Ákvörðun um upplýsingagjöf varðandi notkun seyru - 32021D2252

Commission Implementing Decision (EU) 2021/2252 of 16 December 2021 amending Decision 94/741/EC concerning questionnaires for Member States reports on the implementation of certain Directives in the waste sector


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með innleiðingarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2252/ESB um breytingu á ákvörðun nr. 97/741/ESB hefur Evrópusambandið samþykkt breytingu varðandi upplýsingagjöf fyrir notkun seyru í landbúnaði. Um er að ræða spurningalista um staðsetningu, innihald og notkun á seyru. Því til viðbótar er aðilarríkjum gert skylt að safna upplýsingum um staðsetningu á notkun á seyru á landbúnaðarland, með notkun landupplýsinga (spatial data).
Tilgangurinn er að hafa betri upplýsingar um staðsetningu á notkun á seyru sem lífræns áburðar á landbúnaðarland.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvörðunin varðar breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 94/741/ESB sem fjallar um  upplýsingagjöf sem varðar  tilskipun 86/278/ESB um verndun umhverfisins, einkum jarðvegs, þegar seyra frá skólphreinsistöðvum er notuð í landbúnaði.   Ákvörðun 94//741 var innleidd í EES samninginn með ákvörðun  Sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/96. Ákvörðunin er innleidd í íslenska löggjöf með reglugerð nr. 799/1999 um meðhöndlun á seyru þar sem í  15. gr. eru sett fram ákvæði um skráningu og skil á gögnum. Í þeirri grein er þegar kveðið á um að skila eigi gögnum um magn seyru sem notuð er til landbúnaðarþarfa og notkunarstað. Einnig er gert ráð fyrir að Umhverfisstofnun láti heilbrigðisnefndum í té þar til gerð eyðublöð til að svara spurningunum.Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndir hafa hingað til tekið saman gögn um seyru undir reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp sem er ekki jafn ítarleg skráning og óskað er í ákvörðun ESB nr. 94/741/ESB. Í dag er afar lítilli seyru safnað á Íslandi en með aukinni hreinsun og nýtingu seyru verður frekar tilefni til að fylgjast betur með magni og notkun.Umhverfisstofnun telur ekki þörf á að breyta reglugerð nr. 799/1999 þar sem þar séu þegar ákvæði sem stofnunin getur notað til að kalla eftir þessum upplýsingum. 

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021D2252
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 454, 17.12.2021, p. 4
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D076854/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB