Ákvörðun nr. H11 um framlengingu frests til endurgreiðslu útgjalda vegna heilbrigðisþjónustu og atvinnuleysisbóta vegna afleiðinga COVID-19 faraldursins. - 32021D0506(01)

Decision No H11 of 9 December 2020 regarding the postponement of deadlines mentioned in Articles 67 and 70 of Regulation (EC) No 987/2009 as well as in Decision No S9 due to the COVID-19 Pandemic

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 06 Almannatryggingar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 010/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa nr. H11 frá 9. desember 2020 kveður á um framlengingu frests þess sem tilgreindur er í 67. og 70 gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 og í ákvörðun nr. S9, vegna afleiðinga COVID-19 faraldursins.

Nánari efnisumfjöllun

Í 67. og 70. gr. framkvæmdareglugerðar (EB) nr. 987/2009 er kveðið á um fresti til að leggja fram kröfur um endurgreiðslur og fresti varðandi endurgreiðslur vegna kostnaðar við heilbrigðisþjónustu og vegna atvinnuleysisbóta, sbr. 35. gr. og 8. mgr. 65. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004.Kveðið er á um það í 35. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 að útgjöld við heilbrigðisþjónustu sem veitt er af stofnun í einu aðildarríki fyrir hönd stofnunar í öðru aðildarríki (lögbært ríki) skuli endurgreiðast að fullu. Endurgreiðslur skulu ákvarðaðar annað hvort á grundvelli gagna um raunverulegan kostnað eða á grundvelli fastra fjárhæða sem greiðast mánaðarlega frá lögbæru ríki til stjórnvalda í búseturíki viðkomandi einstaklings. Í 67. gr. rg. (EB) nr. 987/2009 er kveðið á um 12 mánaða frest til að leggja fram kröfur sem byggjast á raunverulegum kostnaði. Fresturinn reiknast frá lokum þess hálfa almanaksárs þegar þessar kröfur voru skráðar í reikninga kröfustofnunarinnar. Kröfur sem byggjast á föstum fjárhæðum skal leggja fram hjá skuldaraðildarríkinu innan 12 mánaða tímabils frá lokum þess mánaðar þegar meðalkostnaður vegna viðkomandi árs var birtur í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Kröfur sem lagðar eru fram eftir að þessir frestir renna út, eru ekki teknar til greina. Skuldaaðildarríkið skal greiða kröfurnar til kröfuaðildarríkisins innan 18 mánaða frá lokum þess mánaðar þegar þær voru lagðar fram. Þetta á ekki við um kröfur sem skuldarstofnun hefur hafnað með gildum rökum innan þess tímabils.  Allan ágreining varðandi kröfur skal leysa í síðasta lagi  innan 36 mánaða frá þeim mánuði þegar krafan var lögð fram.Framkvæmdaráðið um samræmingu almannatryggingakerfa hefur ákveðið nánari reglur um endurgreiðslu kostnaðar við veitta þjónustu með ákvörðun framkvæmdaráðsins nr. S9.Þegar um atvinnuleysisbætur er að ræða er kveðið á um það í 6. mgr. 65. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 að þegar svo háttar til að stofnun á búsetustað hefur greitt bætur til launþega sem fellur undir 5. mgr. 65. gr. þá geti sú stofnun krafist endurgreiðslu frá aðildarríkinu þar sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrði síðast undir löggjöf (síðasta starfsland). Skv. 6. mgr. 65. gr. skal endurgreiða að fullu þá bótafjárhæð sem greidd var fyrstu þrjá mánuðina, hugsanlega með að frádregnum þeim bótum sem síðasta starfsland hefur greitt samkvæmt sérákvæðum í b-lið 5. mgr. 65. gr. Samkvæmt 7. mgr. 65. gr. lengist endurgreiðslutímabilið í fimm mánuði hafi hlutaðeigandi einstaklingur, á næstliðnum 24 mánuðum, lokið a.m.k. 12 mánaða  starfstímabili í síðasta starfslandi. Fresturinn til að leggja fram endurkröfu samkvæmt 6. og 7. mgr. 65 gr. er samkvæmt 70. gr. rg. (EB) nr. 987/2009 sex mánuðir frá lokum þess hálfa almanaksársins