32020R1203

Commission Delegated Regulation (EU) 2020/1203 of 9 June 2020 amending Annex I to Regulation (EU) 2019/1021 of the European Parliament and of the Council as regards the entry for perfluorooctane sulfonic acid and its derivatives (PFOS)


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1203 frá 9. júní 2020 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1021 að því er varðar færsluna fyrir perflúoróoktansúlfónsýru og afleiður hennar (PFOS)
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 372/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin varðar þrengingu þeirra skilyrða sem gilda um notkun PFOS (perflúoróoktansúlfónsýru) og afleiða hennar, sem eru á bannlista í I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 2019/1021 um þrávirk lífræn mengunarefni.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin breytir I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 2019/1021 um þrávirk lífræn mengunarefni varðandi sértækar undanþágur frá banni við notkun PFOS (perflúoróoktansúlfónsýru) og afleiða hennar.
Ákvæðinu er breytt með þeim hætti að undanþágan, sem áður var ótímabundin, gildir nú aðeins til 7. september 2025 og með því skilyrði að aðildarríki sem nýta sér hana skili skýrslu til framkvæmdastjórnar ESB eigi síðar en 7. september 2024 um þann árangur sem hafi náðst í að fasa efnið út.
Framkvæmdastjórnin skal, fyrir 7. september 2025, meta þörfina fyrir framlengingu undanþágunnar um mest fimm ár.
Reglugerðin tók gildi 7. september 2020.
Reglugerð (ESB) nr. 2019/1021 er ekki hluti af EES-samningnum enn sem komið er. Innleiðing þessarar gerðar ætti að fara fram samhliða innleiðingu hennar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Sem stendur er fjallað um þrávirk lífræn efni í reglugerð nr. 954/2013. Lagastoð í efnalögum nr. 61/2013.
Líklega verður sú gerð felld úr gildi og ný reglugerð sett til innleiðingar á reglugerð (ESB) nr. 2019/1021. Ákvæði þessarar gerðar ættu þá að innleiðast í nýju gerðinni.
Lagastoð er í 11. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og 13. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R1203
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 270, 18.8.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2020)3639
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 23, 14.3.2024, p. 80
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/680, 14.3.2024