Reglugerð (ESB) 2020/2084 um breytingu á reglugerð (ESB) 2018/2067 um vottun og faggildingu (AVR). - 32020R2084

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/2084 of 14 December 2020 amending and correcting Implementing Regulation (EU) 2018/2067 on the verification of data and on the accreditation of verifiers pursuant to Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2084 frá 14. desember 2020 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2067 um sannprófun á gögnum og um faggildingu sannprófenda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 395/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð þessi felur í sér ýmsar breytingar og leiðréttingar á reglugerð (ESB) 2018/2067 um vottun og faggildingu í ETS-kerfinu samkvæmt tilskipun 2003/87/EB. Helstu breytingar snúa að auknu samræmi við reglugerðir (ESB) 2019/1842 og 2019/331 sem gilda fyrir rekstraraðila á fjórða viðskiptatímabilinu. Einnig felur hún í sér ákvæði um heimild til fjarvottunar vegna Force Majeure, sem er nýmæli og var sett m.a. vegna vandkvæða eða ómöguleika vottunaraðila við að uppfylla skyldu um vettvangsheimsóknir í vottunarferlinu á tímum Covid-19 heimsfaraldursins.

Nánari efnisumfjöllun

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2084, sem hér er til greiningar, var sett til breytinga og leiðréttinga á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2067 um vottun og faggildingu innan viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (hér eftir skammstöfuð AVR), sem sett er á grundvelli 15. gr. tilskipunar 2003/87/EB.
Helstu breytingarnar sem felast í reglugerð þessari eru eftirfarandi:

• Breytingar eru gerðar til að samræma reglurnar í AVR við reglugerðir (ESB) 2019/331 og reglugerð (ESB) 2019/1842, m.a. til að fella reglur um vottun á skýrslum um
starfsemisstig (e. annual activity level report) sem settar eru fram með reglugerð (ESB)2019/1842, inn í AVR, ásamt fleiri atriðum tengdum breytingum á starfsemisstigi.

• Breytingar eru gerðar á AVR til samræmis við samræmda staðla sem eru endurskoðaðir reglulega.

• Reglurnar í 4. gr. AVR um fyrirframætlað samræmi eru skýrðar nánar.

• Samkvæmt reglugerðum (ESB) 2019/331 og 2019/1842 skal áætlun um aðferðafræði vöktunar (e. monitoring methodology plan) innihalda viðeigandi ákvæði um vöktun þegar
rekstraraðilar sækja um endurgjaldslausar losunarheimildir skv. 10. gr. a tilskipunar 2003/87/EB. Því er ekki lengur viðeigandi að kveða á um vottun á þeim þáttum sem skipta
máli fyrir úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda á grundvelli vöktunaráætlunar (e. monitoring plan) samkvæmt AVR.

• Breytingar eru gerðar á reglum um aðgengi lögbærs stjórnvalds að innri sannprófunargögnum (e. internal verification documentation) til þess að tryggja að mat á vottun eigi sér
stað innan þess tímaramma sem lögbært stjórnvald ákveður, sbr. 3. mgr. 26. gr. AVR.

• Reglur um hæfi vottunaraðila sem óska eftir faggildingu eru skýrðar nánar til að stuðla að frekari samræmingu innan Sambandsins og bæta skilvirkni faggildingarkerfisins, sbr.
22.-26. tölul. 1. gr. reglugerðar þessarar. Einnig er skilgreiningu á hugtakinu „vottunaraðila“ breytt. Áður féll bæði lögaðili (e. legal person) og annar lögformlegur aðili
(e. another legal entity) undir skilgreininguna en „annar lögformlegur aðili“ hefur verið tekinn út, sbr. 3. tölul. 3. gr. AVR.