þegar síðasta greiðsla atvinnuleysisbóta, sem krafist er endurgreiðslu á, átti sér stað.Frá því að COVID-19 farsóttin hófst hafa komið fram áhyggjur hjá sumum aðildarríkjum varðandi frestina sem settir eru fyrir framlagningu tiltekinna endurkrafna vegna m.a. heilbrigðisþjónustu og atvinnuleysisbóta. Farsóttin hefur leitt til aukins álags á stofnanir aðildarríkjanna m.a. vegna þess að vinna hefur þurft verkefnin á öðrum stað en vinnustaðnum, í fjarvinnu. Þannig óskaði Ítalía eftir því í byrjun farsóttarinnar í mars 2020 að tekin yrði sameiginleg ákvörðun af framkvæmdastjórninni um að framlengja fresti fyrir framlagningu og greiðslur endurkrafna þeirra sem tilgreindar eru í 67. gr. rg. (EB) nr. 987/2009.Með vísan til þessa tók framkvæmdaráðið um samræmingu almannatrygginga ákvörðun nr. H9 þ. 17. júní 2020 sem kveður á um að allir frestir til að setja fram og greiða kröfur sem tilgreindar eru í 67. og 70. gr. rg.(EB) nr.  987/2009 sem og í ákvörðun framkvæmdaráðsins nr. S9, sem líða á tímabilinu frá 1. febrúar til 31. desember 2020  skuli framlengjast um 6 mánuði. Framkvæmdaráðið vísaði m.a. til dómafordæmis Evrópudómstólsins um afleiðingar af force majeure. Framkvæmdaráðið byggir á því að aðildarríkin hafi orðið fyrir áhrifum af COVID-19 á einstakan hátt. Farsóttinn hindri að verulegu leiti almenna starfsemi og starfsferla í stofnunum aðildarríkjanna og leiðir til sérstaks ástands þar sem ekki er unnt að framkvæma hefðbundna endurkröfu og endurgreiðsluferla og að taka verði tillit til þess við beitingu 67. og 70. gr. Framkvæmdaráðið telur ennfremur að þar sem að farsóttin hefur haft mismunandi mikil áhrif í aðildarríkjunum og þar sem þróunin sé ófyrirsjáanleg sé nauðsynlegt að fylgjast stöðugt með stöðu mála.Í samræmi við tillögu frá endurskoðunarnefndinni hefur framkvæmdaráðið í ákvörðun H11 frá 9. desember 2020 ákveðið að framlengja enn frekar frestina sem kveðið var á um í ákvörðun H9. Ákvörðunin felur í sér að allir frestir fyrir framlagningu og uppgjör krafna sem tilgreindir eru í 67. og 70 gr. rg. (EB) nr. 987/2009 sem og í ákvörðun S9 sem líða frá 1. febrúar 2020 til 30. júní 2021 skulu framlengjast um sex mánuði. Ákvörðunin leysir af hólmi ákvörðun nr. H9.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Ákvarðanir framkvæmdaráðsins eru gerðir sem samningsaðilum ber að taka tilhlýðilegt tillit til, sbr. VI. viðauka við EES-samninginn.

Ákvörðun nr. H11 var samþykkt af framkvæmdaráðinu um samræmingu almannatryggingakerfa 9. desember 2020 með stoð í 67. og 70.gr. rg. (EB) nr. 987/2009. Ákvörðunin gekk í gildi innan ESB þ. 10. desember 2020.

Það má telja kost að framkvæmdin sé samræmd þegar um er að ræða ákvörðun frests til uppgjörs endurkrafna innan EES-svæðisins til að ekki verði um mismunandi meðferð að ræða milli aðildarríkjanna.

Ákvörðunin kveður á um framlengda fresti. Það getur þýtt framlagningu fleiri krafna yfir lengra tímabil en skv. þeim reglum er gilda. Eftir atvikum á hið sama við um endurkröfur á hendur þar til bærum stofnunum í öðrum aðildarríkjum EES-samningsins.

Ekki er þó talið að innleiðing ákvörðunarinnar muni hafa verulegar fjárhagslegar eða stjórnsýslulegar afleiðingar fyrir Ísland.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Heilbrigðisráðuneytið
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Sjúkratryggingar Íslands

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021D0506(01)
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 170, 6.5.2021, p. 4
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 42, 30.6.2022, p. 19
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 175, 30.6.2022, p. 21