Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1044 til viðbótar við reglugerð (ESB) 2018/1999 um gildi fyrir hnatthlýnunarmátt (GWP) og leiðbeiningar fyrir losunarbókhald. - 32020R1044

Commission Delegated Regulation (EU) 2020/1044 of 8 May 2020 supplementing Regulation (EU) 2018/1999 of the European Parliament and of the Council with regard to values for global warming potentials and the inventory guidelines and with regard to the Union inventory system and repealing Commission Delegated Regulation (EU) No 666/2014


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1044 frá 8. maí 2020 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1999 að því er varðar gildi fyrir hnatthlýnunarmátt og viðmiðunarreglur um bókhald og að því er varðar bókhaldskerfi Sambandsins sem og um niðurfellingu framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 666/2014
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, bókun) 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 223/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1044 frá 8. maí 2020 til viðbótar við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1999 með tilliti til gilda fyrir hnatthlýnunarmátt og leiðbeininga fyrir losunarbókhald og með tilliti til losunarbókhaldskerfis Evrópusambandsins sem fellir úr gildi framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 666/2014. Tilgangur reglugerðarinnar er að setja fram gildi fyrir hnatthlýnunarmátt sem aðildarríkjum og framkvæmdastjórninni ber að nota þegar þau skila inn losunarbókhaldi gróðurhúsalofttegunda ár hvert, frá og með 2023.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerð þessi er sett á grundvelli b-liðar 5. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1999 um stjórnun Orkusambandsins og aðgerðir í loftslagsmálum, sem fellir úr gildi reglugerð (ESB) 525/2013. Reglugerð þessi fellir jafnframt úr gildi reglugerð (ESB) nr. 666/2014 sem var viðbót við reglugerð (ESB) nr. 525/2013. Reglugerðir (ESB) nr. 525/2013 og (ESB) nr. 666/2014 gilda þó enn varðandi losunarbókhald sem skilað verður 2021 og 2022 vegna losunar árin 2019 og 2020, sbr. 8. gr. reglugerðar þessarar. Það athugist að reglugerð (ESB) nr. 666/2014 var ekki tekin upp í EES-samninginn.

Tilgangur þeirrar reglugerðar sem hér er til greiningar er að setja fram gildi fyrir hnatthlýnunarmátt sem aðildarríkjum og framkvæmdastjórninni ber að nota þegar þau skila inn losunarbókhaldi gróðurhúsalofttegunda ár hvert, frá og með 2023. Einnig er henni ætlað að skilgreina þær reglur sem aðildarríkjum ber að fylgja við útreikninga á losunarbókhaldi gróðurhúsalofttegunda. Þar að auki inniheldur reglugerðin lýsingar á ýmsum verkefnum framkvæmdarstjórnarinnar í tengslum við úrvinnslu á losunarbókhaldi aðildarríkja ESB, m.a. gæðastjórnun og útfyllingu losunartalna þegar við á (e. „gap filling“).

2. gr. reglugerðarinnar kveður á um að notuð séu gildi fyrir hnatthlýnunarmátt skv. viðauka I við reglugerðina, en gildin eru í samræmi við fimmtu matsskýrslu IPCC (e. Fifth Assessment Report). Þau gildi sem nú eru notuð við vinnslu losunarbókhaldsins eru úr fjórðu matsskýrslu IPCC (e. Fourth Assessment Report).

3. gr. reglugerðarinnar er sambærileg 6. gr. reglugerðar (ESB) nr. 666/2014 þar sem tekið er fram hvaða leiðbeiningum aðildarríkjum og framkvæmdastjórninni ber að fylgja við gerð losunarbókhalds. Helsta breytingin er sú að reglugerð þessi tilgreinir ekki allar uppfærslur sem gerðar hafa verið á leiðbeiningum IPCC frá 2006 (e. 2006 IPCC Guidelines for National Greenhouse Gas Inventories (Vol. 1)) heldur vísar í ákvörðun 18/CMA.1 við Parísarsáttmálann. Í ákvörðuninni segir í 20. gr. í kafla II að ríki skuli fylgja leiðbeiningum IPCC frá 2006 ásamt öllum uppfærslum eða viðbótum sem við þær kunna að vera gerðar í framtíðinni.

