32021R0392

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/392 of 4 March 2021 on the monitoring and reporting of data relating to CO2 emissions from passenger cars and light commercial vehicles pursuant to Regulation (EU) 2019/631 of the European Parliament and of the Council and repealing Commission Implementing Regulations (EU) No 1014/2010, (EU) No 293/2012, (EU) 2017/1152 and (EU) 2017/1153


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/392 frá 4. mars 2021 um vöktun og skýrslugjöf gagna um koltvísýringslosun frá fólksbifreiðum og léttum atvinnuökutækjum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1014/2010, (ESB) nr. 293/2012, (ESB) 2017/1152 og (ESB) 2017/1153
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 267/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að einfalda og skýra reglur um staðla um losun CO2 í reglugerð (ESB) 2019/631 og í reglugerðum (ESB) 1014/2010 og (ESB) 293/2012. Jafnframt er verið að sameina reglugerðirnar. Þessar breytingar hafa fyrst og fremst áhrif á Samgöngustofu hér á landi þar sem þetta eru gögn sem stofnunin þarf að afla og senda út til Eftirlitsstofnunar EFTA. Breytingin mun þarfnast uppfærslu á tölvukerfum en þegar er hafin vinna við það. Að öðru leyti snúa þessar breytingar að framleiðendum en ekki er starfandi framleiðandi hér á landi.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Verið er að einfalda og skýra reglur um staðla um losun CO2 í reglugerð (ESB) 2019/631 og í reglugerðum (ESB) 1014/2010 og  (ESB) 293/2012. Jafnframt er verið að sameina reglugerðirnar. Í þeim tilgangi eru settir verkferlar um hvernig á að fylgjast með og skila skýrslum með gögnum um nýja fólksbíla og létt atvinnuökutæki sem eiga að vera undir eftirliti stjórnvalda, framleiðanda, framkvæmdastjórnarinnar og eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og umhverfisstofnunar ESB (e. European Environment Agency, EEA). Framleiðendur og aðildarríki eiga að skila inn gögnum á hverju almanaksári til ESA og EEA. Gögnunum skal skila í gegnum gagnabanka sem EEA leggur til. Séu gögnin ekki aðgengileg skal upplýsa ESA um það og ástæður fyrir því.Efnisúrdráttur:1. gr. er farið yfir efni reglugerðarinnar en hún fjallar um nákvæmar reglur um verkferla um hvernig á að fylgjast með og skila skýrslum um gögn um losun CO2.2. gr. er um skilgreiningar.2. kafli fjallar um hvernig á að tilkynna um gögn í samræmi við 7. gr. reglugerðar (ESB) 2019/631. Í 3. gr. í þeim kafla er fjallað um hvernig aðildarríki skal tryggja aðgang að þessum gögnum.3. kafli fjallar um söfnun og tilkynningu á raungögnum. Í 10. gr. er fjallað um slíkt fyrir aðildarríki í samræmi við reglugerð (ESB) 2014/45 um skoðun ökutækja frá 20. maí 2023.4. kafli fjallar um eftirlit og tilkynningu á gögnum úr prófunum sem gerðar eru skv. reglugerð 2017/1151.Að lokum er viðauki um gagnaöflunina.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Þessar breytingar hafa áhrif á Samgöngustofu þar sem þetta eru gögn sem stofnunin þarf að afla og senda út til ESA/EEA. Breytingin mun þarfnast uppfærslu á tölvukerfum en þegar er hafin vinna við það.Að öðru leyti snúa þessar breytingar að framleiðendum en ekki er starfandi framleiðandi hér á landi.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, innleitt í reglugerð um gerð og búnað ökutækja.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður sem hlýst af tölvuuppfærslu og mögulega aukin vinna starfsmanna Samgöngustofu. Að hluta til er það sem hér um ræðir hluti af því sem telst reglubundin starfsemi stofnunarinnar. Með öðrum orðum að alla jafna er verið að taka saman margs konar gögn og senda út til ESA/EEA. Hér er um að ræða viðbót við það.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mögulega.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Framleiðendur ökutækja, eigendur ökutækja, Samgöngustofa.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: NeiÞörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Verið að tala um að senda gögn til framkvæmdastjórnarinnar ESB og með aðlögun ESA. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 69. gr. umferðalaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0392
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 77, 5.3.2021, p. 8
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D071437/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 31, 20.4.2023, p. 66
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 106, 20.4.2023, p. 70