32021R0133

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/133 of 4 February 2021 implementing Regulation (EU) 2018/858 of the European Parliament and of the Council as regards the basic format, structure and the means of exchange of the data of the certificate of conformity in electronic format


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/133 frá 4. febrúar 2021 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 að því er varðar grunnsnið og -uppbyggingu sem og aðferð við skipti á gögnum í samræmisvottorðinu á rafrænu formi
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 054/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið sem að er stefnt: Gerðin er um notkun á EUCARIS gagnagrunninum. Ríki Evrópusambandsins eiga að nota hann til að skiptast á upplýsingum um ökutæki og ökuskírteini. Verið er að tryggja að aðildarríkin hafi nægan tíma til að koma á upplýsingaskiptakerfi sem samræmist breytingunum. Kostnaður mun hljótast af reglugerðinni hér á landi.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Gerðin er um notkun á EUCARIS gagnagrunninum. Ríki Evrópusambandsins eiga að nota hann til að skiptast á upplýsingum um ökutæki og ökuskírteini. Verið er að tryggja að aðildarríkin hafi nægan tíma til að koma á upplýsingaskiptakerfi sem samræmist breytingunum. Kostnaður mun hljótast af reglugerðinni hér á landi.

Aðdragandi: Til að tryggja að skipt verði á CoC vottorðum, e. Certificate of Conformity. á samræmdan hátt þurfa þær upplýsingar sem fram kom að vera á XML skráarsniði e. Extensible Markup Language XML. Framleiðandi og viðurkenningaryfirvald skulu nota staðlaða aðferð við skipti á grunn upplýsingum um ökutæki e. „Initial Vehicle Information IVI. 

Til að gera slík upplýsingaskipti möguleg fyrir framleiðanda og viðurkenningaryfirvald í eigin gagnaneti er nauðsynlegt að gera breytingar. Gera þarf breytingar á gagnaeiningum fyrir CoC vottorð sem send eru á pappírsformi. Um þau er fjallað í 1. mgr. 36. gr. reglugerðar (ESB) 2018/858 

Til að gera gerðarviðurkenningaryfirvöldum, markaðseftirlitsyfirvöldum og skráningaryfirvöldum aðildarríkjanna sem og framleiðendum kleift að búa sig undir beitingu nýju reglnanna sem settar eru með þessari reglugerð ber að lengja umsóknarfrestinn. 

Efnisúrdráttur: 1. gr. fjallar um upplýsingaskiptin sjálf en þar kemur fram að framleiðandi skuli vera með aðgengilega rafræna útgáfu af CoC vottorði í samræmi við form gagna sem fram koma í 2. gr. Það skal síðan senda í gegnum EUCARIS til gerðarviðurkenningaryfirvaldsins sem veitti heildargerðarviðurkenninguna. 

Viðurkenningaryfirvaldið skal nota EUCARIS sem grunn fyrir upplýsingaskipti um CoC vottorð á rafrænu formi eins og fjallað er um í c-lið 8. mgr. 37. gr. reglugerðar (ESB) 2018/858.

2. gr. fjallar um grunn form gagna og stöðluð skilaboð. Þau skulu byggja á XML kerfinu og framleiðandi og viðurkenningaryfirvald skal nota IVI skilaboðakerfið eins og fram kom að ofan. 

3. gr. fjallar um hvernig á að breyta eðli gagnanna og hversu oft eigi að uppfæra skráarsniði. 

Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Í dag hefur Samgöngustofa lesaðgang að EUCARIS og getur flett upp ökutækjum þar. Þetta gerir kröfu um að Samgöngustofa sé tengd EUCARIS svo aðrar þjóðir geti flett upp íslenskum upplýsingum. Þetta gerir einnig kröfu um að upplýsingum úr ökutækjaskránni sé skilað á fyrir fram ákveðnu skráarsniði, eða XML sniði.

Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er í 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

Innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Umtalsverð hugbúnaðarvinna hjá Samgöngustofu vegna tengingar EUCARIS og IVI skráarsniðs. Tengingar við gagnagrunna. Þetta verkefni liggur á nokkrum stöðum innan Samgöngustofu og er gríðarlega umfangsmikið. Gæti tekið allt að 2-3 mánuði í vinnu og heildarkostnaður gæti legið á bilinu 10.000.000 kr.-15.000.000 kr. 

Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei, líklega ekki.

Tilgreining á hagsmunaaðilum: Allir innflytjendur nýrra, gerðarviðurkenndra ökutækja. 

Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.

Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er Lagastoð er í 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0133
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 42, 5.2.2021, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D070940/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 45, 7.7.2022, p. 14
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 7.7.2022, p. 26