4. gr. reglugerðarinnar fjallar um gæðaferla sem framkvæmdarstjórnin ber ábyrgð á í tengslum við losunarbókhaldskerfi ESB (e. the Union greenhouse gas inventory system). Þar þurfa ríki að vera til ráðgjafar ef þörf er á og tryggja að losunarbókhald þeirra standist allar þær kröfur sem losunarbókhald ESB þarf að standast. Þessi grein er breytt frá fyrri reglugerð, aðallega að því er varðar framkvæmdastjórnina. Þó hefur því verið bætt við að ríkin sjálf þurfa að tryggja gæði gagna, losunarstuðla og annarra atriða í útreikningum á losun ríkisins, sbr. 4. mgr. 4. gr.

5. gr. reglugerðarinnar er nánast óbreytt frá fyrri reglugerð og fjallar um hvernig framkvæmdarstjórninni er heimilt að fylla inn í losunartölur frá aðildarríkjum þegar þeim er ekki skilað fyrir 15. mars ár hvert, samkvæmt 5. mgr. 37. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1999 (e. „gap-filling“). Skal framkvæmdarstjórnin þá nota bráðabirgðagögn, leiðréttingar úr úttektum fyrri ára eða leiðbeiningar IPCC frá 2006 til að fylla inn þær losunartölur sem vantar. Þetta skal framkvæmdarstjórnin gera fyrir 31. mars ár hvert í náinni samvinnu við viðkomandi ríki. Viðkomandi ríki þarf svo að skila þeim losunartölum sem unnar voru með framkvæmdarstjórninni til UNFCCC þann 15. apríl sama ár, sbr. 4. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1999.

6. gr. reglugerðarinnar fjallar um það hvernig framkvæmdarstjórnin skal gera fyrstu úttekt á losunartölum aðildarríkjanna eftir að þeim er skilað 15. janúar. Skv. 4. mgr. 37. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1999 skal úttekt þessari vera lokið innan sex vikna frá 15. janúar og aðildarríkjum ber að svara athugasemdum og gera viðeigandi lagfæringar áður en tölunum er aftur skilað þann 15. mars. Sambærilegt ákvæði var ekki að finna í reglugerð (ESB) nr. 666/2014, en hins vegar var sambærilegur listi í 29. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 749/2014. Helsta breytingin með 6. gr. felst í því að sett hefur verið ákvæði um mat framkvæmdarstjórnarinnar á losun og bindingu frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt (LULUCF).

Reglugerð þessi tekur gildi 1. janúar 2021, sbr. 7. gr.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Almennt
Á öðru skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar var losunarbókhald Íslands unnið í samræmi við tvíhliðasamning Íslands og ESB. Á grundvelli Parísarsáttmálans hafa Ísland og Noregur hins vegar gert sameiginlegt samkomulag við ESB um skuldbindingar ríkjanna hvors um sig á tímabilinu 2030-2040, og ákveðið hefur verið að taka þónokkrar gerðir ESB upp í EES-samninginn í því sambandi og því ljóst að nauðsynlegt verður að innleiða reglur um losunarbókhaldið, s.s. um vinnslu, úttekt og skil.

Athygli skal vakin á því að sú reglugerð sem liggur til grundvallar þeirri reglugerð sem hér er til greiningar, þ.e. reglugerð (ESB) 2018/1999 (Governance Regulation) er skv. upplýsingum í gagnagrunni EFTA enn til skoðunar hjá sérfræðingum EES/EFTA hvað varðar upptöku í EES-samninginn. Þó voru þau ákvæði hennar sem fjalla um losunarbókhaldið tekin upp í samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2019 en önnur ákvæði reglugerðarinnar fjalla um atriði tengd orku og eru enn til skoðunar. Því hefur ekki verið gerð nákvæm greining á áhrifum Governance Regulation eða því hvernig hún skuli innleidd í íslenskan rétt. Eftirfarandi tillögur að reglusetningu eru settar fram með fyrirvara um framangreint.

