32021D1067

Commission Implementing Decision (EU) 2021/1067 of 17 June 2021 on the harmonised use of radio spectrum in the 5945-6425 MHz frequency band for the implementation of wireless access systems including radio local area networks (WAS/RLANs)

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 306/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðunin er um tíðnisvið fyrir þráðlaus aðgangskerfi (WAS) nánar tiltekið tíðnisvið fyrir staðarnet (RLAN) sem almennt gengur undir heitinu Wi-Fi. Með aukinni fjölbreytni þráðlausra tækja og auknum hraða í tengingum sem og gagnamagi er nauðsynlegt að samræma nýtt opið tíðnisvið til að sinna staðarneti/Wi-Fi til viðbótar við hið opna Wi-Fi tíðnisvið á 2.4 GHz og 5 GHz. Sú viðbót við tíðnisviðið sem hér er lögð fram er ætlað að styðja við mörg þeirra forrita sem hafa orðið mjög mikilvæg á meðan COVID-19 faraldurinn hefur geisað. Hér má nefna sem dæmi forrit vegna fjarfunda/ráðstefna, fjarnáms, tölvuleikja, niðurhals stærri skráa, sem og vegna aukins veruleika og sýndarveruleika. Nauðsynleg ráðstöfun, jákvæð áhrif, enginn kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvörðunin er um tíðnisvið fyrir þráðlaus aðgangskerfi (WAS) nánar tiltekið tíðnisvið fyrir staðarnet (RLAN) sem almennt gengur undir heitinu Wi-Fi. Í dag er Wi-Fi notað á tíðnisviðinu 2.4 GHz (2 400-2 483.5 MHz) og 5 GHz (5 150-5 350 MHz og 5 470-5 725 MHz). Þessi tíðnisvið eru öllum opin.
Með aukinni fjölbreytni þráðlausra tækja og auknum hraða í tengingum sem og gagnamagi er nauðsynlegt að samræma nýtt opið tíðnisvið til að sinna staðarneti/Wi-Fi til viðbótar við hið opna Wi-Fi tíðnisvið á 2.4 GHz og 5 GHz.
Sú viðbót við tíðnisviðið sem hér er lögð fram er ætlað að styðja við mörg þeirra forrita sem hafa orðið mjög mikilvæg á meðan COVID-19 faraldurinn hefur geisað. Hér má nefna sem dæmi forrit vegna fjarfunda/ráðstefna, fjarnáms, tölvuleikja, niðurhals stærri skráa, sem og vegna aukins veruleika og sýndarveruleika.
Þessi forrit þurfa vítt tíðnisvið til þess að geta náð gigabit hraða. Sú aukning á hraða sem hér er lögð til og gerð möguleg með hinu nýja opna tíðnisviði er í samræmi við stefnu Evrópusambandsins um „gigabit-samfélag“. Það felur í sér að meginstefnu að fyrirtæki háð stafrænum tengingum sem og heimili hafi aðgang að gigabit tengingum í síðasta lagi árið 2025.
Með innleiðingu þessa nýja opna tíðnisviðs munu bæði gæði þráðlausra teninga aukast auk þess sem framleiðendur búnaðar munu njóta góðs af henni. Þeirra hagur mun t.d. vera aukin hagkvæmni við framleiðslu þar sem umrætt tíðnisvið er einnig hægt að nýta annars staðar í heiminum í sama tilgangi. Markaður fyrir tækin verður því stærri.
Umrætt tíðnisvið er einnig nýtt fyrir annars konar tengingar s.s. vegna tenginga við gervihnetti og milli tveggja punkta, e. link-tenging. Þessa vegna og til að forðast truflanir við aðra notkun eru settar fram tæknilegar kröfur í viðauka um sendistyrk og staðsetningu búnaðar sem heimilt verður að nýta þetta opna tíðnisvið. Í ákvörðuninni er tiltekinn tvenns konar búnaður (LPI) sem heimilt verður að nota, þ.e. búnað með lágan sendistyrk innanhúss og svo búnað með mjög lágan sendistyrk til notkunar innan- og utanhúss.
Í ákvörðuninni er mælt fyrir um að aðildarríkin skuli hafa gert umrætt tíðnisvið nothæft í samræmi við ákvæði hennar þann 1. desember 2021. Þá er einnig mælt fyrir um það að í lok árs 2024 skuli ákvörðunin tekin til endurskoðunar og þá hvort framkvæmdin valdi truflun á öðrum tíðnisviðum.
PFS sér ekkert til fyrirstöðu á innleiðingu ákvörðunarinnar þar sem það tíðnisvið sem stækkunin tekur til er ekki bundið í notkun sem skarast við fyrirhugaða notkun. Þá telur stofnunin engar fjárhagslegar skuldbindingar felast í innleiðingu þessarar breytingar.
Opinbert tíðniskipulag sem stofnunin birtir á heimasíðu sinni, sbr. 14. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 og 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 1047/2011 um skipulag og úthlutun tíðna í fjarskiptum, verður uppfært og vísað til hinnar nýju ákvörðunar þegar hún hefur tekið gildi hér á landi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ákvörðunin kallar ekki á lagabreytingar hér á landi. Lagastoð er að finna í 1. mgr. 14 gr. fjarskiptalaga, um skipulag og úthlutun tíðna. Innleiðing fer fram með birtingu í tíðnitöflu Póst- og fjarskiptastofnunar sem stofnunin birtir á heimasíðu sinni.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021D1067
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 232, 30.6.2021, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D072717/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 19, 29.2.2024, p. 45
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/561, 29.2.2024