32020R1694

Regulation (EU) 2020/1694 of the European Parliament and of the Council of 11 November 2020 amending Regulation (EU) No 168/2013 as regards specific measures on L-category end-of-series vehicles in response to the COVID-19 pandemic


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1694 frá 11. nóvember 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar sértækar ráðstafanir í tengslum við „síðustu ökutæki gerðar“ í flokki L til að bregðast við COVID-19-heimsfaraldrinum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 099/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerðinni er heimilað að svokölluð „end of series“ ökutæki í L flokki séu seld lengur en upphaflega var áætlað vegna COVID-19 faraldursins. Ökutæki sem falla undir þessa skilgreiningu eru miðuð eru við eldri mengunar staðla. Til ökutækja í L-flokki teljast til dæmis bifhjól og létt bifhjól. Faraldurinn leiddi til þess að framleiðendur sitja nú uppi með meiri birgðir af slíkum hjólum þar sem sala varð mun minni en gert var ráð fyrir. Því er nauðsynlegt að heimila að hægt sé að skrá hjól sem gerð eru samkvæmt eldir stöðlum og þegar hafa verið framleidd til 15. mars 2020. Lítil áhrif hér. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Með reglugerðinni er heimilað að svokölluð „end of series“ ökutæki í L flokki séu seld lengur en upphaflega var áætlað vegna COVID-19 faraldursins. Ökutæki sem falla undir þessa skilgreiningu eru miðuð við eldri mengunarstaðla. Til ökutækja í L-flokki teljast til dæmis bifhjól og létt bifhjól. Faraldurinn leiddi til þess að framleiðendur sitja nú uppi með meiri birgðir af slíkum hjólum þar sem sala varð mun minni en gert var ráð fyrir. Því er nauðsynlegt að heimila að hægt sé að skrá hjól sem gerð eru samkvæmt eldri stöðlum og þegar hafa verið framleidd til 15. mars 2020.
Efnisúrdráttur: Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur leitt til þess að erfitt hefur reynst að fá varahluti og íhluti í ökutæki í L-flokki. Þá hefur eftirspurn eftir slíkum hjólum dalað verulega. Það hefur leitt til að illa hefur gengið fyrir framleiðiendur að losa sig við birgðir af ökutækjum með Euro 4 mengunarstaðal. Síðustu forvöð til að skrá ökutæki sem framleidd eru undir þeim staðli er 1. janúar 2021. Þá átti Euro 5 að taka við skv. reglugerð 168/2013/ESB.
Í ákvæðum reglugerðarinnar um „End of series“ er framleiðendum þó heimilað að selja ákveðinn hluta eldri hjólanna. Vegna truflananna sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér er ljóst að ákvæði reglugerðarinnar um „end of series“ duga ekki til þess að framleiðendur geti losað sig við birgðir af eldri gerð hjóla eins og heimilað hafði verið. Vegna þessara fordæmalausu aðstæðna er nauðsynlegt að breyta reglugerðinni til að sleppa við mögulega truflun á markaði. Til að tryggja að þessi sérstöku úrræði eigi eingöngu við ökutæki sem þegar höfðu verið framleidd þegar heimsfaraldurinn skall á má „end-of-series“ ákvæðið ekki ná til fleiri ökutækja en til voru þann 15. mars 2020.
1. gr.: bætt er við 44. gr. a. við reglugerð nr. 168/2013/ESB sem fjallar um sérstök úrræði um „end of series“ vegna COVID-19. Þessi ökutæki má skrá sem „end of series“ ökutæki fram til 31. desember 2021. Sá framleiðandi sem vill nýta sér þetta ákvæði þarf að sækja um það hjá viðkomandi yfirvaldi þess aðildarríkis þar sem nota á ökutækin. Yfirvaldið hefur þá mánuð til að ákveða hvort heimila eigi skráninguna og hversu mörg ökutæki falla þar undir. Þá skal skrá „2021-end of series“ á svokallað „Certificate of Conformity“ vottorð, CoC vottorðið. Fyrir 1. júlí 2021 skulu öll aðildarríki upplýsa Framkvæmdastjórnina um fjölda ökutækja sem fengu skráningu á grundvelli þessa ákvæðis.
2. gr. fjallar um gildistöku.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Óveruleg.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019. Innleiðing verði með breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Ökutækjaumboð sem selja þessar tegundir ökutækja.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Aðildarríkin eiga að upplýsa Framkvæmdastjórnina um fjölda ökutækja sem hlutu skráningu á grundvelli þessarar reglugerðar. Það yrði ESA í tilviki Íslands.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019. Innleiðing verði með breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R1694
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 381, 13.11.2020, p. 4
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2020) 491
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 5, 18.1.2024, p. 21
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/94, 18.1.2024