Þær reglur sem koma fram í Governance Regulation og reglugerð þeirri sem hér er til greiningar fjalla um skyldur ríkisins til að halda bókhald yfir losun gróðurhúsalofttegunda, um gildi fyrir hnatthlýnunarmátt, leiðbeiningar fyrir losunarbókhald og losunarbókhaldskerfi ESB. Æskilegast væri því að innleiða reglugerðirnar með tilvísunaraðferð í nýrri reglugerð, sbr. a-lið 7. gr. EES-samningsins. Er ekki talin þörf á lagabreytingum í því tilliti en skylda Umhverfisstofnunar til að halda bókhald yfir losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar kemur fram í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál. Þó er að mati Umhverfisstofnunar nauðsynlegt að skýra ákvæði 3. mgr. 6. gr. laganna hvað varðar heimild ráðherra til setningu reglugerðar um framkvæmd losunarbókhalds Íslands, sjá nánar í eftirfarandi umfjöllun.

Setning reglugerðar um framkvæmd bókhalds Íslands yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti:
Til innleiðingar á reglugerð þessari er að mati Umhverfisstofnunar nauðsynlegt að sett verði ný reglugerð sem fjallar um framkvæmd losunarbókhaldsins, m.a. uppbyggingu þess, form, skil til ESB og UNFCCC og úttektir á bókhaldinu, sem og um landsbundin losunarbókhaldskerfi og gildi fyrir hnatthlýnunarmátt. Yrði reglugerð sú sem hér er til greiningar innleidd með tilvísunaraðferð.

Æskilegt væri að reglugerð (ESB) 2020/1208 sem einnig er sett á grundvelli Governance Regulation og fjallar um umgjörð og framkvæmd losunarbókhalds yfir gróðurhúsalofttegundir og landsbundin losunarbókhaldskerfi verði innleidd í sömu reglugerð, en Umhverfisstofnun hefur nýlega lokið við greiningu á reglugerð (ESB) 2020/1208.

Breytingar á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál:
Að mati Umhverfisstofnunar er nauðsynlegt að gera breytingar á reglugerðarákvæði 3. mgr. 6. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál til setningar nýrrar reglugerðar um losunarbókhald Íslands yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Taka þarf af allan vafa um það að á grundvelli ákvæðisins verða ekki eingöngu sett reglugerðarákvæði um upplýsingagjöf annarra stofnana til Umhverfisstofnunar skv. 2. mgr. 6. gr. laganna heldur einnig ákvæði um hlutverk og skyldur Umhverfisstofnunar í tengslum við bókhaldið, framkvæmd þess, þ. á m. um landsbundin losunarbókhaldskerfi, og skýrslugjöf Íslands í þessu sambandi.
Leggur Umhverfisstofnun því til að 3. mgr. 6. gr. verði breytt og hljóði svo:
„Ráðherra skal setja reglugerð þar sem nánar er kveðið á um losunarbókhald og framkvæmd þess skv. 1. mgr. og upplýsingagjöf skv. 2. mgr., þar á meðal um skýrslugjöf og hvaða aðilum beri skylda til að taka saman gögn varðandi losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda og skila til Umhverfisstofnunar.“
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Ekki er talið að gerðin hafi verulegan kostnað í för með sér, með þeim fyrirvara að þegar gerðar eru uppfærslur eða viðbætur á leiðbeiningum IPCC frá 2006 gæti það haft aukna vinnu í för með sér fyrir starfsfólk Umhverfisstofnunar, sbr. umfjöllun um 3. gr. reglugerðarinnar í efnisútdrætti.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Orkustofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R1044
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 230, 17.7.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2020)2841
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 8.2.2024, p. 63
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/274, 8.2.2024