32021D1878

Commission Implementing Decision (EU) 2021/1878 of 25 October 2021 on the designation of the .eu top-level domain Registry
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.04 Þjónusta tengd upplýsingasamfélaginu
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 154/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með gerðinni er tekin ákvörðun um hver verður skráningaraðili höfulénsins .eu Auk þess er tilkynnt um að gengi sé til samninga við þann aðila og tilgreint á hvaða forsendum það er gert.

Nánari efnisumfjöllun

Aðdragandi: Reglugerð 2021/1878 er sett á grundvelli reglugerðar ESB 2019/517 og framseldrar reglugerðar ESB 2020/1083. Tilgangurinn er að tilnefna skráningarstofu yfir höfuðlénið .eu.Í framseldri reglugerð ESB 2020/1083 eru settar fram reglur og viðmið um val á skráningaraðila á höfuðléninu .eu Samkvæmt ákvæðum hennar hefur framkvæmdastjórnin heimild til að tilnefna skráningarstofu yfir höfuðlénið .eu. Auglýst var opinberlega eftir skráningarstofu sem uppfyllti tiltekin viðmið í mars á þessu ári. Í maí lágu fyrir fimm umsóknir. Fjórir af fimm umsækjendum voru taldir uppfylla viðmið reglugerðarinnar og var listi yfir þá birtur opinberlega í júlí á þessu ári. Við val á umsækjendum leitaði framkvæmdastjórnin til sjálfstæðra utanaðkomandi sérfræðinga og var umsækjendum síðan stillt upp eftir stigagjöf. Sá umsækjandi sem fékk flest stig var the European Registry for Internet Domains (EURid).Efnisatriði: Með innleiðingarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2021/1878 er ákveðið að tilnefna EURid sem skráningastofu höfuðlénsins .eu Framkvæmdastjórnin hefur nú hafið samningaviðræður við EURid í samræmi við ákvæði framkvæmdarreglugerðar ESB 2020/857 sem segir til um meginreglur sem eiga að vera hluti af samningum milli framkvæmdastjórnar og skráningarstofu.Lagastoð og innleiðing: Í október síðastliðinn var sett reglugerð samkvæmt heimild í 17. gr. laga um íslensk landshöfuðlén nr. 54/2021. Með henni féllu úr gildi fyrri reglugerðir ráðherra nr. 50/2014 og 248/2016. Markmið reglugerðarinnar er að taka í notkun landskóðann .eu og tryggja að íslenskum aðilum sé kleift að fá úthlutað lénum með endingunni .eu og þar með innleiða reglugerð ESB 2019/517, framselda reglugerð ESB 2020/1083 og framkvæmdarreglugerð ESB 2020/857. Reglugerðir sem gerðin er sett á grundvelli hafa því nú verið innleiddar í íslenskan rétt.Af framangreindu er ljóst að gerðin er innleiðingarákvörðun er varðar innri stjórnsýslu Evrópusambandsins. Tilgangurinn er eins og fyrr segir að tilnefna EURid sem skráningarstofu fyrir höfuðlénið eu. án þess að hafa að geyma ákvæði sem fela í sér skuldbindingar gagnvart aðildarríkjum Evrópska Efnahagssvæðisins. Gerðin kallar því ekki á sérstaka aðlögun við innleiðingu hér á landi auk þess sem til staðar er skýr lagstoð fyrir innleiðingu á gerðinni í 17. gr. laga um íslensk landshöfuðlén. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ekki þörf innleiðingar þar sem hér er um annar vegar að ræða ákvörðun og hins vegar ákvörðun sem beint er til stjórnvalda.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021D1878
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 378, 26.10.2021, p. 22
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 61, 22.9.2022, p. 115
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 246, 22.9.2022, p. 119