32021R0116

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/116 of 1 February 2021 on the establishment of the Common Project One supporting the implementation of the European Air Traffic Management Master Plan provided for in Regulation (EC) No 550/2004 of the European Parliament and of the Council, amending Commission Implementing Regulation (EU) No 409/2013 and repealing Commission Implementing Regulation (EU) No 716/2014


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/116 frá 1. febrúar 2021 um að koma á fót fyrsta sameiginlega verkefninu sem styður við framkvæmd evrópsku mynsturáætlunarinnar um rekstrarstjórnun flugumferðar, sem kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 550/2004, um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 409/2013 og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 716/2014
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 222/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar um „Bandalagsverkefni eitt“, e. Common Project One, sem styður við framkvæmd evrópskrar mynsturáætlunar um rekstrarstjórnun flugumferðar, e. ATM Master Plan.
Meginmarkmið með gerðinni er að innleiða kröfur um að ákveðinni ATM virkni sé beitt við einstaka flugvelli og í ákveðnu loftrými.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar um „Bandalagsverkefni eitt“, e. Common Project One, sem styður við framkvæmd evrópskrar mynsturáætlunar um rekstrarstjórnun flugumferðar, e. ATM Master Plan.Meginmarkmið með gerðinni er að innleiða kröfur um að ákveðinni ATM virkni sé beitt við einstaka flugvelli og í ákveðnu loftrými. Aðdragandi: Sam-evrópska loftrýmið (SES) miðar að því að nútímavæða evrópska rekstrarstjórnun flugumferðar (ATM) með því að bæta öryggi og skilvirkni þess. Kerfið stuðlar að því að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda.SESAR-verkefnið um rannsóknir og þróun á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar í sam-evrópska loftrýminu er tæknistoð fyrir SES.Nútímavæðingin miðar að því að ná fram sýn um stafrænt evrópskt loftrými skv. evrópskri mynsturáætlun um rekstrarstjórnun flugumferðar, e. ATM Master Plan.Árangursrík nútímavæðing ATM krefst tímanlegrar innleiðingar á nýsköpunarþáttum. Virkni slíkra þátta á að byggja á tækni sem eykur sjálfvirkni, netöryggi, samnýtingu gagna og tengingar í flugumferðarstjórn.Efnisútdráttur: Með þessari gerð eru sett fram ákvæði sem snúa að stofnun Bandalagsverkefnis eitt, e. Common Project One, sem er ætlað að styðja innleiðingu evrópskrar mynsturáætlunar um rekstrarstjórnun flugumferðar, e. ATM Master Plan.Gerðar eru breytingar á framkvæmdareglugerð (ESB) nr. 409/2013 en með henni er settur rammi fyrir dreifingu SESAR. Breytingarnar snúa að framsetningu krafna um innihald sameiginlegra verkefna – um uppsetningu, samþykkt, framkvæmd og eftirlit.Framkvæmdareglugerð (ESB) nr. 716/2014 - sem sett var til að innleiða samræmda virkni SESAR lausna og nýtt sem  grunnur fyrir SESAR-kerfið sem komið var á fót með reglugerð (ESB) nr. 409/2013 - er með þessari gerð felld úr gildi.Með gerðinni er meðal annars leitast við að  bæta og skýra ákvæði framkvæmdareglugerðar (ESB) nr. 409/2013 til að auka skilvirkni sameiginlegra verkefna og auðvelda framkvæmd þeirra.Aðgerðir samkvæmt þessari gerð miðast við þær sem hægt er að framkvæma fyrir 31. desember 2027.Framkvæmd sveigjanlegrar loftrýmisstjórnunar samkvæmt þessari reglugerð á að gerast í tengslum við reglugerð (EB) nr. 2150/2005 um sveigjanlega notkun loftrýmis.Reglugerðin snýr að stofnun Bandalagsverkefnis eins e. Common Project One – CP1, sem er ætlað að styðja við innleiðingu aðalskipulags evrópskrar flugumferðar.Sömu skilgreiningar eru notaðar og þær sem settar eru fram í 2. gr. framkvæmdareglugerðar (ESB) nr. 409/2013. Þá eru viðbótarskilgreiningar taldar upp 2. gr. við þessa gerð.Samkvæmt 1. gr. gerðarinnar skal CP1 kerfið samanstanda af eftirfarandi ATM virkni:-      Útvíkkuð stjórnun komuumferðar og samþættingu AMAN/DMAN á aðflugssvæði með mikla umferð-      Samþættingu og gegnumstreymi á flugvöllum-      Sveigjanlegri stjórnun loftrýmis og loftrými með frjálsum flugleiðum -      Samstarfi um netstjórnun-      Heildstæðri upplýsingastjórnun-      upplýsingaskipti um upphafsferlaFramangreind ATM virkni skal innleidd fyrir flugvelli og/eða loftrými sem um getur í viðaukum við gerðina.