32021R0267

Regulation (EU) 2021/267 of the European Parliament and of the Council of 16 February 2021 laying down specific and temporary measures in view of the persistence of the COVID-19 crisis concerning the renewal or extension of certain certificates, licences and authorisations, the postponement of certain periodic checks and periodic training in certain areas of transport legislation and the extension of certain periods referred to in Regulation (EU) 2020/698


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/267 frá 16. febrúar 2021 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir með tilliti til langæis COVID-19-hættuástandsins að því er varðar endurnýjun eða framlengingu gildistíma tiltekinna skírteina, leyfa og heimilda og frestun á tilteknu reglubundnu eftirliti og reglubundinni þjálfun á tilteknum sviðum löggjafar um flutninga og framlengingu tiltekinna tímabila sem um getur í reglugerð (ESB) 2020/698
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.01 Flutningar á landi
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 089/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerð 2020/698 koma fram viðbrögð Evrópusambandsins við COVID-19 faraldrinum í málefnum tengdum umferð vélknúinna ökutækja, lestarsamgöngum og höfnum. Reglugerðin er um aðgerðir sem gripið er til vegna endurnýjunar á starfsréttindum og starfsleyfum. Með reglugerðinni er veittur rýmri frestur til að gangast undir ýmis konar próf til að viðhalda starfsréttindum. Þá er að sama skapi veittur rýmri frestur til ýmis konar aðgerða sem gera þarf, svo sem æfinga og úttekta, til að starfsleyfum verði viðhaldið. Áhrif af gerðinni eru ívilnandi að flestu leyti. Gera má ráð fyrir auknu vinnuálagi með auknum kostnaði vegna þeirra undanþága sem sótt yrði um. Með þeirri reglugerð sem hér er til umfjöllunar eru þeir frestir sem fjallað er um framlengdir frekar.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að framlengja tímabundnar ráðstafanir sem fram koma í reglugerð (ESB) 2020/698 vegna COVID-19 vegna endurnýjunar og framlengingar ákveðinna vottorða, skírteina, heimilda og fresta vegna skoðana og þjálfunar á ákveðnum sviðum löggjafar um samgöngur.
Aðdragandi: Með gerðinni er heimilað að framlengdir séu þeir frestir sem veittir voru í reglugerð (ESB) 2020/698. Hafi aðildarríki ekki hugsað sér að nýta þessar heimildir þarf að tilkynna það til framkvæmdastjórnarinnar áður en reglugerðin kemur til framkvæmda. Tilkynning á að berast ESA í tilfelli EFTA-ríkjanna.
Covid-19 heimsfaraldurinn og sú ógn við öryggi og heilsu almennings sem fylgir honum hefur lagt þungar byrðar á stjórnvöld, borgara og rekstraraðila, sérstaklega þá sem stunda flutninga. Aðstæðurnar hafa einnig haft áhrif á reglulega starfsemi lögbærra yfirvalda sem og starfsemi flutningafyrirtækja þar sem röskun verður á því hvenær hægt er að uppfylla ýmis formsatriði.
Þessi nýja reglugerð er því sett til að tryggja að til séu úrræði sem beita má áður en frestir renna út. Með reglugerðinni er þannig verið að tryggja lagalega vissu og að þær reglur sem við eiga haldi gildi sínu.
Efnisútdráttur:
Tilskipun 2003/59/EB fjallar um grunnkröfur og endurmenntun atvinnubílstjóra. Þessir bílstjórar þurfa að hafa CPC, e. Certificate of professional competence. Þeir þurfa jafnframt að sýna fram á að þeir hafi lokið endurmenntun með gildu ökuskírteini. Vegna erfiðleika fyrir atvinnubílstjóra með CPC við að fullnægja kröfum um endurmenntun og til að endurnýja CPC vegna Covid-19 er nauðsynlegt að heimila að gildistími CPC verði framlengdur um 7 mánuði. Það er gert til að tryggja flutninga á vegum.
2. gr. fjallar um framlengingu á þeim tímamörkum sem fram koma í tilskipun 2003/59/EB. Þau CPC skírteini sem hefðu runnið út á tímabilinu frá 1. september 2020 til 30. apríl 2021 skulu framlengd um sjö mánuði og CPC-skírteinið metið gilt í samræmi við það. Sama gildir um 95 tákntöluna. Hún er gefin út á grundvelli CPC. Með öðrum orðum skal hún einnig framlengd um sjö mánuði.
Gildistími atvinnuskírteinis ökumanns skv. viðauka II við tilskipun 2003/59/EB sem myndi annars renna út frá 1. september 2020 til 30. apríl 2021, skal vera framlengdur um sjö mánuði frá þeirri lokadagsetningu sem fram kemur í skírteininu.
Sækja þarf um til ESA fyrir 1. apríl 2021 ef aðildarríki telur þessa tímafresti ekki fullnægjandi.
6. mgr. fjallar um að ef aðildarríki þarf ekki á þessum frestum og framlengingum að halda vegna tímabilsins 1. september 2020 til 30. apríl 2021 eða hefur gripið til annarra úrræða til að koma til móts við erfiðleika sem stafa af Covid-19 faraldrinum getur aðildarríki ákveðið að beita ekki 2. gr. Aðildarríki skal upplýsa Framkvæmdastjórnina (ESA í tilviki Íslands) um þá ákvörðun innan 5 virkra daga frá gildistöku reglugerðarinnar.
Tilskipun 2006/126/EB fjallar um reglur um ökuskírteini. Hún heimilar gagnkvæma viðurkenningu skírteina sem gefin eru út af aðildarríkjum. Í henni eru settar fram ýmis konar lágmarkskröfur sem gerðar eru fyrir útgáfu þeirra skírteina. Þar má sérstaklega taka fram að ökumaður ökutækis skal hafa gilt ökuskírteini sem skal vera endurnýjað, eða í sumum tilvikum skipt út fyrir annað, þegar það rennur út. Vegna erfiðleika við að endurnýja ökuskírteini vegna Covid-19 er nauðsynlegt að framlengja gildi ákveðinna ökuskírteina um sjö mánuði frá þeim degi sem það rennur út til að tryggja áframhaldandi flutninga á vegum vegna aðstæðna sem voru enn til staðar eftir 31. ágúst 2020.
Í 3. gr. er fjallað um að ef ökuskírteini hefði runnið út á tímabilinu 1. september 2020 til 30. apríl 2021 skal það framlengjast um sjö mánuði frá deginum sem það hefði runnið út. Ef aðildarríki metur það sem svo að endurnýjun ökuskírteina verði enn ómöguleg eftir 30. apríl 2021 vegna Covid-19 má leggja inn rökstudda umsókn fyrir heimild fyrir því að framlengja frestinn sem fram kemur í 1. mgr. 3. gr. Þessi umsókn þarf að berast Framkvæmdastjórninni (ESA) fyrir 1. apríl 2021. Ef að aðildarríki telur sig ekki þurfa að nota þessa fresti vegna tímabilsins 1. september 2020 til 30. apríl 2021 eða hefur gripið til annarra úrræða til að koma til móts við þá sem eru í erfiðleikum sem stafa af Covid-19 faraldrinum getur aðildarríki ákveðið að beita ekki 1. mgr. 3. gr. Aðildarríki skal upplýsa Framkvæmdastjórnina (ESA í tilviki Íslands) um þá ákvörðun innan 5 virkra daga frá gildistöku reglugerðarinnar.
Reglugerð (ESB) nr. 165/2014 fjallar um kröfur og reglur um ökurita sem krafist er við flutninga á vegum. Að samræma reglur um ökurita við reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna sem eru settar fram í reglugerð (EB) nr. 561/2006 og í tilskipun 2002/15/EB er nauðsynlegt til að tryggja sanngjarna samkeppni og öryggi á vegum.
Nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi virkni ákvæða um flutningaþjónustu á vegum, þrátt fyrir erfiðleika við að framkvæma reglulegar skoðanir á ökuritum vegna Covid-19. Skoðanir sem vísað er til í ákvæði 23(1) í reglugerð (ESB) nr. 165/2014 og hefðu átt að vera framkvæmdar frá 1. september 2020 til 30. apríl 2021, ættu samkvæmt þessari nýju reglugerð ekki að fara fram seinna en sjö mánuðum eftir þann dag sem þær hefðu verið framkvæmdar á grundvelli þessa ákvæðis. Af sömu ástæðu réttlæta erfiðleikar við að endurnýja ökumannskort vegna Covid-19, það að lögbær yfirvöld aðildarríkjanna veiti auka frest vegna þessa. Það á að vera skylda að beita raunhæfum aðferðum til að taka upp þær nauðsynlegu upplýsingar tengdar akstri- og hvíldartíma áður en þeir fá nýtt kort.
4. gr. fjallar um skoðanir á ökuritum sem hefðu átt að fara fram milli 1. september 2020 og 30. apríl 2021. Heimilt er að fresta þeim um sjö mánuði frá þeim degi sem þær hefðu átt að vera framkvæmdar á grundvelli 1. mgr. 23. gr. reglugerðar (ESB) nr. 165/2014.
2. mgr. 4. gr. fjallar um umsókn ökumanns um endurnýjun á ökumannskorti á milli 1. september 2020 og 30. apríl 2021 en aðildarríki eiga að gefa út nýtt kort eigi síðar en 2 mánuðum eftir umsókn. Þangað til gildir 2. mgr. 35. gr. reglugerðarinnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Ef aðildarríki metur það sem svo að endurnýjun ökumannskorta og skoðun ökurita verði enn ómöguleg eftir 30. apríl 2021 vegna Covid-19 má leggja inn rökstudda umsókn fyrir heimild fyrir því að framlengja frestinn sem fram kemur í 4. gr. Þessi umsókn þarf að berast Framkvæmdastjórninni (ESA) fyrir 1. apríl 2021. Ef aðildarríki telur sig ekki þurfa að nota þessa fresti vegna tímabilsins 1. september 2020 til 30. apríl 2021 eða hefur gripið til annarra, viðeigandi innlendra úrræða til að koma til móts við erfiðleika sem stafa af Covid-19 faraldrinum getur aðildarríki ákveðið að beita ekki 4. gr. Aðildarríki skal upplýsa Framkvæmdastjórnina (ESA í tilviki Íslands) um þá ákvörðun innan 5 virkra daga frá gildistöku reglugerðarinnar.
Tilskipun 2014/45/ESB fjallar um reglubundnar skoðanir fyrir ökutæki og eftirvagna þeirra. Reglubundnar skoðanir er flókið verk. Það er gert til að tryggja það að ökutæki séu í öruggu ástandi. Vegna erfiðleika við að framkvæma reglubundna skoðun vegna Covid-19 sem var viðvarandi eftir 31. ágúst 2020 í sumum aðildarríkjum, skulu þær skoðanir sem áttu að fara fram á tímabilinu 1. september 2020 til 30. apríl 2021, vera framkvæmdar seinna. Þó ekki seinna en sjö mánuðum eftir að upprunalegi tímafresturinn segir til um og skoðunarvottorðin skulu vera gild fram að þeim tíma.
5. gr. fjallar um frestun á skoðunum eins og greinir að framan, um sjö mánuði ef skoðunin átti að fara fram á ákveðnu tímabili.
Ef aðildarríki metur það sem svo að skoðanir verði enn ómögulegar eftir 30. apríl 2021 vegna Covid-19 má leggja inn rökstudda umsókn fyrir heimild fyrir því að framlengja frestinn sem fram kemur í 5. gr. Þessi umsókn þarf að berast Framkvæmdastjórninni (ESA) fyrir 1. apríl 2021. Ef að aðildarríki telur sig ekki þurfa að nota þessa fresti vegna tímabilsins 1. september 2020 til 30. apríl 2021 eða hefur gripið til annarra, viðeigandi innlendra úrræða til að koma til móts við erfiðleika sem stafa af Covid-19 faraldrinum getur aðildarríki ákveðið að beita ekki 5. gr. Aðildarríki skal upplýsa Framkvæmdastjórnina (ESA í tilviki Íslands) um þá ákvörðun innan 5 virkra daga frá gildistöku reglugerðarinnar.
6. gr. fjallar um rekstrarleyfi. Vegna erfiðleika sem sköpuðust vegna Covid-19 sem voru viðvarandi eftir 31. ágúst 2020 hefur það leitt til þess að sumir flutningsaðilar uppfylla ekki lengur kröfur um tiltæk ökutæki og fjárhagsstöðu sem settar eru fram í reglugerð (EB) 1071/2009. Því er viðeigandi að framlengja þau tímamörk sem fram koma í b og c –lið 1. mgr.13. gr. reglugerðar (EB) 1071/2009 úr sex í tólf mánuði til að rétta fjárhagsstöðu félags með nánar tilgreindum skilyrðum ef matstímabilið er einhver hluti frá 1. September 2020 til 30. apríl 2021.
7. og 8. gr. fjalla um viðbótarfresti og framlengingu réttinda rekstrarleyfishafa farþega- og farmflutninga á landi varðandi bandalagsleyfi. Vegna erfiðleika sem voru enn til staðar vegna Covid-19 eftir 31. ágúst 2020 er nauðsynlegt að framlengja gildistíma bandalagsleyfa um 7 mánuði frá þeim tíma sem þau runnu út á tímabilinu 1. september 2020 og 30. apríl 2021.
Ef aðildarríki metur það sem svo að endurnýjun bandalagsleyfa verði enn ómöguleg eftir 30. apríl 2021 vegna Covid-19 má leggja inn rökstudda umsókn fyrir heimild fyrir því að framlengja frestinn sem fram kemur í 7. gr. eða 8. gr. Þessi umsókn þarf að berast Framkvæmdastjórninni (ESA) fyrir 1. apríl 2021. Ef að aðildarríki telur sig ekki þurfa að nota þessa fresti vegna tímabilsins 1. september 2020 til 30. apríl 2021 eða hefur gripið til annarra, viðeigandi innlendra úrræða til að koma til móts við erfiðleika sem stafa af Covid-19 faraldrinum getur aðildarríki ákveðið að beita ekki 7. eða 8. gr. Aðildarríki skal upplýsa Framkvæmdastjórnina (ESA í tilviki Íslands) um þá ákvörðun innan 5 virkra daga frá gildistöku reglugerðarinnar.
Ef aðildarríki sér fram á að þurfa frekari fresti þarf að sækja um það fyrir 1. apríl 2021.
Þó að aðildarríki velji að nýta ekki fresti sem standa til boða í þessari reglugerð verður þó að virða það og taka gild þau réttindi sem önnur aðildarríki hafa samþykkt með beitingu fresta.
Ekkert af þessum ákvæðum á við um Bretland.
Ákvæðin eiga að gilda afturvirkt til 1. september 2020 þrátt fyrir að innleiðing hafi ekki tekið gildi.
9.-15. gr. fjalla um lestir og skipagengar ár sem eiga ekki við hér á landi.
16.-17. gr. Í greinunum er kveðið á um framlengingu fresta í tengslum við hafnir og hafnaraðstöður hér á landi.
Veittir eru auknir frestir til að halda æfingar, þjálfa, gera úttektir eða endurskoða mat og áætlanir, þeim fækkað eða gert heimilt að gera slíkt síðar. Frestirnir ná að hámarki til 30. júní 2021 en eru að meginstefnu til framlengdir um 6 mánuði.
Ef aðildarríki metur það sem svo að framkvæmd æfinga, þjálfunar eða úttekta á hafnaraðstöðu verði enn ómöguleg eftir 30. apríl 2021 vegna Covid-19 má leggja inn rökstudda umsókn fyrir heimild fyrir því að framlengja frestinn sem fram kemur í 16. gr. Þessi umsókn þarf að berast Framkvæmdastjórninni (ESA) fyrir 1. apríl 2021. Ef aðildarríki telur sig ekki þurfa að nota þessa fresti vegna tímabilsins 1. september 2020 til 30. apríl 2021 eða hefur gripið til annarra, viðeigandi innlendra úrræða til að koma til móts við erfiðleika sem stafa af Covid-19 faraldrinum getur aðildarríki ákveðið að beita ekki 16. eða 17. gr. Aðildarríki skal upplýsa Framkvæmdastjórnina (ESA í tilviki Íslands) um þá ákvörðun innan 5 virkra daga frá gildistöku reglugerðarinnar.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Verið er að rýmka fresti til að endurnýja ýmis réttindi og/eða framlengja gildandi skírteini og réttindi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið tók ákvörðun um að beita ekki þeim frestum sem fram komu í reglugerð (ESB) 2020/698 í þeim tilfellum þar sem heimild var fyrir því að beita þeim ekki. Í þessari reglugerð eru víðtækari heimildir fyrir aðildarríki að beita ekki þeim úrræðum sem fram koma í reglugerðinni. Það er mat sérfræðinga Samgöngustofu að ekki sé þörf á frestum þeim sem veittir eru með þessari reglugerð, að frátöldum fresti vegna fjárhagsskilyrða en þar hefur aðildarríki ekki heimild til að víkja frá ákvæðum þessarar nýju reglugerðar. Því er mælt með því að tilkynnt verði að ákvæðunum verði ekki beitt. Vakin er sérstök athygli á rekstrarskilyrðum sem fram koma í 6. gr. en ekki er heimild til að beita ekki þeim skilyrðum.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar:
Lagastoð fyrir 4. gr. er 2. mgr. 54. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Lagastoð fyrir 2. og 3. gr. er 11. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019
Lagastoð fyrir 5. gr. er 3. mgr. 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019
Lagastoð 6.-8. gr. er 34. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017
Lagastoð 16. og 17. gr. er 1. mgr. 13. gr. laga um siglingavernd nr. 50/2004
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður óverulegur þar sem ekki stendur til að nýta þær framlengingar sem til greina koma.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Dómsmálaráðuneytið vegna aðkomu vegaeftirlits Lögreglunnar að eftirliti með ökuritum, gildi ökuskírteina og skoðun ökutækja.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Sýslumenn, Lögreglan, skoðunarstofur, hafnir, ökuritaverkstæði, ökuskólar og ökukennarar.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Talað um að aðildarríki eigi að senda umsóknir eða tilkynningar til Framkvæmdastjórnarinnar, það þyrfti að vera til Eftirlitsstofnunar EFTA.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð í ýmsum lögum. Innleiðing með breytingu á nokkrum reglugerðum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0267
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 60, 22.2.2021, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2021) 25
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 5, 18.1.2024, p. 3
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/121, 18.1.2024