Reglugerð framkvæmdarstjórnarinnar (ESB) til ákvörðunar á uppfærðum viðmiðunargildum fyrir úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir tímabilið 2021-2025 á grundvelli 2. mgr.10. gr. a tilskipunar 2003/87/EB. - 32021R0447

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/447 of 12 March 2021 determining revised benchmark values for free allocation of emission allowances for the period from 2021 to 2025 pursuant to Article 10a(2) of Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/447 frá 12. mars 2021 um að ákvarða endurskoðuð viðmiðunargildi fyrir úthlutun losunarheimilda án endurgjalds fyrir tímabilið frá 2021 til 2025 skv. 2. mgr. 10. gr. a í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 221/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð þessi setur fram uppfærð viðmiðunargildi (e. benchmark values) vegna úthlutunar endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir tímabilið 2021-2025, en listi yfir uppfærð viðmiðunargildi kemur fram í viðauka I við reglugerð þessa. Í aðfaraorðum reglugerðar þessarar eru útlistaðar þær aðferðir sem framkvæmdastjórnin notast við til útreikninga á viðmiðunargildum, en þær aðferðir eru þær sömu og áður voru notaðar voru til útreikninga í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/278/ESB fyrir 3. viðskiptatímabil ETS- kerfisins. Hér fyrir neðan er farið nánar í efni aðfaraorðanna.

Nánari efnisumfjöllun

1.
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/278/EB ákvarðaði 54 viðmiðunargildi sem eru grunnurinn að endurgjaldslausri úthlutun losunarheimilda fyrir tímabilið 2013-2020. Reglugerð
framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/331 tók við af ákvörðun 2011/278/EB frá og með 1. janúar 2021 og setti fram eins upphafspunkta til þess að ákvarða árlega lækkun fyrir hvert uppfært viðmiðunargildi fyrir tímabilið 2021-2030.

2.
Að því marki sem mögulegt er voru þessi 54 viðmiðunargildi í ákvörðun 2011/278/ESB ákvörðuð á grundvelli gagna um nýtni gróðurhúsalofttegunda einstakra starfsstöðva sem viðeigandi hagsmunafélög settu fram út frá reglum sem skilgreindar hafa verið af framkvæmdastjórninni. Þar sem gögnum var skilað sjálfviljugt, inniheldur gagnasettið ekki allar starfsstöðvar. 14 viðmiðunargildi afurða (e. product benchmark) voru metin á grundvelli gagna frá einnar afurðar starfsstöðvum þar sem ekki var mögulegt að afla gagna frá fjöl-afurðar starfsstöðvum í tæka tíð. Vegna skorts á gögnum frá einstaka starfsstöðvum voru 5 viðmiðunargildi afurða ásamt viðmiðunargildum hita og eldsneytis byggð á upplýsingum frá viðmiðunarskjölum um bestu fáanlegu tækni (e. best available technique (BAT)) eða öðrum skjölum. Fjögur viðmiðunargildi afurða voru byggð á öðrum viðmiðunargildum afurða til að tryggja sanngirni fyrir framleiðendur af sömu eða svipaðri vöru.

3.
Uppfærð viðmiðunargildi eru ákvörðuð á grundvelli vottaðra upplýsinga um nýtni gróðurhúsalofttegunda frá starfsstöðvum sem skilað er á grundvelli 11. gr. tilskipunnar 2003/87/EB fyrir árin 2016 og 2017. Fyrir hvert viðmiðunargildi þá er meðal afkastagetan á árunum 2016-2017 reiknuð fyrir 10% þeirra starfsstöðva sem sýna fram á mestu nýtnina. Á grundvelli samanburðar þeirra viðmiðunargilda sem sett voru fram í ákvörðun 2011/278/EB sem voru byggð á gögnum um afkastagetu fyrir árin 2007 og 2008 verður árlegur lækkunarhraði ákvarðaður fyrir hvert viðmiðunargildi fyrir 9 ára tímabilið frá 2007/2008 til 2016/2017. Notast verður við þennan árlega lækkunarhraða til þess að meta 15
ára lækkunarhraða frá 2007/2008 til 2022/2023. Í samræmi við 10. gr. a tilskipunar 2003/87/EB skal lækkunin yfir þetta 15 ára tímabil ekki vera lægri en 3% og ekki hærri en 24%.
Sérstök úrræði gilda fyrir uppfærslu á viðmiðunargildum fyrir ilmefni, vetni, efnasmíðagas (e. syngas) og heitan málm.

