32021R0255

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/255 of 18 February 2021 amending Implementing Regulation (EU) 2015/1998 laying down detailed measures for the implementation of the common basic standards on aviation security


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/255 frá 18. febrúar 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 123/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið er að framlengja tímabil ráðstafana vegna áhrifa COVID-19 sem snúa að: tilnefningum flugrekenda sem flytja farm eða póst frá flugvelli í ríki utan sambandsins, kröfum til flugvalla um að ljúka uppsetningaferli skimunarbúnaðar og nýjar kröfur um fyrir fram upplýsingagjöf við hleðslu farms. Reglur um upplýsingagjöf vegna fyrir fram hleðslu farms eru um að taka við skilaboðum frá tollayfirvöldum í ESB ríkjum/Noregi og Sviss, og eftir atvikum skima frekar eða banna flutning á tilteknum farmi. Þessar kröfur leggjast á íslenska flugrekendur og umboðsaðila líkt og Ísland væri ríki utan sambandsins, þar sem Ísland er ekki hluti af svo kölluðu „EU security zone“ í tollamálum - Ekki er fyrirséð að kröfurnar séu íþyngjandi til þess að byrja með þar sem einungis er um póst- og hraðsendingar að ræða. Kröfurnar hafa verið vel kynntar íslenskum hagsmunaaðilum og ættu aðilar að vera meðvitaðir og tilbúnir. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/1998 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd og tengda ákvörðun sem ekki verður birt.
Markmiðið er að framlengja tímabil ráðstafana vegna áhrifa COVID-19 og snúa að:
- tilnefningum flugrekenda sem flytja farm eða póst frá flugvelli í ríki utan sambandsins.
- kröfum til flugvalla um að ljúka uppsetningaferli (EDS) skimunarbúnaðar
Þá er kveðið á um nýjar kröfur um fyrir fram upplýsingagjöf við hleðslu farms (PLACI). Gerðar eru breytingar í því skyni að skýra betur og samræma túlkun á gildandi reglum.
Gildistaka: Á 20. degi eftir birtingu í Stjórnartíðindum ESB þar sem um það er að ræða.
Þó skulu liðir:
(1) og (22) í viðauka við gerðina gilda frá 15. mars 2021.
(2) í viðauka við gerðina gilda frá 1. mars 2021 og
(14) í viðauka við gerðina frá 1. júlí 2021.
Efnisútdráttur: Verið er að framlengja gildistíma ráðstafana vegna ESB-fullgildingar flugverndar, sem um getur í lið 6.8.1.7. í viðauka við reglugerð (ESB) 2015/1998.
Framlenging tímabilsins kemur til vegna áhrifa af COVID-19 heimsfaraldrinum. Vettvangsheimsóknir vegna tilnefninga flugrekenda sem flytja farm eða póst frá flugvelli í ríki utan sambandsins sbr. kröfur í lið 6.8. í viðauka við reglugerðina hafa reynst erfiðar.
Þá er einnig verið að veita flugvöllum frest til að ljúka uppsetningu (EDS) skimunarbúnaðar. Vegna áhrifa COVID-19 hefur reynst erfitt að ljúka því. Aðildarríkin eru áfram skuldbundin til að innleiða nýjustu tækni til skimunar á farangri en nú er verið að heimila sveigjanleika í innleiðingu.
Þá eru einnig breytingar á reglum um upplýsingagjöf vegna fyrir fram hleðslu farms (PLACI). Í þágu flugverndar er fyrsta áhættugreining á farmi sem fara á um borð í loftfar sem kemur til sambandsins frá ríki utan þess gerð eins fljótt og hægt er og áður en farmurinn er settur um borð í loftfarið.
Samkvæmt reglugerð (ESB) 2015/2446 eiga reglur um fyrstu áhættugreiningu farms að gilda frá 15. mars 2021.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Frestun á innleiðingu vegna COVID-19 eru til þess fallnar að auka svigrúm eftirlitsskyldra aðila og Samgöngustofu. Reglurnar sem lúta að fyrir fram upplýsingagjöf fyrir hleðslu farms, (PLACI), fela í sér kröfur um að taka við skilaboðum frá tollayfirvöldum í ESB ríkjum/Noregi og Sviss og eftir atvikum skima frekar eða banna flutning á tilteknum farmi. Eins og áður segir tekur Ísland ekki þátt í samstarfi um „EU security zone“ og leggjast þessar kröfur þannig á íslenska flugrekendur og umboðsaðila líkt og Ísland væri ríki utan sambandsins. Ekki er fyrirséð að kröfurnar séu íþyngjandi til þess að byrja með þar sem einungis er um póst- og hraðsendingar að ræða. Kröfurnar hafa verið vel kynntar íslenskum hagsmunaaðilum og ættu aðilar að vera meðvitaðir og tilbúnir.
Þessar kröfur leggjast á íslenska flugrekendur og umboðsaðila líkt og Ísland væri ríki utan sambandsins, þar sem Ísland er ekki hluti af svo kölluðu „EU security zone“ í tollamálum - en bæði Noregur og Sviss taka þátt í því samstarfi. Samráð hefur verið haft við Tollstjóra í aðdraganda að innleiðingar. Tollstjóri mat það svo 2019 að ekki væri rétt að taka þátt í framangreindu samstarfi. Ekki er fyrirséð að kröfurnar séu íþyngjandi til þess að byrja með þar sem einungis er um póst- og hraðsendingar að ræða. Kröfurnar hafa verið vel kynntar íslenskum hagsmunaaðilum og ættu aðilar að vera meðvitaðir og tilbúnir.
Einnig þarf Samgöngustofa, eftir atvikum í samstarfi við Isavia, að útfæra neyðaráætlanir ef til þess kemur að farið sé að stað með farm sem ekki var heimilt að fljúga með á grundvelli PLACI reglnanna.
Þá þarf Samgöngustofa að uppfæra verklag, gátlista o.s.frv.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Rétt væri að innleiðing yrði með breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin og ákvörðunin yrðu innleiddar með breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0255
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 58, 19.2.2021, p. 23
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

C/D numer D070449/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 5, 18.1.2024, p. 60
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/105, 18.1.2024