32020R2148

Commission Delegated Regulation (EU) 2020/2148 of 8 October 2020 amending Regulation (EU) No 139/2014 as regards runway safety and aeronautical data

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 121/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Meginmarkmið gerðarinnar er að auka öryggi flugbrauta og flugmálagagna. Breytingar sem kynntar eru með henni snúa einkum að skipulags- og rekstrarkröfum sem gerðar eru í reglugerð (ESB) nr. 139/2014 en nauðsynlegt þykir að breyta til að auka öryggi. Þá eru einnig kynntar nýjar kröfur sem hafa sama tilgang. Breytingarnar snúa að því að rekstraraðilar flugvalla eiga að tryggja gæði flugmálagagna og flugmálaupplýsinga sem eru hluti af gagnakeðju flugs. Þá snúa þær að áætlunum, þjálfun og ferlum um öryggi á flugbrautum til að draga úr líkum á átroðningi á flugbrautum og aðskotahlutum á þeim. Jákvæð áhrif hér á landi. Kostnaður óverulegur fyrir Samgöngustofu og líklega ekki mikill fyrir Isavia.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða reglugerð um breytingar á reglugerð (ESB) 139/2014 að því er varðar öryggi loftfara á flugbrautum, flugmálagögn og flugmálaupplýsingar.
Meginmarkmið gerðarinnar er að auka öryggi flugbrauta og flugmálagagna. Breytingar sem kynntar eru með henni snúa einkum að skipulags- og rekstrarkröfum sem gerðar eru í reglugerð (ESB) nr. 139/2014 en nauðsynlegt þykir að breyta til að auka öryggi. Þá eru einnig kynntar nýjar kröfur sem hafa sama tilgang.
Breytingarnar snúa að því að rekstraraðilar flugvalla eiga að tryggja gæði flugmálagagna og flugmálaupplýsinga sem eru hluti af gagnakeðju flugs. Þá snúa þær að áætlunum, þjálfun og ferlum um öryggi á flugbrautum til að draga úr líkum á átroðningi á flugbrautum og aðskotahlutum á þeim.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Tillagan snýst um breytingar á flugmálagögnum sem tengd eru flugvöllum.
Um er að ræða breytingar á reglugerð (ESB) 139/2014 sem hafa verið í bígerð um skeið hjá EASA. Breytingarnar snúa einkum að fínstillingu á ýmsum ákvæðum um öryggi á flugbrautum og átroðningi á þeim sem og flugmálagögn og flugmálaupplýsingar um flugvelli og meðhöndlun þeirra gagna.
Mikilvægt er að greina breytingarnar vandlega og þau áhrif sem þær munu hafa á rekstraraðila flugvalla. Samráðstímabil er til 17. febrúar 2021. Nú þegar er hafin samvinna Samgöngustofu við ISAVIA um þá greiningu. Öryggisnefnd FÍA hefur óskað eftir að taka þátt í samráðinu.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 56. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998.
Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Ekki er talið að gerðin kalli á kostnaðarauka fyrir Samgöngustofu þar sem þær snúa að reglubundnu eftirliti sem stofnunin sinnir nú þegar.
Kostnað fyrir rekstraraðila flugvalla (ISAVIA) er áætlaður óverulegur þar sem breytingarnar krefjast ekki mikils búnaðar eða innviðabreytinga. Það eru helst slíkar breytingar sem eru kostnaðarsamar fyrir rekstraraðila flugvallar. Breytingarnar kalla þó á fínstillingu og aðlögun kerfa, ferla og verklagsreglna og að framfylgja þeim.
Mikilvægt er að greina breytingarnar vandlega og þau áhrif sem þær munu hafa á rekstraraðila flugvalla. Samráðstímabil er til 17. febrúar 2021. Nú þegar er hafin samvinna Samgöngustofu við ISAVIA um þá greiningu. Öryggisnefnd FÍA hefur óskað eftir að taka þátt í samráðinu.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 56. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing með breytingu á reglugerð nr. 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R2148
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 428, 18.12.2020, p. 10
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2020)6822
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 88
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02402, 9.11.2023