4.
Listi starfsstöðva sem inniheldur upplýsingar sem viðeigandi eru fyrir úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda var skilað inn til framkvæmdastjórnarinnar af aðildarríkjum fyrir 30. september 2019 í samræmi við 11. gr. tilskipunar 2003/87/EB. Til að tryggja að viðmiðunargildin séu byggð á réttum gögnum, fór framkvæmdastjórnin í nákvæma matsvinnu á þeim gögnum sem skipta máli fyrir úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda. Þegar það átti við bað framkvæmdastjórn viðeigandi lögbært yfirvald um útskýringar og leiðréttingar. Sem afleiðing af því fékk framkvæmdastjórnin nákvæmt, samræmt og samanburðarhæft gagnasett um nýtni gróðurhúsalofttegunda allra staðbundinna starfsstöðva sem falla undir tilskipun 2003/87/EB. Þetta leiddi af sér hágæða gagnasett sem var svo notað til þess að ákvarða uppfærð viðmiðunargildi fyrir tímabilið 2021-2025 fyrir sérhvert af 54 viðmiðunargildum. Gögn frá öllum undirstöðvum sem falla undir skilgreininguna á sérstökum viðmiðunargildum, eins og fram kemur í viðauka I við reglugerð (ESB) 2019/331, voru notuð til að ákvarða meðalafkastagetu þeirra 10% starfsstöðva sem sýndu fram á mestu nýtnina á árunum 2016 og 2017 eins og fram kemur í 2. mgr. 10. gr. a tilskipunar 2003/87/EB og 11. tölul. aðfaraorða tilskipunar (ESB) 2018/410.

5.
27. gr. tilskipunar 2003/87/EB gerir aðildarríkjum kleift að undanskilja frá ETSkerfinu, starfsstöðvar sem hafa losað minna en 25.000 tCO2eq og, þar sem á sér stað bruni eldsneytis, hafa uppsett heildar nafnvarmaafl undir 35MW, að frátöldum lífmassa. Nokkur aðildarríki, þ.m.t. Ísland, hafa ákveðið að undanskilja starfstöðvar frá ETS-kerfinu á tímabilinu 2021-2025 byggt á þeirri grein. Þessar starfsstöðvar skulu ekki vera teknar með í reikninginn þegar verið er að ákvarða uppfærð viðmiðunargildi.

6.
Reglugerð þessi inniheldur m.a. reglur til að ákvarða losun á stigi undirstöðva til að tryggja samræmda meðhöndlum losunar tengda innflutningi, útflutningi og innanhússframleiðslu á
mælanlegum hita, úrgangsgasi sem inniheldur kolefni og svo fluttu CO2 (e. transferred CO2). Í þeim tilgangi þá hafa viðeigandi losunarstuðlar verið ákvarðaðir með því að notast við viðmiðunargildi hita og eldsneytis sem aftur hafa verið uppfærðir með því að beita ákvörðuðum árlegum lækkunarhraða. Varðandi innflutning hita með óþekktan eða ekki nægjanlega
skilgreindan losunarstuðul og varðandi innflutning á hita hefur gildi sem nemur 53.3 tCO2 eq/TJ verið notað. Það gildi var fengið með því að beita árlegum lækkunarhraða sem nemur 1.6% af viðmiðunargildi hita fyrir 9 ára tímabilið frá 2007/2008 til 2016/2017. Fyrir útflutning úrgangsgass var 37.4 tCO2 eq/TJ dregið frá raunverulegum losunarstuðli úrgangsgass. Það
gildi samsvarar losunarstuðli náttúrugass margfaldað með 0.667 sem er mismunur í nýtni milli notkunar á úrgangsgasi og notkunar á náttúrugasi sem viðmiðunareldsneyti. Fyrir innflutning á úrgangsgasi var gildið 48.0 t CO2 EQ/TJ notað. Það gildi var fengið með því að beita árlega lækkunarhraðanum 1.6% af viðmiðunargildi eldsneytis fyrir 9 ára tímabilið 2007/2008-2016/2017.

