32020R1058

Commission Delegated Regulation (EU) 2020/1058 of 27 April 2020 amending Delegated Regulation (EU) 2019/945 as regards the introduction of two new unmanned aircraft systems classes


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1058 frá 27. apríl 2020 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/945 að því er varðar innleiðingu tveggja nýrra flokka ómannaðra loftfarskerfa
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/945. Verið er að innleiða tvö ný ómönnuð loftfarskerfi, e. unmanned aircraft systems. Ómannað loftfarskerfi er kerfi sem snýst um starfrækslu ómannaðra loftfara. Kerfið má skilgreina sem reglur um loftfarið sjálft, farm þess, samskiptatækni, stjórnenda o.fl. Reglurnar eru bæði reglur um tæknilega útfærslu og skilgreiningar, reglur um samskipti og hegðun auk annars sem nauðsynlegt er. Markmiðið með gerðinni er að setja fram tæknilegar kröfur fyrir loftfarskerfin (UAS) tvö. Áhrif fyrir framleiðendur. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/945. Verið er að innleiða tvö ný ómönnuð loftfarskerfi, e. unmanned aircraft systems. Ómannað loftfarskerfi er kerfi sem snýst um starfrækslu ómannaðra loftfara. Kerfið má skilgreina sem reglur um loftfarið sjálft, farm þess, samskiptatækni, stjórnenda o.fl. Reglurnar eru bæði reglur um tæknilega útfærslu og skilgreiningar, reglur um samskipti og hegðun auk annars sem nauðsynlegt er. Markmiðið með gerðinni er að setja fram tæknilegar kröfur fyrir loftfarskerfin (UAS). Kröfurnar til slíkra kerfa eru mismunandi eftir því hver gerð loftfarsins er, til hvers það er ætlað og miðast við mismunandi áhættu.
Aðdragandi: Ómönnuð loftfarskerfi (UAS), sem hafa minnstu áhættu í för með sér og þar sem nægjanlegt að rekstraraðili leggi fram yfirlýsingu í stað þess að fá formlegt leyfi eins og heimilað er í 1. viðbæti við viðauka I við reglugerð (ESB) 2019/947, falla ekki undir staðlaðar reglufylgniaðferðir fyrir flug.
Því er nauðsynlegt að setja sérstakar reglur fyrir slík kerfi sem samrýmast áhættunni sem stafar af þeim.
Með þessari gerð eru settar fram kröfur fyrir tvö ný UAS-loftfarskerfi fyrir ómönnuð loftför sem í opnum flokki. Kröfurnar eru mismunandi og miðast við mismunandi áhættu.
Vegna þessara breytinga þarf að breyta II. kafla við reglugerð (ESB) 2019/945, um tæknilegar kröfur, þannig að kaflinn nái einnig yfir þessi tvö nýju loftfarskerfi.
Efnisútdráttur: Með þessari gerð eru gerðar breytingar á reglugerð 2019/945. Kynnt eru tvö ný kerfi og þær tæknilegu kröfur sem til þeirra eru gerðar. Kerfin eru nefnd nefnd C5 og C6. Þau falla í opinn flokk og eru gerðar kröfur til þeirra í samræmi við það.
Stöðluðu aðferðum hefur verið bætt við 1. viðbæti í viðauka I við reglugerð (ESB) 2019/947 þar sem skilgreind eru skilyrði fyrir því að rekstraraðilar UAS megi reka kerfin eftir að hafa skilað yfirlýsingu til lögbærs yfirvalds.
Vegna þessara nýju kerfa þarf að uppfæra reglugerð (ESB) 2019/945 meðal annars hvað viðvíkur tæknilegum kröfum sem UAS kerfin þurfa að uppfylla til að mega vera starfrækt í STS.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi:
Almennt: Með reglugerðinni eru settar fram kröfur um hönnum búnaðar og tækjabúnaðar sem tengist ómönnuðum loftförum. Enn fremur er fjallað um auðkenningu viðbótarbúnaðar við ómönnuð loftför á markaði og frjálst flæði ómannaðra loftfara innan sambandsins.
Tveir nýir flokkar eru gefnir út, C5 og C6 í opnum flokki, fyrir notendur ómannaðra loftfara sem hyggjast vera með starfsemi í umræddum flokki og felst m.a. í tiltekinni afkastagetu og meira upplýsingaflæði til stjórnanda. Enn fremur eru gerðar kröfur á framleiðendur og innflytjendur um upplýsingagjöf til þeirra aðila sem sinna markaðseftirliti.
Helstu verkefni: Helstu breytingar felast í kröfum á framleiðendur hvað varðar getu búnaðar og upplýsingaskyldu milli aðila. Með möguleika á að senda yfirlýsingu til flugmálayfirvalda og þá ekki gert ráð fyrir jafn ítarlegri eftirlitsskyldu eins og gagnvart ómönnuðum loftförum sem fá skírteini/vottun flugmálayfirvalda. Samgöngustofa þarf að setja fram verklagsreglur um meðhöndlun yfirlýsinga og utanumhald. Kynna þarf kröfurnar til eigenda og notenda auk þeirra sem sinna markaðseftirliti (ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða aðili mun sjá um eftirlitið).
Starfsmenn / kostnaður: Eins og fram kemur í áhrifamati v. reglugerðar 2019/945 og 2019/947 er þörf á að þjálfa eftirlitsmenn og setja upp kerfi til þess að halda utan um gögn, þ.e. yfirlýsingar, og meta hvort þau eru viðunandi.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin fyrir innleiðingu gerðarinnar er ekki fyrir hendi í núgildandi loftferðalögum en mun vera í endurskoðuðum loftferðalögum sem nú er unnið að.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin fyrir innleiðingu gerðarinnar er ekki fyrir hendi í núgildandi loftferðalögum en mun vera í endurskoðuðum loftferðalögum sem nú er unnið að.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R1058
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 232, 20.7.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023