• Sett er nýtt ákvæði með 34. gr. a AVR, sbr. 21. tölul. 1. gr. reglugerðar þessarar, um heimild til fjarvottunar þegar um alvarlegar, óvenjulegar og ófyrirsjáanlegar aðstæður
(Force Majeure) er að ræða, sem valda því að vottunaraðili getur ekki uppfyllt skyldu sína um vettvangsheimsókn í vottunarferlinu. Skal ákvörðun vottunaraðila um fjarvottun
byggja á áhættumati þar sem farið er sérstaklega yfir þá áhættuþætti sem geta falist í fjarvottun og skal vottunaraðili gera allt sem í hans valdi stendur til að lágmarka
áhættuna. Skilyrði er að viðkomandi rekstraraðili eða flugrekandi afli samþykkis lögbærs stjórnvalds fyrir fjarvottun og að áhættumat sé lagt fram. Ef vottunaraðili er af
einhverjum ástæðum ekki sáttur við fjarvottunarferlið eða niðurstöðu þess skal vettvangsheimsókn fara fram svo fljótt sem kostur er. Vegna covid-19 heimsfaraldursins hefur
Umhverfisstofnun veitt heimild til fjarvottunar skv. nýrri 34. gr. a AVR þrátt fyrir að reglugerð þessi hafi ekki verið innleidd hér á landi. Þetta hefur verið gert til að
tryggja jafnræði milli flugrekenda og rekstaraðila innan ETS-kerfisins í Evrópu, enda er vettvangsheimsókn vottunaraðila í sumum tilvikum ómöguleg á þessum tímum.

• Gerðar eru breytingar á 41. gr. AVR sem fjallar um verklagsreglur vottunaraðila þar sem settur er fram listi yfir innihald stjórnunarkerfisins þar sem vottunaraðili þarf að
hafa upplýsingar um stefnur og ábyrgð, yfirferð stjórnenda, innri úttektir, úrbætur, aðgerðir til að takast á við áhættu og tækifæri, fyrirbyggjandi aðgerðir og stjórnun
skjalakerfa, sbr. 24. tölul. 1. gr. reglugerðar þessarar. Þessi listi er nýr og rammar verklagsreglur vottunaraðila enn frekar inn og gefur þeim aukið vægi.

• Gerðar eru breytingar á 43. gr. AVR sem fjallar um hlutleysi og sjálfstæði vottunaraðila þar sem því er bætt við að vottunaraðili skuli hafa áhættuna á óhlutdrægni í huga
þegar sami flugrekandi eða rekstraraðili er vottaður annað árið í röð, og gera ráðstafanir til að draga úr þeirri áhættu, sbr. 26. tölul. 1. gr. reglugerðar þessarar. Einnig
er nýrri 8. mgr. bætt við 43. gr. AVR varðandi tíðni vottana af hendi sama aðalvottunaraðila (e. lead verifier) sem felur í sér að ef sami aðalvottunaraðili framkvæmir árlega
vottun í fimm ár samfellt fyrir tiltekna starfsstöð, skuli sá vottunaraðili taka hlé í þrjú ár samfleytt frá því að votta sömu starfsstöð. Fimm ára hámarkstímabilið felur í
sér vottun á losun eða úthlutunargögnum tiltekinnar starfsstöðvar frá og með 1. janúar 2021.

• Einnig eru með reglugerð þessari gerðar ýmsar tæknilegar leiðréttingar á AVR, s.s. þar sem rétt númer reglugerða (ESB) 2019/331 og 2019/1842 eru sett inn.

Reglugerð þessi tók gildi innan ESB 1. janúar 2021.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Setja þarf reglugerð til innleiðingar á reglugerð þessari. Nú er unnið að innleiðingu reglugerðar (ESB) 2018/2067 með setningu nýrrar reglugerðar um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, og yrði því hagkvæmast að innleiða reglugerð þessa samhliða, með sömu reglugerð, á grundvelli 5. mgr. 21. gr. b laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Ef ákveðið verður að bíða með innleiðingu reglugerðar þessarar þar til hún hefur verið tekin upp í EES-samninginn þarf að gera breytingar á reglugerð um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem nú er í vinnslu, hafi hún þegar tekið gildi.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Vísað er í nýja 34. gr. a um fjarvottanir sem fjallað er um hér að ofan. Vegna covid-19 heimsfaraldursins tók Umhverfisstofnun þá ákvörðun að beita framangreindu ákvæði um fjarvottanir þrátt fyrir að reglugerð þessi hafi ekki verið tekin upp í EES-samninginn og innleidd hér á landi, þar sem gæta þarf jafnræðis við flugrekendur og rekstraraðila í Evrópu. Því er nauðsynlegt að upptaka reglugerðar þessarar í EES-samninginn gangi hratt og örugglega fyrir sig, þar sem að hagsmunir íslenskra fyrirtækja í ETS-kerfinu eru í húfi.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R2084
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 423, 15.12.2020, p. 23
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D070352/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 23, 14.3.2024, p. 118
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/693, 14.3.2024