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Engar kröfur eru settar á íslenska flugvelli með reglugerðinni. Engu að síður hefur AF1 - Útvíkkuð stjórnun komu umferðar og samþætting AMAN/DMAN á aðflugssvæði með mikla umferð, e. Extended arrival management and integrated arrival management/departure management in the high-density terminal manoeuvring areas áhrif á ákveðna flugvelli með mikla umferð. Það sama má segja um AF2-Samþætting og gegnumstreymi á flugvöllum e. Airport integration and throughput. Gerð krafa á allt samevrópska loftrýmið að beitt sé AF3 - Sveigjanlegri stjórnun loftrýmis og frjálsar flugleiðir, e. AF3: Flexible airspace management and free route airspace (FRA); krafa innan EATMN, e. European ATM Network, að innleiða AF4- Samvinnustjórnun netsins, e. network collaborative management, og AF5-SWIM, eða heildstæð upplýsingastjórnun.  AF6 -Upplýsingaskipti um upphafsferla, e. Initial trajectory information sharing, er krafa fyrir ICAO EUR eingöngu.Rétt er að minna á að formleg ákvörðun um hvort SES II+ verði beitt hér á landi hefur ekki enn verið tekin, auk þess sem ákvörðun um aðild að EUROCONTROL hefur ekki heldur verið tekin, en bæði þessi atriði skipta máli varðandi beitingu reglugerðarinnar á Íslandi með vísan í gildissvið ákvæðanna sem nefnd eru hér að ofan, þ.e. SES og EATMN.  SGS telur að ekki verði hægt að uppfylla öll viðeigandi ákvæði sem falla á loftrýmið t.d. v. AF3 nema með aðild að EUROCONTROL, sbr. t.d. vegna ferlunar flugáætlana og þátttöku í IFPS.Innleiðing AF3 í íslensku loftrými mun kalla á viðbótaraðgerðir frá núverandi framkvæmd.  Nú þegar er sveigjanlegri stjórnun loftrýmis beitt, þ.e. út frá þeirri skilgreiningu sem um slíkt gildir í dag.  Isavia ANS mun þurfa að gera  gap-greiningu á viðbótar aðgerðum en í fljótu bragði virðist megin málið snúa að því að veita upplýsingar um stöðu loftrýmis til fleiri aðila en nú er gert.  Hvað frjálsar flugleiðir snertir þá hefur Isavia ANS innleitt þá nálgun, en út frá ICAO skilgreiningu, en ekki þeirri skilgreiningu sem beitt er innan EU.  Einnig þyrfti að gera heildar gap-greiningu til að geta fullyrt um áhrif reglugerðarinnar.  Tímamörk eru 2022 fyrir initial FRA og 2025 fyrir final FRA.Krafa um AF4 miðar að því að auka skipti á flug og flæðis-upplýsingum og hámarka notkun slíkra upplýsinga.  Ekki er ljóst að hvaða marki beiting mun kalla á kerfis- og/eða verklagsbreytingar hjá Isavia ANS en ljóst er að gera þarf greiningu á því.  Innleiðing ákveðins hluta skal vera lokið fyrir 2022 og að fullu innleitt fyrir 2027.AF 5, SWIM miðar að því að bæta upplýsingaskipti meðal hagaðila sem nauðsynleg eru fyrir aðrar virkni ATM.  Ekki er ljóst að hvaða marki beiting mun kalla á kerfis- og/eða verklagsbreytingar hjá Isavia ANS en ljóst er að gera þarf greiningu á því. Innleiðing verður í tveimur skrefum og skal lokið að fullu 2025. SGS bendir á að þótt ekki sé í þessari reglugerð verið að setja lágmarkskröfur gæti verið akkur í því að Ísland geri kröfu um ákveðna ATM virkni eða undirvirkni, e. sub-functionality, á íslenskum flugvöllum.  Þetta þyrfti að skoða við innleiðingu. Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð um skilgreiningu sameiginlegra verkefna, um ákvörðun stjórnunarhátta og um tilgreiningu hvata sem styðja við framkvæmd evrópsku mynsturáætlunarinnar um rekstrarstjórnun flugumferðar, nr. 1126/2014 (sem innleiðir EB 409/2013).Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Haft var samráð við Isavia. Umsögn fyrirtækisins ber með sér að ekki verði um kostnað vegna gerðarinnar að ræða en vakin er athygli á því að breytingar í skilgreiningum í viðaukum gætu breytt því. Hvað varðar eftirlitshlutann mun innleiðing kalla á aukið eftirlit, sér í lagi ef um miklar kerfisbreytingar verður að ræða. Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei. Tilgreining á hagsmunaaðilum: Isavia ANS.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Ákvæði 3(2) og 4(4) vísa til í reglugerð 2018/1139 sem hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn.Hvað varðar þarfagreiningu á aðlögunum þá verður slíkt að koma í ljós við nauðsynlega greiningu sem nefnt hefur verið að kalla þurfi eftir frá Isavia ANS.  Hér verður einnig að endurtaka að ekki er hægt að útiloka að það hvort Ísland verður aðili að EUROCONTROL eða ekki gæti haft áhrif.  Stefna ætti að innleiðingu án aðlagana, enda um bandalagsverkefni að ræða sem beita ætti á samræmdan hátt á öllum stöðum.    

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Innleiðing með breytingu á reglugerð nr. 1126/2014
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0116
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 36, 2.2.2021, p. 10
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 24, 23.3.2023, p. 38
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 85, 23.3.2023, p. 39