32021R0250

Regulation (EU) 2021/250 of the European Parliament and of the Council of 16 February 2021 amending Council Regulation (EEC) No 95/93 as regards temporary relief from the slot utilisation rules at Union airports due to the COVID-19 crisis


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/250 frá 16. febrúar 2021 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 95/93 að því er varðar tímabundna tilslökun á reglum um nýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum í Sambandinu vegna COVID-19-hættuástandsins
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 090/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða tillögu að reglugerð um breytingu á reglugerð 95/93 um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum. Markmið með gerðinni er að koma til móts við flugrekendur sem geta ekki nýtt úthlutunartíma sinn í 80% tilvika eins og áskilnaður er um samkvæmt reglugerð (EBE) 95/93 skv. svokallaðri „use-it-or-loose-it“ reglu. Jákvæði áhrif hér á landi. Ekki kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða tillögu að reglugerð um breytingu á reglugerð 95/93 um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum. Markmið með gerðinni er að koma til móts við flugrekendur sem geta ekki nýtt úthlutunartíma sinn í 80% tilvika eins og áskilnaður er um samkvæmt reglugerð (EBE) 95/93 skv. svokallaðri „use-it-or-loose-it“ reglu.
Efnisútdráttur: Í reglugerð (EBE) nr. 95/93 er kveðið á um skyldu flugrekenda til að nýta úthlutaða afgreiðslutíma á flugvöllum í 80% tilvika innan úthlutunartímabils en að öðrum kosti missa þá e. use-it-or-lose-it.
Þann 30. mars sl. samþykkti Evrópusambandið breytingu á slot reglugerðinni svokölluðu, nr 95/93, um undanþágu frá „use-it-or-loose-it“ reglunni. Breytingin var gerð vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins á flugrekendur og var samþykkt fyrir tímabilið frá sumri 2020 til 24. október 2020. Breytingin fól í sér að flugrekandi missti ekki úthlutaðan afgreiðslutíma á flugvelli þrátt fyrir nýting væri engin.
Þann 14. október 2020 samþykkti framkvæmdastjórnin framselda gerð um framlengingu undanþágunni vegna áætlunartímabilsins 2020/2021 fram til til 27. mars 2021.
Með þessari tillögu að reglugerð er leitast við að færa úthlutunarreglur aftur í eðlilegt horf. Lagt er til að frá 28. mars nk. gildi „use-it-or-loose-it“ reglan á ný en miðað verði við að flugrekandi skuli nýta afgreiðslutímann í a.m.k. 40% tilvika til þess að halda forgangi sínum fyrir komandi tímabil.
Breytingin tekur til flugrekenda sem byggja rétt sinn á svokölluðum „grand-father rights“ og á samkvæmt tillögunni ekki við um fyrstu úthlutun afgreiðslutíma til nýrra flugrekenda. Þeir flugrekendur skulu áfram uppfylla skilyrði um 80% nýtingu.
Með tillögunni er einnig leitast við að skýra undir hvaða kringumstæðum samræmingarstjórar geta afturkallað úthlutun til flugrekanda sem hætt hafa starfsemi á flugvelli.
Lagt er til að framangreind undanþága frá úthlutunarreglum gildi fyrir tímabilið frá 28. mars 2021 til 30. október 2021.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur jákvæð áhrif á íslenska flugrekendur og möguleika þeirra á að halda óbreyttum úthlutuðum afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir að uppfylla ekki nýtingartíma samkvæmt ákvæðum reglugerðar (EBE) nr. 95/93.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 1. mgr. 57. gr. c, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum.
Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Flugrekendur. Samræmingarstjórar flugvalla.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 1. mgr. 57. gr. c, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0250
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 58, 19.2.2021, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2020) 818
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 5, 18.1.2024, p. 4
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/112, 18.1.2024