7.
Í tilfelli þeirra undirstöðva sem flytja inn milliafurðir (e. intermediate products) þar sem framleiðslan fellur undir mörk viðeigandi viðmiðunargilda afurða og þar sem það var ekki
möguleiki á að ákvarða útblástur gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu þessara milliafurða byggða á innsendum gögnum, var ekki tekið tillit til nýtni gróðurhúsalofttegunda þeirra undirstöðva sem um ræðir þegar verið var að ákvarða uppfærslu viðmiðunargilda. Þetta á við um uppfærslu viðmiðunargilda fyrir endurvinnsluafurðir, heitan málm, unninn sandstein (e. sintered dolime), ammóníak, vetni og sódaösku. Í þeim tilfellum þar sem undirstöðvar flytja út milliafurðir og þar sem það er ekki mögulegt að ákvarða losun gróðurhúsalofttegunda tengt þeim ferlum á grundvelli innsendra gagna, vra ekki tekið tillit til nýtni gróðurhúsalofttegunda þeirra undirstöðva þegar uppfærsla á viðmiðunargildum var ákvörðuð. Þetta á við um uppfærslu viðmiðunargilda fyrir endurvinnsluafurðir og heitan málm.

8.
Sú aðferðafræði að geta flutt losun (e. attribute emissions) til annarrar undirstöðvar, sem sett er fram í reglugerð (ESB) 2019/331, getur leitt til neikvæðrar nýtni gróðurhúsalofttegunda í þeim tilfellum þar sem hiti framleiddur með eldsneyti með lágum losunarstuðli er fluttur til annarra undirstöðva eða starfsstöðva. Í þeim tilfellum ætti að skilgreina nýtni gróðurhúsalofftegunda sem „0“ í þeim tilgangi að ákvarða uppfærð viðmiðunargildi.

Reglugerð þessi inniheldur tvær greinar:
1. gr.
Þau uppfærðu viðmiðunargildi sem finna má í viðaukanum skulu eiga við um úthlutun
endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir tímabilið 2021-2025.
2. gr.
Greinin fjallar um gildistöku innan ESB.

Þar sem samþykkt og útgáfa reglugerðar þessarar dróst umtalsvert þá var endurgjaldslausum losunarheimildum fyrir árið 2021 ekki úthlutað 28. febrúar eins og venja er. Það á við um öll
aðildarríkin. Nú stendur yfir vinna framkvæmdastjórnar ESB og ESA við að fara yfir lokaútgáfu NIMs listann. Eftir að tölurnar sem þar koma fram hafa verið samþykktar verður hægt að fara í úthlutun. Stefnt er á að úthlutun muni eiga sér stað í vor.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Setja þarf reglugerð til innleiðingar á reglugerð þessari á grundvelli reglugerðarákvæðis í 5. mgr. 9. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál. Nú liggja frammi í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri reglugerð um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og lagt er til að reglugerð þessi verði innleidd með breytingu við þá reglugerð þegar hún hefur tekið gildi.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0447
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 87, 15.3.2021, p. 29
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D071615/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 8.2.2024, p. 58
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/275, 8.2.2024