32020R1159
Commission Implementing Regulation (EU) 2020/1159 of 5 August 2020 amending Regulations (EU) No 1321/2014 and (EU) No 2015/640 as regards the introduction of new additional airworthiness requirements


Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1159 frá 5. ágúst 2020 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1321/2014 og (ESB) nr. 2015/640 að því er varðar innleiðingu nýrra viðbótarlofthæfikrafna
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 115/2023 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Meginmarkmið með gerðinni er að stuðla að auknu öryggi. Til að viðhalda öryggis- og umhverfiskröfum í Sambandinu þarf að kynna viðbótar lofthæfiskröfur sem eiga við um loftför sem nú þegar hafa verið tegundarvottuð og þurfa ekki að hlíta breytingum sem kveðið er á um í vottunarforskriftum (CS). Breytingarnar snúa fyrst og fremst að hönnunarfyrirtækjum og hafa helst áhrif á ný loftför. Þær geta þó einnig haft áhrif á loftför sem þegar eru í notkun en það fer eftir tegund og aldri loftfara og hvað viðbótakröfur DHAs setja. Gerðin hefur takmörkuð áhrif hér á landi. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur.
Nánari efnisumfjöllun
Markmið sem að er stefnt: Meginmarkmið með gerðinni er að stuðla að auknu öryggi. Um er að ræða framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á reglugerð (ESB) 1321/2014 og (ESB) 2015/640 að því er varðar innleiðingu á nýjum viðbótarkröfum vegna lofthæfis.
Aðdragandi: Samkvæmt 3. mgr. 76. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1139 gefur Flugöryggisstofnun Evrópu út vottunarforskriftir (CS) og uppfærir þær reglulega.
Til að viðhalda öryggis- og umhverfiskröfum í Sambandinu þarf að kynna viðbótar lofthæfiskröfur sem eiga við um loftför sem nú þegar hafa verið tegundarvottuð og þurfa ekki að hlíta breytingum sem kveðið er á um í vottunarforskriftum (CS).
Efnisútdráttur: Í þessari reglugerð, (ESB) 2020/1158, er mælt fyrir um viðbótar lofthæfisforskriftir sem fylgja þarf til að tryggja áframhaldandi lofthæfi og öryggi loftfara eftir því sem þau eldast.
Breytingarnar snúa að hönnunarfyrirtækjum. Breytingunum er ætlað að tryggja að handhafar hönnunarviðurkenninga (DAHs), umsækjendur tegundavottorða (TC) og (STC), hönnunarbreytinga og gerðarviðurkenninga, skrásetji tilteknar upplýsingar á ákveðnu formi. Verklagsreglur, leiðbeiningar og handbækur sem tengjast aldri loftfara skulu vera aðgengileg rekstraraðilum loftfara. Þá er gerð krafa um að rekstraraðilar setji sömu gögn í viðhaldsáætlun fyrir hvert loftfar samhliða upplýsingum um viðhald þess.
Breytingarnar snúa fyrst og fremst að hönnunarfyrirtækjum og hafa helst áhrif á ný loftför. Þær geta þó einnig haft áhrif á loftför sem þegar eru í notkun en það fer eftir tegund og aldri loftfara og hvað viðbótakröfur DHAs setja.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur takmörkuð áhrif hér á landi. Hún snýr mest að hönnunarfyrirtækjum og ekki hægt að segja til um áhrif á loftför sem eru þegar í notkun. Því eldri sem loftförin eru, því meiri líkur til að setja þurfi viðbótar verkefni í viðhaldsáætlun og framkvæma.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998.
Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Hönnunarfyrirtæki, umráðendur stórra loftfara, yfirvöld
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.
Aðdragandi: Samkvæmt 3. mgr. 76. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1139 gefur Flugöryggisstofnun Evrópu út vottunarforskriftir (CS) og uppfærir þær reglulega.
Til að viðhalda öryggis- og umhverfiskröfum í Sambandinu þarf að kynna viðbótar lofthæfiskröfur sem eiga við um loftför sem nú þegar hafa verið tegundarvottuð og þurfa ekki að hlíta breytingum sem kveðið er á um í vottunarforskriftum (CS).
Efnisútdráttur: Í þessari reglugerð, (ESB) 2020/1158, er mælt fyrir um viðbótar lofthæfisforskriftir sem fylgja þarf til að tryggja áframhaldandi lofthæfi og öryggi loftfara eftir því sem þau eldast.
Breytingarnar snúa að hönnunarfyrirtækjum. Breytingunum er ætlað að tryggja að handhafar hönnunarviðurkenninga (DAHs), umsækjendur tegundavottorða (TC) og (STC), hönnunarbreytinga og gerðarviðurkenninga, skrásetji tilteknar upplýsingar á ákveðnu formi. Verklagsreglur, leiðbeiningar og handbækur sem tengjast aldri loftfara skulu vera aðgengileg rekstraraðilum loftfara. Þá er gerð krafa um að rekstraraðilar setji sömu gögn í viðhaldsáætlun fyrir hvert loftfar samhliða upplýsingum um viðhald þess.
Breytingarnar snúa fyrst og fremst að hönnunarfyrirtækjum og hafa helst áhrif á ný loftför. Þær geta þó einnig haft áhrif á loftför sem þegar eru í notkun en það fer eftir tegund og aldri loftfara og hvað viðbótakröfur DHAs setja.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur takmörkuð áhrif hér á landi. Hún snýr mest að hönnunarfyrirtækjum og ekki hægt að segja til um áhrif á loftför sem eru þegar í notkun. Því eldri sem loftförin eru, því meiri líkur til að setja þurfi viðbótar verkefni í viðhaldsáætlun og framkvæma.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998.
Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Hönnunarfyrirtæki, umráðendur stórra loftfara, yfirvöld
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Lagast: 7. mgr. 28. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing: breyting á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar |
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Ekki vitað |
---|
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Innviðaráðuneytið |
---|---|
Ábyrg stofnun | Samgöngustofa |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32020R1159 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 257, 6.8.2020, p. 14 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
Samþykktardagur i ESB |
---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2023/02264, 9.11.2023 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Græn: Innleitt |
---|---|
Viðeigandi lög/reglugerði |