Ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar um að færa inn landsbundnar úthlutunartöflur vegna flugs fyrir aðildarríki EES inn í skráningarkerfi með losunarheimildir fyrir árin 2021-2023. - 32021D0210(01)

Commission Decision of 16 December 2020 on instructing the central administrator to enter the national aviation allocation tables of Belgium, Bulgaria, Cyprus, Czechia, Denmark, Germany, Estonia, Ireland, Greece, Spain, France, Croatia, Iceland, Italy, Latvia, Lithuania, Luxembourg, Hungary, Malta, the Netherlands, Norway, Austria, Poland, Portugal, Romania, Slovenia, Slovakia, Finland and Sweden into the European Union Transaction Log 2021/C 47 I/01


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
Finna má upplýsingar um stöðu gerðar neðar

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem ESB og EFTA-ríkin innan EES telja að eigi ekki að taka upp í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að fela miðlægum stjórnanda viðskiptaskrár Evrópusambandsins að færa landsbundnar úthlutunartöflur vegna flugs fyrir aðildarríki EES fyrir árin 2021-2023 inn í viðskiptadagbók Evrópusambandsins (EUTL).

Nánari efnisumfjöllun

Í 1. mgr. 28. gr. a tilskipunar 2003/87/EB er kveðið á um tímabundna undanþágu á gildissviði tilskipunarinnar hvað varðar flug til og frá flugvöllum í löndum utan EES svæðisins og frá flugi milli EES og ystu svæða og á milli ystu svæða fyrir tímabilið 2013 til 2023. Ennfremur er kveðið á um í 2. mgr. sömu greinar að flugrekendur fái úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum sem fer fækkandi í hlutfalli við minnkað gildissvið.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði fyrirskipað miðlægum stjórnanda viðskiptadagbókar Evrópusambandsins með fyrri ákvörðunum að færa inn landsbundnar úthlutunartöflur vegna flugs fyrir aðildarríkin fyrir árin 2013-2016 og fjöldi endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir 2017-2023 var birtur af aðildarríkjum þann 1. september 2018 skv. 2. mgr. 28. gr. a tilskipunar 2003/87/EB. Þessum töflum var hlaðið upp í skráningarkerfið til og með árinu 2020 en ekki var unnt að hlaða úthlutunartöflum eftir þann tíma þar sem virkni skráar Sambandsins leyfði það ekki á þeim tíma.

Sama málsgrein, þ.e.a.s. 2. mgr. 28. gr. atilskipunar 2003/87EB kveður á um að fjöldi endurgjaldslausra losunarheimilda skuli vera háður línulegum lækkunarstuðli sem um getur í 9. gr. tilskipunarinnar, en í þeirri grein segir að hann skuli vera 2,2% frá og með árinu 2021.

Vegna útgöngu Bretlands úr ESB eru flug frá, innan eða til flugvalla í Bretlandi ekki háð skýrsluskilum og reglufylgni frá árinu 2021, í kjölfar tímabundinnar undanþágu sem fram kemur í 1. mgr. 28. gr. a tilskipunar 2003/87/EB. Í kjölfarið þarf því að endurskoða fjölda endurgjaldslausra losunarheimilda í samræmi við minnkað gildissvið fyrir árin 2021-2023, þ.e.a.s. þar sem að flug til og frá Bretlandi eru ekki lengur innan gildissviðs ETS- kerfisins.

Belgía, Búlgaría, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Þýskaland, Eistland, Írland, Grikkland, Spánn, Frakkland, Króatía, Ísland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Ungverjaland, Malta, Holland, Noregur, Austurríki, Pólland, Portúgal, Rúmenía , Slóvenía, Slóvakía, Finnland og Svíþjóð tilkynntu framkvæmdastjórninni um landsbundnar úthlutunartöflur sínar fyrir flug, og telur framkvæmdastjórnin að þessar töflur séu í samræmi við 28. gr. a tilskipunar 2003/87/EB og því þarf miðlægi stjórnandinn að gera samsvarandi breytingar í skrá Sambandsins.

Eina grein þessarar ákvörðunar fjallar því um að miðlægi stjórnandinn skuli færa innlendar landsbundnar úthlutunartöflur vegna losunar frá flugi fyrir Belgíu, Búlgaríu, Kýpur, Tékkland, Danmörku, Þýskaland, Eistland, Írland, Grikkland, Spán, Frakkland, Króatíu, Ísland, Ítalíu, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Ungverjaland, Möltu, Holland, Noreg, Austurríki, Pólland, Portúgal, Rúmeníu, Slóveníu, Slóvakíu, Finnland og Svíþjóð, með lokaupphæð úthlutunar árlegra endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir tímabilið 2021 til 2023 sem fram kemur í viðauka I við ákvörðun þessa, inn í viðskiptadagbók Evrópusambandsins. Úthlutunin hefur verið lækkuð í samræmi við línulegan lækkunarstuðul og minnkað gildissvið .

Ákvörðunin snýr einnig að Íslandi og Noregi án þess að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi komið þar að, líklega vegna mistaka. 3. mgr. 55 gr. reglugerðar (ESB) nr. 389/2013 um stofnun skrár Sambandsins fjallar um að framkvæmdastjórnin skuli gefa miðlæga stjórnandanum fyrirmæli um breytingar á töflunni yfir landsbundna úthlutun vegna flugs, eins og þessi breyting snýr að, en í ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 59/2014 þar sem reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn var gerð sú aðlögun við 3. mgr. 55. gr. að þegar um sé að ræða töflur aðildarríkja EFTA um úthlutun skuli Eftirlitsstofnun EFTA gefa yfirstjórnandanum fyrirmæli.
Umhverfisstofnun hefur bent ESA á þessi mistök og er málið í skoðun þar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Alþingi hefur lokið mati sínu Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB Nei

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Ákvörðun þessi hefur áhrif á úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda. Þær minnka sem um nemur flugi til og frá Bretlandi skv. tonnkílómetraskýrslum flugrekendanna og línulegum lækkunarstuðli sem er 2,2% á ári frá og með 2021.

Umhverfisstofnun bendir á að ákvörðun þessi snýr að úthlutun vegna ársins 2021 og þegar hún var samþykkt var reglugerð (ESB) nr. 389/2013 ennþá í gildi. Nú hefur hins vegar reglugerð (ESB) 2019/1122 tekið gildi og fellir hún reglugerð (ESB) nr. 389/2013 úr gildi með ákveðnum undantekningum sem ekki eiga við hér. Reglugerð (ESB) 2019/1122 hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn en drög að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar eru í vinnslu. Því hefur sambærileg aðlögun og gerð var við 3. mgr. 55. gr. reglugerðar (ESB) nr. 389/2013 ekki enn verið sett hvað varðar EFTA-ríkin. Þar sem ákvörðun þessi kemur ekki til framkvæmda hjá Íslandi og Noregi fyrr en stjórnskipulegum fyrirvara hefur verið aflétt, sem settur var við upptöku ákvörðunar (ESB) 2020/1071 um tengingafyrirkomulag við Sviss í EES-samninginn, eru þó allar líkur á því að reglugerð (ESB) 2019/1122 verði tekin upp í EES-samninginn áður en til úthlutunar samkvæmt ákvörðun þessari kemur. Því mótmælir Umhverfisstofnun ekki flýtimeðferð við greiningu ákvörðunar þessarar.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfis- og orkustofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021D0210(01)
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 47, 10.2.2021, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB