32021R0369

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/369 of 1 March 2021 establishing the technical specifications and procedures required for the system of interconnection of central registers referred to in Directive (EU) 2015/849 of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/369 frá 1. mars 2021 um að koma á nauðsynlegum tækniforskriftum og verklagsreglum fyrir samtengingarkerfi miðlægra skráa sem um getur í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 09 Fjármálaþjónusta, 09.02 Bankar og aðrar fjármálastofnanir
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 017/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/369 er kveðið á um tækniforskriftir og verklagsreglur fyrir samtengingarkerfi skráa (BORIS - Beneficial ownership registers interconnection system) skv. 30. og 31. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka, eins og henni var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843. Framangreind ákvæði voru innleidd í íslenskan rétt með lögum um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Jafnframt er í framkvæmdarreglugerðinni kveðið á um það hvaða aðilar skuli hafa aðgang að upplýsingum í gegnum samteningakerfið og hvaða upplýsingum viðkomandi aðilar skuli hafa aðgang að.

Nánari efnisumfjöllun

Með framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/369 er kveðið á um tækniforskriftir og verklagsreglur fyrir samtengingarkerfi skráa samkvæmt 30. og 31. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka, eins og henni var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843. Framangreind ákvæði tilskipunar (ESB) 2015/849 voru innleidd í íslenskan rétt með lögum um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Þannig er kveðið á um það hvernig skrá um raunverulegar eigendur skv. lögum nr. 82/2019 verður samtengd sambærilegum skrám annarra EES-ríkja í gegnum miðlægan vettvang (European Central Platform) sem komið var á fót með tilskipun (ESB) 2017/1132. Jafnframt er í framkvæmdarreglugerðinni kveðið á um það hvaða aðilar skuli hafa aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur lögaðila og fjárvörslusjóða eða sambærilegra aðila í gegnum samteningakerfið og hvaða upplýsingum viðkomandi aðilar skuli hafa aðgang að. Samkvæmt a- og b-lið 5. mgr. 30. gr. og a- og b-lið 4. mgr. 31. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 skal veita lögbærum yfirvöldum og skrifstofum fjármálagreininga lögreglu í aðildarríkjunum aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur lögaðila og fjárvörslusjóða eða sambærilegra aðila án allra takmarkana en tilkynningarskyldum aðilum í skilningi tilskipunarinnar skal veita upplýsingar innan ramma könnunar á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn í samræmi við II. kafla hennar.Framkvæmdareglugerð (ESB) 2021/369 kveður þannig á um aðgang lögbærra yfirvalda og skrifstofu fjármálagreiningar lögreglu í EES-ríkjunum sem og tilkynningaskyldra aðila í skilningi tilskipunarinnar, sbr. lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, að nánar tilgreindum upplýsingum um raunverulega eigendur lögaðila og fjárvörslusjóða og sambærilegra aðila í öðrum EES-ríkjum í gegnum samtengingarkerfið (BORIS).  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gera þarf lagabreytingu og kveða á um heimild til að veita tilteknum aðilum í öðrum EES-ríkjum aðgang að upplýsinga úr skrá um raunverulega eigendur skv. lögum nr. 82/2019 í gegnum samteningarkerfi skráa um raunverulega eigendur (BORIS - Beneficial ownership registers interconnection system). Einnig þarf að innleiða framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/369 með setningu reglugerðar með tilvísunaraðferð.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samráð verður haft við ríkisskattstjóra sem starfrækir fyrirtækjaskrá, SFF o.fl. aðilar.

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Breyting á tölvukerfum ríkisskattstjóra sem starfrækir fyrirtækjaskrá svo samtening kerfa í samræmi við tækniforskriftir og verklagsreglur sem kveðið er á um í framkvæmdarreglugerðinni sé möguleg.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Framkvæmdarreglugerðin kveður á um aðgang lögbærra yfirvalda og skrifstofa fjármálagreininga lögreglu og tilkynningarskyldra aðila í EES-ríkjunum að nánari tilgreindum upplýsingum um raunverulega eigendur lögaðila og fjárvörslusjóða og sambærilegra aðila í öðrum aðildarríkjum. Gerðin hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild en markmiðið með skrá um raunverulega eigendur er að tryggja að ávallt séu til staðar réttar og áreiðanlegar upplýsingar um raunverulega eigendur lögaðila og fjárvörslusjóða og sambærilegra aðila svo að unnt sé að greina og koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0369
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 71, 2.3.2021, p. 11
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegur fyrirvari skv. 103. grein (Ísland) Ísland
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 75, 19.10.2023, p. 26
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/2312, 19.10.2023