptatækninotkun einstaklinga og heimila (ICT-HH) - 32020R1013

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/1013 of 20 July 2020 specifying the technical items of the data set, establishing the technical formats for transmission of information and specifying the detailed arrangements and content of the quality reports on the organisation of a sample survey in the use of information and communication technologies domain for reference year 2021 pursuant to Regulation (EU) 2019/1700 of the European Parliament and of the Council

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 21 Hagskýrslugerð
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 353/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2020/1013 frá 20. júlí 2020 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2019/1700 um gerð Evrópskrar opinberrar félagsmálatölfræði hvað varðar upplýsinga- og fjarskiptatækninotkun einstaklinga og heimila (ICT-HH). Í reglugerðinni er farið yfir tæknilegar skilgreiningar gagnasafna, sett fram tæknilegt snið gagnaskila og hvert skuli vera innihald gæðaskýrslna. Reglugerðin samræmir og bætir framkvæmd úrtaksrannsóknar á upplýsinga- og fjarskiptatækninotkun einstaklinga og heimila en eykur ekki kostað við framkvæmd rannsóknarinnar.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin snýr að úrtaksrannsókn á upplýsinga- og fjarskiptatækninotkun einstaklinga og heimila sem Ísland hefur framkvæmt (með hléum) frá árinu 2004. Um er að ræða smávægilegar breytingar á framkvæmd rannsóknarinnar sem snúa helst að því að nú verða innleiddar samræmdar breytur félagsmálatölfræðinnar í gagnasafn ICT-HH. Því er frekar um ávinning að ræða þar sem hægt er að beita samræmdum aðferðum við gerð þessara breyta í öllum úrtaksrannsóknum í félagsmálatölfræði. Enn fremur er innleiddur SIMS staðallinn fyrir lýsigagnagerð í ICT-HH, rétt eins og í öðrum afurðum félagsmálatölfræði. Það eru mikil framför þar sem fyrra viðmót gæðaskýrslna ICT-HH var afar sérstætt og mjög ólíkt öðrum gæðaskýrslum í opinberri félagsmálatölfræði. Mikill ávinningur er af 2. málsgrein 7. greinar þar sem fjallað er um tilreiknunaraðferðir. Þar er sérstaklega tekið fram að frekar skuli beita aðferðum sem taka mið af villuliðum þegar tilreiknun er framkvæmd, frekar en að tilreikna eitt stakt gildi. Þá er einnig mikill ávinningur sá að nú eru sömu breytiheiti notuð ár eftir ár, í stað þess að breyta þeim milli ára eða að nota sömu breytuheiti á mismunandi árum fyrir mismunandi upplýsingar. Með þeim skilgreiningum sem má finna í viðauka við reglugerðina er tryggt að breytuheiti haldast stöðug frá ári til árs, sem aftur gefur Hagstofunni möguleika á að auka sjálfvirknivæðingu í úrvinnslu og greiningu gagna, sem og skilum þeirra til Eurostat.  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Uppfæra þarf reglugerð 777/2016 um gildistöku og innleiðingu tiltekinna gerða Evrópusambandsins á sviði hagskýrslugerðar. Reglugerðin á sér stoð í lögum 163/2007 um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Forsætisráðuneytið
Ábyrg stofnun Hagstofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R1013
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 237, 22.7.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D067711/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 29.6.2023, p. 102
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 164, 29.6.2023, p. 105