Ákvörðun framkvæmdarstjórnarinnar (ESB) 2021/927 um samræmdan leiðréttingarstuðul fyrir aðlögun á úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir tímabilið 2021-2025. - 32021D0927

Commission Implementing Decision (EU) 2021/927 of 31 May 2021 determining the uniform cross-sectoral correction factor for the adjustment of free allocations of emission allowances for the period 2021 to 2025


iceland-flag
Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/927 frá 31. maí 2021 um að ákvarða samræmdan leiðréttingarstuðul, sem liggur þvert á atvinnugreinar, til að aðlaga úthlutanir losunarheimilda án endurgjalds fyrir tímabilið 2021 til 2025
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 310/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Hér er til greiningar ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/927 er varðar samræmdan leiðréttingarstuðul þvert á atvinnugreinar (e. Cross-sectoral correction factor) fyrir aðlögun á úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir tímabilið 2021-2025.

Hámarksfjöldi endurgjaldslausra losunarheimilda ár hvert skv. 5. mgr. 10 gr. a tilskipunar 2003/87/EB er grunnur að útreikningi þeirra heimilda sem úthlutað er endurgjaldslaust til starfsstöðva er falla undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir að frátöldum raforkuframleiðendum og föngunarstöðvum CO2.
Til að tryggja að ekki sé farið yfir hámarksfjölda árlegra heimilda, skal beita árlegum leiðréttingarstuðli ef nauðsyn krefur, með því að fækka fjölda endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir hverja þá starfsstöð er gjaldgeng er fyrir úthlutun endurgjaldslausra heimilda. Beita skal þessum hámarksfjölda heimilda sem og samræmdum úthlutunarreglum og leiðréttingarstuðli þvert á atvinnugreinar í EFTA-ríkjunum.

Nánari efnisumfjöllun

Framkvæmdarstjórnin ákvarðar leiðréttingarstuðul þvert á atvinnugreinar fyrir hvert ár á viðkomandi úthlutunartímabili þegar tilkynnt hefur verið um árlegar bráðabirgðatölur fyrir endurgjaldslausar losunarheimildir og ákvarðast leiðréttingarstuðullinn á grundvelli þess útreiknings. Leiðréttingarstuðull þessi gildir á hverju ári úthlutunartímabilsins 2021-2025.

Fyrir 2021, nemur fjöldi losunarheimilda innan Evrópusambandsins 1.571.583.007 og er árlegur hámarksfjöldi heimilda reiknaður sem 43% af þeirri tölu sem er 675.780.693. Af þeirri tölu skal svo draga frá 32.500.000 heimildir árlega skv. 8 mgr. 10. gr. a tilskipunar 2003/87/EB, sem leiðir til þess að hámarksfjöldi heimilda nemur 643.280.693 fyrir árið 2021.

Samkvæmt 5. mgr. 10. gr. a tilskipunar 2003/87/EB, ættu viðbótarheimildir allt að 3% af heildarmagni heimilda, sem nema þá 413.420.157 á 10 ára tímabili frá árunum 2021-2030, að vera nýttar til að auka hámarksfjölda tiltækra heimilda ef bráðarbirgðaútreikningar á endurgjaldslausum losunarheimildum fyrir hverja starfsstöð eins og skilað var inn af hverju aðildarríki og nýttu viðeigandi stuðul, myndu fara fram úr því hámarki er getið er um í 5. mgr. 10. gr. a tilskipunarinnar. Þar sem sú var ekki raunin á árlegur leiðréttingarstuðull þvert á atvinnugreinar að vera 100%.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gerðin verður innleidd með tilvísunaraðferð. Lagastoð er í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021D0927
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 203, 9.6.2021, p. 14
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 19, 29.2.2024, p. 50
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/527, 29.2.2024